Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 8
SMÁSAGA EFTIR GUÐMUND HALLDÓRSSON Vetrarstormurinn stóð í fang lionum timbruðum, meðan hann krækti vegninum frá dráttarvélinni og tengdi hana við millibandið, sem brúkað var til að draga sætin upp á vagninn. Hann klifraði með nokkurri áreynslu upp í fjaðrað sætið og ræsti vélina og dró bólsturinn fremst á vagninn. Hann var óklár í skiptingunum vegna höfuðs- ins og þess vegna nokkuð lengi, að aka að næsta sæti, sem Iéttastelpan liafði látið böndin utanum. Hann beið í svefn- kenndri ró, á meðan hún reis upp undan ]>ví hlémegin við storminn og losaði vagninn frá. Hann sá að bændurnir hinum megin við ána, voru að koma að með fjárhópa úr heimalandssmölun. Þeir ráku féð hart með hói og hundgá. Þetta var lítill hluti af fjáreign bænd- anna, fé þeirra var ekki enn komið af heiðum. Hann sá þá fyrir sér, markglögga og handfljóta, er þeir færu að kanna þennan reiting og reka það sem ekki yrði vitjað um af næstu bæjum, fram í taglið á afréttinni, þar sem það lenti fyrir gangnaröð innan fárra daga. — Af stað með þig Gunnar, kallaði léttastelpan móti storminum. Hann snéri vélinni til að draga sætið upp, og fór siðan ofan til að festa vagntengslinu við beizlið á dráttarvélinni. — Við drekkum tiu kaffið i næstu ferð, sagði hann við léttastelpuna, þegar hann ók af stað hcim. — Við verðum búin fyrir hádegi, og þá skal maður taka sér lúr, kallaði léttastelpan á eftir honum. Þau höfðu lokið við að sæta þessar hrúkur í myrkri kvöldið áður. Húsbóndinn bar þær upp en þau rökuðu að honum og söxuðu. Meðan hann þrýsti mænifanginu ofan á síðasta sætið, hafði hann sagt þeim, að ekki yrði losað ineira hey, en reynt að ná þessari vellu i hlöðu í fyrsta færu. Þá höfðu Gunnar og léttastelpan drégið andann létt- ar og gengið heim til að búa sig á ballið, en húsbóndinn orðið eftir, eitthvað að dunda i veðurhlíðunni. Og þrátt fyrir hin ónógu og sultarlegu ljósfæri síðsumarsins, voru þau hröð við að búa sig, og neyttu matarins standandi við eldhúsborðið, til að missa ekki af vagninum, sem flutti fólkið á Sarnkonuma. Síðar, er þau gengu í veg fyrir hann, griHtil þáu í húsbóndann, önnum kafinn að bera grjót á hrúkurnar. Hann liafði vaknað snemma um niorguninn og fundið þetta tómlátlega allsleysi í höfðinu, eins og ávalt er hann Sofnaði mikið drukkinn, en rann ekki af honum vakandi. Og liann mundi strax eftir konunni, sem gaf honum vínið út i bifreiðinni. En hvernig skilnaður þeirra varð, eftir að hann lauk úr flöskunni, lá enn í djúpu myrkri óræðisins, þegar hús- bóndinn kom inn til hans og bað hann að aka lieim sæt- unum. Hann hafði svimað dálítið og sortnað fyrir augum, m>eðan hann settist framan á, en það leið frá meðan hann klæddi sig. Þeir voru að leggja upp i smölunina liinum megin við ána, þegar hann kom út. Vinur hans undir Tungusporðinum var þá ófarinn, því liestarnir lágu makráðir fyrir ofan túnið. Hann var oft seinn að hafa sig af stað í smala- mennsku, þótt hann ætti góða hesta og tár á glasi til að ylja sér með fyrir brjósti. Gunnar hafði sannreynt, að til hans var gott að koma hryggur og tómur i höfði, og hann ákvað að hafa nánar gætur á ferðum hans og riða fram- eftir, er hann sæi til hans koma ofan með féð. Tungu- sporðurinn var samt fremur kaldranalegur í ekki meiri fjarlægð, en hlíðarnar til beggja hliða, fallega ávalar og hlýlegar. Þær höfðu breitt grænum vorfeldi í rauðbirkna ásýnd. Gunnar stöðvaði vélina við hlöðugatið. Þeir drógu sætin niður af vagninum, og bóndinn leysti utan af þeim bönd- in. Hlaðan var næstum full, svo nota varð gaffal til að koma heyinu inn. — Heldurðu hann verjist meðan við erum að Ijúka við þetta, spurði bóndinn áfjáður, er annað sætið var komið inn. — Það er tvennt til með það. Ef hann lægir storminn er demban vis um leið. — Farðu þá strax eftir meiru. — Viltu ekki að ég hjálpi þér við sætið? — Hefur stelpan við? — Já. — Nei, ég kem þvi frá. Hann setti vélina i lágan gir yfir blauta og grafna brúna á skurðinum, en skipti upp i fimmta niður túnið. Hún hristist nokkuð á ójöfnunum ög liann dró úr inngjöfinni. Það komu cinhverjir ríðandi utan veginn. Er þeir komu nær, sá Gunnar, að þetta voru fjáreigendur utan úr sveit, að vitja um fé sitt. Þeir færu yfir ána á móts við fremsta bæinn, gengti á röðina og tækju féð með sér úteftir. Þeir töluðu hátt í veðurgarranum og veifuðu honum er þeir riðu hjá. Hestarnir voru sumarstaðnir, þungir i spori og vildu ekki ganga settir. Hann sá að mennirnir urðu að beita svipum síniim til að halda þeim niðri á töltinu. Hann vissi að þeir höfðu haft þá inni um nóttina og lagt á þá um morguninn til að gera þá léttfærari fyrir réttina, þar sem þeir sætu á þeim góðglaðir á eyrinni og lántiðu ])á kannske aðvifandi kvenfólki, er kyssti þá fyrir reið- ina. Þau voru ekki lengi að koma sætunum upp á vagninn. Léttastelpan kom á dráttarbeizlið heim. Hún fór af fyrir ofan bæinn, en hann hélt áfram suðiir að hlöðunni. Hús- bóndinn var snúinn yfir töfinni sem færi í kaffið. Hann sagðist ekki fara heim, heldur fór að mjaka sætunum af vagninum. Það var sléttlygnt, cn ekki farið að rigna, þegar þau komu út frá kaffinu. Gunnar sá, að vinur hans undir Tung- unni var að koma að með féð. Það sýndist fátt og mjög hvítt, þar sem það bar i langan og svartan melinn. Féð rakst ekki vel, undan Iionum einum, og fjáreigendurnir utan úr sveifinni vpru komnir nokkuð upp í Tunguna á 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.