Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 29
Ahlmann eldavélasamstæðan hefur náð miklum vinsældum vegna þess, að hún: 1. Uppfyllir ströngustu kröfur yðar, því nú er klukkurofinn bæði á bökunarofni og eldunarplötum. 2. Hefur sjálfvirkan hitastilli á hrað- suðuplötum, sem dregur úr hit- anum við suðumark niður í hæfi- legt hitunarstig. 3. Er úrvals Vestur-þýzk framleiðsla. Sighvatur Einarsson & Co . ^jSkipholti 15 — Sími 24133. líökuna rofn með Grilli með F\ lukkurofa og einnig með glerhurð Hraðsuðuplötur með klukkurofa AHLMANN II 4 'loumap Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þetta verður afar venjuleg vika, nema þá helzt sunnudagur- inn. Þann dag gerist eitthvað, sem gæti haft já- kvæð áhrif á framtíð þí'na, ef þú ert ekki of fljót- fær. Þér berst bréf í vikunni, sem þú skalt svara um hæl. Það hefur borið nokkuð á öfund í garð eins félaga þíns. öfund er leiðinlegur kvilli og á helzt aldrei rétt á sér. NautsmerkiÖ (21. par.—21. mai): Þú ert i ein- hverjum vandræðum út af þvi, hvernig þú átt að koma fram gagnvart einum vini þínum. Eitt er víst, að núverandi framkoma þín er síður en svo æskileg. Fimmtudagurinn verður bezti dagur vik- unnar — það er eins og lánið leiki við þig í einu og öllu þann dag. Þér græðist fé óvænt í vikunni. Heillalitur bleikt. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú átt við eitthvert vandamál að etja þessa dagana, en í Þessari viku berzt þér skyndilega hjálp úr mjög óvæntri átt. Þetta verður til þess að framtiðar- áform þín breytast nokkuð. Það er eins og þú sért ekki sterkur á taugum þessa dagana, því að þú lætur mestu smámuni verða til þess að angra þig. HKrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): 1 þessari viku gerist eitthvað, sem þú hefur lengi beðið eftir — þó i nokkuð breyttri mynd, sem þú munt fylli- lega sætta þig við — liklega voru þessi endalok öllu ákjósanlegri en þau, sem þú lézt þig dreyma um. Farðu varlega með peningana í vikunni — þú gætir hæglega látið leika á þig í peningamálum. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú hefur haft eitthvað á prjónunum undanfarið, sem ekki hef- ur verið heppilegt að framkvæma til þessa, en nú er einmitt rétti tíminn til þess. Reyndar er lík- lega, að þetta verði þér ofviða einum, þess vegna væri réttast, að þú leitaðir hjálpar vinar þíns. Sunnudagur- inn verður I alla staði afar einkennilegur dagur. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): 1 vikunni sem leið komst Þú ekki rétt fram við einn bezta vin þinn. Nú verður þú að bæta ráð þitt hið skjótasta, ef ekki á að fara illa. Líkur eru á, að einn vinur þinn hverfi af sjónarsviðinu um skeið. og kemur það illa við þig, þvi að þið höfðuð miklar ráðagerðir á prjón- unum. Mánudagskvöldið verður afár skemmtilegt kvöld. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú sætir tals- verðri gagnrýni fyrir eitthvað, sem þú gerðir í síðustu viku, og þótt sú gagnrýni sé ekki í alla staði réttmæt, gætir þú látið hana þér að kenn- ingu verða, þvi að grunntónninn I þessari gagn- rýni er sanngjarn. Þú lærir eitthvað í vikunni, líklega eitt- hvað verklegt, sem mun koma þér að miklu gagni. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Lánið mun leika við þig i þessari viku — Þó samt ekki á einu sviði, en láttu það ekki á þig fá, því að í saman- burði við allt hið jákvæða, eru þetta smámunir einir saman. Þú gegnrýnir eitthvað i fari kunn- ingja þíns, og er það svosem gott og blessað. En kannastu ekki eitthvað við þennan ágalla, sem þú gegnrýnir svo mjög? Líttu í eigin barm. BogmannsmerkiÖ (2. nóv.—21. des.): Þú tekur veigamikla ákvörðun í vikunni — og ekki verður annað séð, en þessi ákvörðun sé mjög skynsamleg, en þó er einn galli á henni, sem þú veizt liklega bezt sjálfur um. Þú ferð í skemtilegt samkvæmi í þó gerist eitthvað í því samkvæmi, sem á eftir að einhverjum áhyggjum. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þetta verður skemmtileg vika í alla staði, þótt ekki gerist nein- ir stórviðburðir í henni. Þú færð óvænta heim- _______ sókn eitthvert kvöldið. Þessi heimsókn gæti orðið til þess að þú færð lausn á vandamáli, sem hefur valdið þér áhyggjum undanfarið. Vinur þinn sýnir þér, að hann er alls ekki allur, þar sem hann er séður. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þetta verk- 0efni, sem þú þarft að ráða fram úr þessa dagana, virðist vaxa þér allt of mikið í augum. Líklega stafar Þetta af eintómri leti — sem alltaf er ljót- ur löstur. Þér verður komið þægilega á óvart um helgina. Þú hefur eitthvert áform á prjónunum, sem virðist í alla staði óskynsamlegt. Hættu strax að hugsa um þetta. FiskamerkiÖ (20. feb,-—20. marz): Þú gerir þér alrangar hugmyndir um eitthvað, sem er að gerast í kringum þig og skiptir þig miklu, og staf- ar það líklega af þrjózku við að horfast I augu við staðreyndirnar. Þú gerir þér allt of miklar áhyggjur út af smámunum þessa dagana. Það er engu lik- ara en þú viljir beinlinis kvelja sjálfan þig. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. vikunni ■ valda þér

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.