Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 10
Tilsýndar áþekk bráðnu súkkulaði streymir Níl út í Miðjarðarhafið, þar sem hún upplitast í blá- um bylgjum þess. Ef voldugum flaumi hennar er fylgt á milli pálmavaxinna óshólmanna, fram- hjá Kaíró hinni háværu og þöglum pýramídum, hofunum í Lúxor og eynni Elefantínu, kemur maður um siðir að klettamusterunum, sem kennd eru við Abú Simbel. Hér, rétt við suðurlandamæri Egyptalands, var hinn voldugi faraó Ramses staddur í heimsókn einhvern tíma fyrir 3.300 árum. Fílar frá hinum villtu héruðum i suðri þeyttu Þá rana sina eins og lúðra honum til heiðurs, og gíraffar beygðu smágerð höfuðin að hnjám hans. Og faraó þókn- aðist að láta höggva hér inn í klettinn tvö musteri, annað lítið handa Nefertari drottningu sinni og hitt hæfilega mikilfenglegt fyrir sjálfan sig. Forn-Egyptar kusu fremur að sjá sama hlutinn oft heldur en einu sinni, og Ramses var engin undantekning, Hann lét Því gera ekki aðeins eina eða tvær, heldur fjórar tröllauknar myndastyttur af sjálfum sér, nauðalikar hver annarri, höggn- ar i röð i sandsteinsklöppina. Síðan lét hann hola klettinn innan og gera þar musteri, skreytt mörg- um fleiri styttum af sjálfum honum og lágmyndum af orrustum hans. Þar veður Ramses um veggina, hár og mjósleginn eins og hvirfilbylur, og slátrar óvinum sínum, fyrirhafnarlítið. Hvað eftir annað koma þeir i ljós með olnbogana fjðtraða saman og falla fram og tilbiðja sigurvegarann. Þeir lyfta höfðum i algleymingi þjáningarinnar er hann þýtur fram sem hvirfilbylur. Ramses og aftur Ramses, bergmálar steinninn. Er þess nokkur von, að við getum rakið slóð Ramsesar á þessum kletti aldanna inn i bjart sólskin hans eigin týndu veraldar? Vegprestarnir eru fáir. Egyptar byggðu hof sin og grafhýsi úr þéttum steini I þeim tilgangi að þau verðust timans tönn. Það ráð var vel yfirvegað og heppnað- ist furðulega vel. Allar byggingar aðrar reistu þeir úr tigulst.eini, enda eru þær horfnar veg allr- ar veraldar. Einu leiðarljós okkar til hins daglega lífs þeirra eru því nokkur rifrildi úr egypzkum bókmenntum, auk húsgagna og listmuna, er skilin hafa verið eftir í gröfum, og mynda og áletr- ana á veggjum grafhýsa og mustera. Við festum hugann við sködduð skurðgoð þeirra — sofnum og iátum okkur dreyma um gðngu- brautir, mjúklega bugðaðar, i forsælu myrrut.rjáa, er flutt hafa verið inn frá Punt. Meðfram þeim eru ljón með mannshöfuð, sem bera kantaðar hárkollur. Moldin er svört, grasið gult og himinn- inn kvarzlitur. Viö erum að nálgast musterið I Karnak. Handan við pálmana sjáum við þegar fagurrauðar toppveifurnar og ljómandi odda hinna háu og mjóu óbeliska, lagða gulli. Á hliðarstólpunum er hið sama að sjá báðu megin, likt og á klettamyndunum: faraó önnum kafinn við að drepa óvini sina, rétt eins og venjulega. Ef þér tekst að smjúga eitt andartak og gægjast' milli bungandi súlnanna, sérðu ef til vill kvenpresta æfa dans. Barmur þeirra er hvitur, en augun dökk; allar eru þær fíngerðar auðmannadætur. Þær þyrlast mjúklega í hringi og ilmurinn af gagnsæjum náttklæðum þeirra fyllir loftið. 1 tjörninni við gosbrunninn þarna synda fiskar víðsvegar aö úr veröldinni. Stlgurinn liggur I gegnum leikvang hallarinnar; þar er aðgang- ur bannaður, er ég hræddur um. Þarna fyrir handan eru skemmtisnekkjur fína fólksins. Handan þessara veggja, sem gerðir eru úr þurrkaðri leðju, eru stór höfðingjasetur; við heyrum jafnvel til söngfuglanna i bakgörðunum. Munið eftir betlurunum. Nú erum við stödd í fátæklegra hverfi. Hér sofa menn sex saman I herbergi, en eru þó listamenn en ekki beinlínis vrælar. Gætum að feitu, sveittu skrifurunum I burðarstólunum sinum. Þrælarnir. sem halda á þeim á öxlum sér, svngja um það hversu þeim sé hjartfólgið að rogast með slíka húsbændur Nú erum við í nám- unda við markaðssvæðið. Þar er margt að sjá: torg úr bronsi barmafull af mórberjafíkjum og döðlum. lambskrokka steikta á teini. steiktar endur og glitrandi Nílarfisk. Ertu með koparhringi eða annað til að láta í skiftum fyrir varning? Leiðinlegt ef svo er ekki, bvf hér eru á boðstðln- um strútsfiaðrlr, panþersfeldir og fílabein frá Núbiu, ílát úr sedrusviði frá Líbanon, kórallar af botni Rauðahafs, reykelsi frá Arabiu, krukkur frá Krít. myndastyttur frá tfmum fornrfkisins, þiófstolnar úr pýramfdum fvrir mismunandi mörgum öldum, leikföng, gylltar hörpur, sýrlenzkt vfn. babýlónskir hestar, tvihjóla lystivagnar (mjðg dýrir) augnalitur og jafnvel papýrusrúlla f dag- bókina Þina. Hér eru sölubúðir, sem verzla með kandíssvkur, yfirfullar af börnum og flugum. Nú förum við framhjá hóruhúsum, ölstofum og vörugevmslum — við erum komin f nálægð við ána. Hmttu vel að þvf sem þú heldur á; bakkarnir eru alræmdir. Okkur er sagt að granit-óbeliskinn, sem liggur um borð f fljótabátnum þarna niður frá, hafi verið fluttur hingað alla leið frá Eiefan- tfnu. Hann er talinn vega yfir 300 tonn, enda skil ég ekki hvernig verður hægt að koma honum unp á bakkann. Bakari með hvfta handleggi horfir á börn. sem leika sér að bolta. EY þú bftur f brauð hans, hejmir þú asna rymja ámátlega. Fljótur til hliðar, léttivagnar! Hinn margvfslegi straumur löngu liðinna alda hverfur okkur f þoku. Skröltið f léttivögnunum hverfur smámsaman. Eftir eru sagan og staðreyndirnar. Hvað vitum við þá með vissu um heim Ramsesar? ÁSÝND RAMSESAR. m Fyrir JJOO drum Ramses var skrumarinn meðal faraóa, reisti sér styttur og obeliska í það óendan- Sega, ferðaðist í gullvagni, með tamið Ijón sér við hlið og þefaði af lótusblómi. Eins og flestir aðrir faraóar var Ramses dökkur á hár og hörundsbjartur, miðmjór og herðabreið- ur, með boglð nef og möndlulöguð augu. Hversdagsbúnaður hans vtar aðeilns lendadúkur úr gagnsæju, felldu lini, nokkur pund af úrvalsgimsteinum. ilskór og hárkollar. I stað þess að reykja bar hann jafnan lótusblóm að ^efa af, enda virðulegra. En við hátiðleg tækifæri lagði hann blómið frá sér og þreif f staðinn krókstaf og þreskivöl, tákn guðslns Ósfrisar. Þá bar Ramses einnig viðamikinn höfuðbúnað, hina tvöföldu kórónu Efra- og Neðra-Egyptalands. Hún var i lðgun nokkurnveginn eins og feiknastór blómknappur. Gimsteinum sett kóbruiikan hófst upp frá enni konungs og skúfur af mannshári hékk niður úr kverkólinni. Smurlingur Ramsesar og minnis- merki hans hjálpast stöðugt að þvl að bregða fyrir sjónir okkar æ sérkennllegri myndum. Við vlt- um, að hann var hár vexti og fagurlimaður. Augu hans voru mjög stór og nefið langt og valdmanns- legt Hugsið ykkur bara einskonar sambland af Audrey Hepburn og de Gaulle hershöfðingja. Hvað skapferll snertir var Ramses sérgóður og hörkutól hið mesta. Hann var naumast kominn af 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.