Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 14
athuga vel miSju efnisins og að þráðrétl liggi í öllum jöðrum, nema til annars sé ætlazt. Merkið greini- lega fyrir, áður en byrjað er að stimpla. Gott er að liafa samanbrolið teppi Framhald á tils ia. Skioohúfd Skinnhúfur eru mikið í tizku nú. Ef heppnin er með og til er gam- all skinnkragi, er tilvalið að sauma sér húfu. Hér sjáið þið eina þar sem skinn- renningur er lagður neðan á fílt- koll. Fer það mjög vel saman eins og sést á myndinni. Toupreot Áhöldin, sem til þarf, eru tau- prentslitir, sem þola suðu, í túbum eða glösum; þynnir, sem oftast fylg- ir litnum og þarf helzt að vera með sama verksmiðjumerki og liturinn. Þunnur karton eða glerplata, pensili, ilát undir litinn og valthjól. Efni: Þétt strigaefni eða gróft léreft. Byrjið á að veija litinn, sem þið viljið hafa, þynnið hann og jafnið þar til hann er alveg kekkjalaus. Látið dálítið af litnum á glerplöt- una eða pappann, rúllið valthjólinu yfir og síðan á stimpilinn, sem í þessu tilfelli er tvinnakefli. Þegar stimpla á dúk — púða — eða svuntuefni, þarf að athuga hvernig og hvaða mynztur fer bezt, Réttír úr •úrmjólk 09 fleiro Súrmjólk er holl og góð bæði til drykkjar, í súpur, grauta, ábætisrétti og bakstur. Köld, súrmjólkursúpa no. 1. 1 1 súrmjólk, 50 gr sykur (púðursykur), 1 egg, safi og hýði af hálfri sitrónu eða ein tesk.' vanilja, 1—2 epli, þeyttur rjómi. Eggið er þeytt með sykrinum, þar í er blandað sítrónusafa, hýði, þeyttri súrmjólk og brytjuðum eplum. Rjóminn er þeyttur og Ijlandað saman við eða settur ofan á i skálina. Borin fram vel köld og nýtilbúin. Köld súrmjólkursúpa no. 2. 1 1 súrmjólk, 50 gr sykur, vanilja, rifið rúgbrauð, tvibökur eða kornflakes. Súrmjólkin er þeytt með sykrinum. Vaniljudröpum cða sykri blandað saman við. Með súrmjólkinni er oft borið, rifið rúgbrauð, tvíbökur eða kornflakes. Einnig er ágætt að hafa rúsínur í kalda súrmjólkursúpu. • Heit súrmjólkursúpa. 1 1 súrmjóik, 3 dl mjólk, 50 gr hveiti eða hrísmjöl, 70 gr sykur, 50 gr rúsinur, héill kanih eða vaniljudropar. Rúsínurnar eru lagðar í bleyti í volgt vatn. Hveitið eða lirísmjölið er hrært út i með nýju mjólkinni í pottinum, þar saman við er súru mjólkinni bætt og þeytt vel í þar til suðan kemur upp. Rúsinurnar eru soðnar með 5—10 mín. ásamt kanelnum sé hann liafður, annars er vanitjan látin í að suðu lokinni. Yið betri tækifæri eru sveskjur hafðar í staðinn fyrir rúsínur og þá er einnig gott að bera þeyttan rjóma með. — Ath. þegar sveskjur eru hafðar i súpuna eru þær soðnar sér í sykurvatni og bornar með í skál. Súrm j ólkurbúðingur. 3 dl súrmjólk, 60 gr sykur, 1 tesk. vanilja eða safi og börkur af hálfri sítrónu, 5 bl. matarlím, 2 dl rjómi. Súrmjólkin er þeytt með sykrinum, vaniljunni bætt í. Matarlimið lagt i bleyti, brætt yfir gufu og kælt með 1 msk. af vatni og síðan hrært saman við súrmjólkina. Þegar hún fer að hykkna er þeyttum rjómanum blandað saman við. Hringmót er skolað með köldu vatni og sykri stráð í það. Búðningnum hellt þar í og látinn stífna. Þá er honum hvolft á fat og borinn fram með saftsósu, karamellusósu eða þeyttum rjóma og ávöxtum t. d. appelsínusneiðum. Kjötfars-pönnukökur. 2 egg, 2 dl hveiti, 2 dl mjólk, Vi tsk. salt, Vi tsk. pipar, 14 tsk. hvitlaukssalt, 1 lítill laukur, 2 msk. tómatketchup, salt, pipar, steinselja, rifinn ostur og kjötfars. Þeytið eggin, setjið í bveiti, mjólk og krydd. Smyrjið eldfast form, hellið deiginu í og bakið í 25 mín. við meðalhita. Hakkið laukinn og blandið honum í farsið ásamt tómatketchupi, salti, pipar og steinselju. Setjið þetta deig siðan yfir pönnukökuna í forminu, stráið rifnum osti yfir og bakið í 25 mín. Framreiðið tómatketchup eða grænmetissalat með. Kartöflur eru ekki bornar með. Framhald á bls. 39. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.