Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 34
fara yfir opiS hafsvæSi, og um það gátu þeir siglt bátum sínum i stað þess að draga þá yfir ísinn. — Þetta lítur ágætlega út, skrif- aði de Long á pappirsblað. Fram að þessu höfum við sloppið við skyrbjúginn, og með guðs hjálp vonumst við til að komast að landi við mynni Lenu í næstu viku. Við höfum skotið þrjár endur og cinn sel og teljum okkur því hafa vistir til næstu daga. Brolsjór —- og tuttngu og fjórir eftir á lífi. Meðan de Long skrifaði þessi orð; gætti hann þess, að enginn féiaga bans veitti því athygli. Þegar hann liafði lokið því af, stakk liann pappírunum niður í tóma niðursuðudós og gekk spöl- korn frá búðunum, þangað sem enginn sá til hans. Þar lagði hann dósina á litla þúst og hlóð vörðu yfir hana. Mörgum áðum seinna kom rússneskur veiðimaður á stað- inn, kom auga á vörðuna og fann dósina. Þvi, sem eftir var af matnum, var skipt niður á bátana þrjá. De Long fékk vélstjóranum í hend- ur stjórn eins bátsins, Chipp laut- inant stýrði öðrum og de Long sjálfur hinum þriðja. — Við skulum reyna að halda saman cins lengi og unnt er, sagði Iiann. ■— En jafnvel þótt leiðir skiljist, skulum við allir lenda á sömu slóðum á Síberíuströnd. Allir um borð, — og guð veri með •ykkur. Hvass vindur blés úr norðri, enda gengu bátarnir vel. Bátur Melvilles vélstjóra sigldi bezt. Hann liéit beinni stefnu í stað þess að fækka seglum eða sigla í krókum, svo að hinir gætu haft við honum. Innan skamms var hann úr augsýn þeirra. Stormurinn tók einnig brátt að fjarlægja hina bátana tvo hvorn frá öðrum, svo að de Long kallaði til Chipps, að þeir skyldu festa reipi milli báta sinna, svo að hæg- ara væri fyrir þá að fylgjast að. En á sama andartaki reis risa- vaxin alda undir báti Chipps og bóf hann hátt upp á faldi sínum. Á næstu sekúndu hvarf hann niður i öldudal — og sást ekki framar. Þegar sjóinn lægði a ný, var þar ekkert lífsmark að sjá. De Long reyndi að sigla báti sínum á slys- staðinn, en stormurinn var of sterkur til þess, að það tækist. Höfuðsmaðurinn sá sem snöggvast nokkrum höfðum bregða fyrir aftur undan, en engin leið til þess að koma bátnum móti veðrinu, svo að Chipp og menn lians urðu að gcfast örlögum sínum á vald Nú voru tuttugu og fjórir eftir. Stormurinn geisaði í sex dægur. Þegar Iionum slotaði, sáu leið- angursmenn land. Þá voru hundrað dagar síðan Jeanetta sökk. Þeir skildu bátinn eftir á ströndinni og ösluðu inn i land, kílómetra eftir kilómetra í djúpum snjónum, er lnilinn var þunnu íslagi, sem þeir stigu niður ' úr i hverju skrefi. Mat höfðu þeir engan, aðeins tvo riffla, tvö tjöld og fáein ullarteppi. Svo veikburða voru þeir, að fæturn- ir gátu naumlega borið þá. Hin örlagaríku mistök de Longs. Eftir langa göngu komu þeir að kletti, sem gnæfði upp úr snjó- auðninni. Þar reistu þeir tjöldin og vermdu sig. De Long skrifaði í leiðarbókina, eftir að dauðþreytt- ir liðsmenn hans voru sofnaðir: -—• Nú verðum við að reyna að ná til byggðar, sem ég hýgg, að sé um hundrað og fimmtíu kilómctra liéðan..... En nú brást gæfan þeim að nýju. í þeirri átt, sem de Long vildi leita byggða, var nefnilega enga mannabústaði að finna. Hann hugð- ist fara með menn sína i austur. En í gagnstæðri átt, í vestri, var lítið siberiskt fiskimannaþorp, er þeir hefðu getað náð til á fáeinum dögum. Björgunin va.r aðeins í fimmtán kílómetra fjarlægð, — og de Long sneri við henni baki. Næsta morgun bjuggu piltarnir sig til ferðar í austurátt. Til að geta farið hraðar yfir skildu þeir mestan hluta útbúnaðar sins eftir. Þegar leið á daginn, tókst þeim að skjóta lireindýr. Þeir drukku úr því blóðið og náðu aftur kröft- um um skamma stund. En rétt á eftir æddi stormurinn að nýju grenjandi yfir flata freðmýrina og fyllti hvert andartak kvöl. — Það var engu líkara en lungun væru að fyllast af ísnálum. Um kvöldið gekk einn mann- anna til Amblers læknis og bað hann líta á fót sinn. Fóturinn var brotinn, og umhverfis brotið var holdið meyrt og svart. Læknirinn skar burt mcstan hluta holdsins, Aðgerð hans olli engum sársauka, þvi að dautt liold hefur enga til- finningu. Stormurinn varð stöðugt hvass- ari og varð að lokum að snjóbyl. Með síðustu kröftunum brutust þeir áfram á móti óveðrinu, en að lok- um komust þeir ekki lengra. Þeir steyptust um koll og lágu þar, sem ])eir voru komnir, án þess að geta risið upp að nýju. En de Long rak þá af stað aftur, og áfram skriðu þeir, unz þeir um kvöldið lögðust til livílu í tjöldunum. Þannig héldu þeir áfram í fimm daga — í austurátt, á brott frá lífi og björgun. En á fimmta degi skutu þeir að vísu annað hreindýr og öðluðust þá nýja krafta. Á fimmtánda degi skilaði þeim aðeins áfram um þrjá kílómetra. Fótbrotna manninum, Erickson hét hann, leið verr og verr. Drepið breiddist út upp eftir fætinum. Ambler læknir sá enga ástæðu til að taka fótinn af manninum, -— það hefði verið sama og að svipta hann lífi. Um nóttina fékk Erick- son áköf hitaköst. Hann dó, skömmu eftir að hinir risu upp um morgun- inn. Nú voru þeir tuttugu og þrir eftir. Hinn níunda október var helm- ingur þeirra að dauða kominn úr hungri og holdfúa. De Long skaut á ráðstefnu í tjaldi sínu með þeim Ambler og Collins. — Við erum neyddir til að taka ákvörðun, sagði hann. — Við getum ekki haldið lengur i þessa átt, þvi að það er örugglega okkar bani. Við komumst ckki til þorpsins á þessum hraða. -— Skiljið mig eftir, sagði Coll- ins. — Ég á i mesta lagi fjóra daga eftir ólifaða. Skiljið okkur eftir, sem deyjum innan skamms, hvort sem er, svo að þið, sem liraustari eruð, getið komizt hrað- ar áfram. De Long hristi höfuðið. •— Aldrei að eilífu! hreytti liann út úr sér. Við yfirgefum ykkur ekki! Þess í stað ákváðu þeir að senda tvo þeirra er þrekmestir voru, i hjálparleit til þorpsins. Þeir hétu Norod og Nindemann. í nesti fengu þessir tveir sjómenn ekki annað en nokkra dropa af brennivini, auk riffils til að skjóta dýr, er þeir kynnu að rekast á. Það var allt og sumt. Dagbók dauðajis. Næsta morgun lögðu Norod og Nindemann af stað. Hinir reyndu einnig að klóra sig áfram eftir föngum. Hinn seytjánda október andaðist einn maður í viðbót. Að lokum slógu hinir eftirlifandi tjöld- um og bjuggu um sár sín. Til annars dugðu þeir ekki framar. De Long hélt áfram að skrifa í leiðarbókina, en bókstafirnir voru nú að mestu ólæsileg tákn. Hann hafði ekki lengur orku til að stýra blýantinum. Þessar setningar eru þó nógu greinilega skráðar: —• 24. október. Collins lifir enn. Áttum illa nótt. Lee skreiddist út úr tjaldinu til að deyja i einrúmi. — 25. október. Þriðjudagur. 165. dagur. (Þetta er allt og sumt, sem skrifað var þann daginn. Með 165. degi átti de Long við tirnann, síð- an Jeanetta sökk). 28. október. Iverson dó i nótt. Síðustu brcnnivínsdropunum út- býtt. Enginn matur. 29. október: Dressler er látinn. 30. október: Boyd og Goertz eru látnir. Collins er að deyja. Collins varð langlífari en hann sjálfur hafði haldið. En enginn veit dauðastund hans. Þeir de Long og Ambler læknir hafa sennilega lát- izt sköxhmu síðar. Þá voru aðeins eftir tveir. Og þeir voru Norod og Ninde- mann. Einhvern veginn komust þeir af — og sömuleiðis flokkurinn í bát vélstjórans. Þeir voru svo heppnir að taka land rétt lijá þorpi nokkru. Melville og niu mönnum hans var bjargað. Eskimói nokkur fann þá Ninde- mann og Norod liggjandi i snjón- um. Þeir voru að dauða komnir, og það valt á mínútum, hvort tak- ast mætti að bjarga lifi þeirra. Hefðu þeir getað hrært minnsta fingur, licfðu þeir áreiðanlega getað gert Eskimóanuin skiljanlegt, að nokkru lengra vestur frá væru fleiri menn álika illa á sig komnir. Enn þá væri hægt að bjarga de Long og mönnum hans. Það er næstum kaldhæðnislegt, að piltarn- ir tveir fundust tuttugasta og annan október, — átta dögum áður en hinir síðustu lir flokki de Longs urðu herfang dauðans. Eskimóanuin tókst að koma hin- um tveimur deyjandi sjómönnum til þorps síns. Þar jöfnuðu þeir sig smám saman, unz að þvi kom, að þeir gátu þakkað fyrir hjálpina og lagt af stað til næsta þorps, þar sem Evrópumenningin hafði fest rætur, — en einmitt þar dvöldust Melville og menn hans. Melville lagði undir eins af stað 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.