Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 38
Clark Gable. Framhald af Ws. 17. þeir fáir, sem kynntust honum eins og hann var. En þaö er um þann mann, sem þessi frásögn min snýst, sagan af manninum, Clark Gable. Hjónaband okkar Clarks stóð i fimm ár og fjóra mánuði. Þótt sam- búð okkar yrði ekki lengri, varð þetta timabii svo fagurt og sæluríkt, að mér fannst löngum að því yrði ekki með orðum lýst. En svo skildi ég að það var ofur auðvult og einfalt; að lýsa mátti Því til hlítar með einu orði ■— ást. Þegar mér verður litið til baka yfir þetta timabil, vaknar með mér sú spurning, hvort mörg Þau hjón muni fyrirfinnast, sem notið hafa eins mik- illar hamingju i tuttugu og fimm, eða jafnvel fimmtíu ára sambúð, og varð hlutskipti okkar Clarks á þess- um fimm árum og fjórum mánuðum. Þau hjón eru þá sannarlega öfunds- verð. Hvað er það, sem gerir hjónaband- ið hamingjuríkt? Hvað okkur snerti, þá held ég það hafi verið látlaust og fábrotið lif. Clark var þannig gerður, að hann greindi alltaf kjarnann frá hisminu. öll yfirborðsgylling var honum and- styggð. Hann þoldi ekki nein láta- læti. Hann var nógu mikiii maður til þess, að koma til dyranna eins og hann var klæddur. Hann unni mér hugástum eins og ég honum. Þegar okkur var báðum orðið það ljóst, litum við á það sem staðreynd, og ekki meira með það. Við vorum ekki með nein heimsku- læti, eins og Það til dæmis að reyna að vekja afbrýðisemi hvort hjá öðru. Við lögðum alla áherzlu á að gera hvort annað hamingjusamt. Eitt ráðið til þess var i því fólgið, að við hlustuðum hvort á annað. Pabbi hlustaði á mig og ég hlustaði á hann. Við nutum þess að ræðast við. Sambandið milli okkar var beint og krókalaust. Ekki veit ég hvað hjónabandssérfræðingar segja um þetta, en ég held að það sé alltof titt, að hjón beini orðum sínum hvort tií annars. Hjúskparahamingja okkar varð bæði vinum okkar og heimilisfólki undrunar- og fagnaðarefni í senn. Ég minnist í því sambandi orða, sem ég heyrði Louise, vinnukonuna okkar, láta falla við eina af vinstúlkum sin- um nokkrum mánuðum eftir að við Clark gegngum í hjónabandið. Louise þessi kom á heimilið með mér. Hún hafði verið í vist hjá mér í rúm tíu ár áður en ég giftist Clark, og ég get bætt því við að henni þótti ég vera heppin í valinu, þegar hún kynntist — Ósköp er að sjá klærnar á þér. — Æjá, ég reyndi að krafsa á riml’- unum. 88 VIKAN hinum nýja húsbónda sinum. Hún varð öll að einu brosi þegar Clark kallaði hana Lovísu I stað Louise og dáði hann brátt, ekki siður en þau hjú, sem verið höfðu iangvistum á heimilinu. Og okkur þótti líka báð- um mjög vænt um hana. En snúum okkur aftur að sögunni. Það var dag nokkurn að ég heyrði á tal hennar og einnar af vinstúlkum hennar. „Þú getur ekki gert þér í hugarlund hve hamingjusöm þau eru,“ sagði Louise. „Ég get sagt Þér það til dæmis, að þarna sitja þau úti á veröndinni á hverju kvöldi, masa sam- an og hlæja. Bara tvö ein, kvöid eftir kvöld. Og þegar ég heyri til þeirra, spyr ég sjálfa mig — langar þau aldrei til þess að fara út og skemmta sér?“ Það kom sjaldan fyrir. Við sóttum nokkrar frumsýningar i Hollywood, kokkteilboð og miðdegisverðarboð ná- inna kunningja, en anars neituðum við allri þátttöku í samkvæmislífinu. Ég er þess fullviss, að margir litu á okkur sem hræðilega sjálfbyrginga, snobba eða jafnvel bara sérvitringa. Ég held að við höfum ekki getað talizt neitt af þessu. Við sátum ekki þarna úti á verönd- inni kvöld eftir kvöld og ræddum um okkur sjálf. Clark las mikið. Við vorum mikið samvistum við börnin, Anthony, sem gekk undir gælunafninu Bunker, og Jóhönnu, en þessi yndis- legu börn voru ávöxtur af öðru hjónabandi mínu, sem ég fæ forsjón- inni aldrei fullþakkaðan. Þegar ég giftist Clark var Bunker fimm ára og Jóhanna fjögurra. Clark hafði áhuga á mörgu. Hann hafði verið í mörgum löndum. Hann var góður veiðimaður, bæði skytta og fiskimaður og, þótt ótrúlegt kunni að virðast, mjög fær garðyrkjumað- ur. Blómabeðin, runnarnir og aldin- trjáalundarnir sem þekja tuttugu og tvær ekrur umhverfis Encinobýlið, voru hans sérstaka ríki. Flest trén hafði hann gróðursett eigin hendi og sjálfur vann hann mikið til það, sem með þurfti á býlinu. Þessi erfiðisvinna úti við var hon- um ekki einungis orku- og hreysti- gjafi, heldur hafði hann mikla ánægju af henni. Aldrei gleymi ég hve hrifinn hann varð af rauðu dráttarvélinni sem ég gaf honum í jólagjöf fyrsta hjúskaparár okkar. Eða hve hreyk- inn hann varð af mér, þegar hann sá að ég kunni ekki síður stjórn á henni en hann sjálfur. Því ekki það? Ég vandist því að aka dráttarvélum heima á búi móður minnar í Pennsyl- vaníu, þar sem ég var borin og barn- fædd. Og nú langar mig til að spyrja, hvort maður, sem vinnur fullt dags- verk við ræktunarstörf og lagfær- ingar á girðingum, leikur sér síðan góða stund við tvö fjörmikil stjúp- börn sín og nýtur loks góðs kvöld- verðar í ró og næði með eiginkonu sinni, sé sérlega þurfandi fyrir sam- kvæmislíf? Clark taldi svo ekki vera. En þótt okkur þætt.i mjög vænt um heimili okkar og héldum okkur þar löngum, fór því fjarri að við eina.igr- uðum okkur frá umheiminum. Við fórum í ferðalög, fórum oft á dýra- veiðar og fiskiveiðar og lögðum mikla stund á golfleik. Clark kunni vel þá íþrótt. Þegar við dvöldumst að bústað okkar á söndunum, lék hann 36 holur dagiega, og lét sig hitann þar ekki neinu skipta. Hann var höggharður mjög, gat slegið kúluna allt að því 250 metra, ef hann vildi það við hafa. Ég hafði mikið gaman af að fylgj- ast með leik hans. Eitt var sérkennandi í fari hans. Hann lagði sig fram við að gera alla hluti, sem hann tók sér fyrir hendur, eins vel og hann frekast gat. Ekki svo áð skilja, að hann væri haldinn fullkomnunaráráttu. En það var sannfæring hans, að ef maður hefði einhvern starfa með höndum, bæri að vinna að honum á réttan hátt og heilshugar. Þannig var það, þegar hann lék í kvikmyndunum. Hami kastaði aldrei höndunum til eins einasta atriðis, öll þessi mörgu ár, sem hann naut flestum öðrum meiri frægðar og viðurkenningar. Sama máli gegndi þegar hann lék golf. Ég minnist þess er hann kom heim með bók Tommy Armours um golf- leiktækni. Lengi vel las hann i henni öllum stundum. Gerði aðeins að brosa, þegar ég sagði, að hann hlyti hvað úr hverju að kunna hana utanað. Þegar hann svo lagði bókina frá sér, æfði hann höggin aiit kvöldið inni í setustofunni. Ég sagði að Clark hefði ekki verið haldinn fullkomnunaráráttu. Ég á þar við, að enda þótt hann væri sjálf- ur aidrei fyllilega ánægður með leik sinn í nokkurri mynd og stefndi stöð- ugt að því að gera betur næst, setti hann ekki allt á annan endann þess vegna. Hann var maður, sem alltaf hafði fullkomið vald á tilfinningum sínum og frámkomu. En viðhorf bans var alltaf þetta •— ég gerði eins vel og ég gat, en reyni þó að gera betur næst. Og þótt hann reyndist þess ekki umkominn að sigra Ben Hogan í golf- keppninni, var hann þvi jafn stilltur og rólegur og góður í skapi eftir leik- inn og áður. Margar okkar beztu ánægjustundir áttum við einmitt úti á golfvellinum. Oft hlógum víð þar dátt. Þótt hánn legði sig allan fram i leiknum við félaga sína, var hon- um golfleikurinn við mig „leikur" einn. Eins og til dæmis þegar hann var að búa sig undir vandasamt högg, sem ég gerði að engu fyrir honum. Hann var glæsilegur að sjá, þar sem hann stóð þarna í sólskininu, brúnn á hörund og tággrannur, og iþrótta- búningur fór honum allra manna bezt. Hann einbeitti sér svo ákaflega að undirbúningi höggsins, að ég fékk ekki staðizt mátið. 1 því höggið skyldi ríða af, varð mér að orði: „Nú gefst ykkur á að líta ástmög bandarísku þjóðarinnar". Og það varð lítið úr því högginu, þótt hátt og vandlega væri reitt. Ég gat þess, að við mundum hafa átt hjónabandshamingju okkar að miklu leyti þvi að þakka, hve við lifð- um fábrotnu og látlausu lífi. Ég á þar ekki við, að við höfum horft í skildinginn. Sumum kann að Þykja mótsagnarkennt. Okkur Clark fannst það hinsvegar ekki. Það er hægt að lifa góðu lífi, þótt það sé látlaust og fábrotið. Okkur tókst það að minnsta kosti. Það er einungis heimska að halda því fram, að það sé ekki þægilegra að hafa næg peningaráð. Um leið væri heimska að halda því fram að peningarnir tryggðu hamingju í hjónabandinu. Við Clark gátum veitt okkur flest það, sem keypt verður fyrir fé. Og við létum okkur ekki skorta neitt: Hann var vinnuþjarkur alla ævi. Ég leit aldrei á Clark Gable sem hina miklu og dáðu hetju kvikmynd- anna, ekki einu sinni fyrst í stað. Ég dæmdi hann eingöngu eftir verð- leikum og sem mann. Leizt mér vel á hann? Var hann af þeirri manngerð, sem ég kunni að meta? Þetta var mín mælistika. Þetta var það, sem máli skipti. Ég get játað það hrein- skilnislega, að ég hef aldrel haft hneigð eða hæfileika til að meta menn eftir frægð. Og þegar ég kynntist Clark fyrst, geri ég ráð fyrir að það hafi einmitt verið þetta í fari mínu, sem hreif hann mest, Því að enginn var ónæmari fyrir frægð Clark Gable en sjálfur hann. Framhald i næ ta olaðL Á pínubekknum. Framhald af bls. 20. Úlfar Helgason tók málaleitan minni í 3Ö mikilli ljúfmennsku og bauð mér að gjöra svo vel. Ég mætti athafna mig eftir hentugleikum. Úlfar býr i Kópavogi og hefur þar sína síofu. Hann skoðar og gerir við tennur i öllum börnum þar á skóla- skyldualdri, en þau munu nú vera nálægt þúsund. Á hverjum morgni á miili 9 og 12 má sjá þar fjöldann af litlum strákum og stelpum, sem bíða eftir þvi að komast að. Sum eru ósköp lítil og vesældar- leg að sjá, með hræðsluglampa í augum þar sem þau sitja á biðstof- unni og halda í höndina á mömmu, sem hefur farið með þeim í fyrsta sinn. Önnur eru orðin vanari, og láta sem ekkert sé, og sumir strák- arnir eru svellkaldir og fussa bara og sveia, þegar maður spyr þá hvort þeir kviði fyrir. „Uss, þetta er ekkert, maður,“ segja þeir og horfa á mann með fyrirlitningu. — Er ekki dálítið erfitt að eiga við krakkana? spurði ég Úlfar. „Nei, það er nú síður en svo,“ sagði hann af mikilli sannfæringu. „Þau eru yfirleitt alveg prýðileg. Ef maður fer rétt að þeim, þá gengur þetla allt saman leikandi létt. Það er bara aðalatriðið að gera þau aldrei hrædd. Enda hefur það geng- ið vel, og þau koma hiklaust til mín aftur.“ — Hvernig ferðu nú að, ef barn kemur til þín í fyrsta sinn, og er hrætt og erfitt viðureignar? „Þá er um að gera að róa þau, sýna þeim tækin og til hvers þau eru, tala við þau í rólegheitum, en þó með dálítilli festu. Ef þau eru mjög hrædd, er bezt að sleppa þeim alveg í bili. Venjulega fer það svo að hinir krakkarnir hafa áhrif á þau í skólanum, segja þeim hvað þetta sé auðvelt og sársaukalaust, grobba kannski dálítið af sjálfum sér, og oftast koma þau svo sjálfkrafa. Það er langbezt vegna framtíðarinnar. Eftir það verða þau ekkert hrædd við tannlækni.“ — En er þetta ekki alveg ægilega sárt ... ? „Nei, það er varla hægt að segja að maður finni til með þessum tækj- um. Ég er með nýjustu tæki, sem fáanleg eru núna. Þessi bor, sem ég er með núna, t. d. suýst rúmlega 300 þúsund snúninga á minútu ...“ — Þrjú hundruð þúsund snúninga á mínútu? „Já, og svo er hann vatnskældur. Hinn borinn snýst um 20 þús. snún- inga og er lika vatnskældur.“ — Og hvað hefur þetta hvoru- tveggja að þýða i sambandi við sárs- aukann, snúningshraðinn og vatns- kælingin?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.