Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 7
G SVO loks einn laugardags eftirmiðdag, seint í júlí, ók Garðar, Kiddu og krökk- unum niður að áætlunarbílnum. Þau náðu reyndar á síðasta augnabliki, þvi Kidda ætlaði aldrei að verða tilbúin; ýmist þurfti hún að ganga frá einhverju í íbúðinni, eða hún eyddi löngum tima i að leita að einhverjum hlut sem hún taldi að bráðnauðsynlegt væri að taka með. Og alla leiðina niður í bæ, lét hún svo dæluna ganga. Kidda var ekkert afskaplega málgefin svona hversdagslega, en hún hafði bara aldrei farið að heiman áður, nema Garð- ar væri með. Hún var því dauðhrædd um að hann færi sér að voða, á einn eða annan hátt. — Þú ert svo utan við þig og hugsunarlaus, sagði hún, gleymir öllu, ef ég er ekki til að minna þig á það sem þú átt að gera. Hún óttaðist lika að heimili þeirra myndi springa í loft upp, af einhverri dularfullri ástæðu, eða þá brenna til ösku, af þvi auðvitað myndi Garðar gleyma að slökkva á eldavélinni, svo maður tali nú ekki um blómin í gluggunum, þau voru fyrirfram dauða- dæmd. Að lokum var það orðið svo margt og mikiö sem Garðar átti að gera og muna, þessa daga sem Kidda ætlaði að vera að heiman, að hann fór að efast um að hann hefði gert rétt í því að leggja á sig allt það erfiði sem því var samfara að koma þessu í kring. Kidda harðneitaði nefni- lega í fyrstu að fara til mömmu sinnar nema hann kæmi líka, eins og hann var vanur, þess vegna varð Garðar að beita allri sinni málslnilld, til að sannfæra hana um hvað þetta væri i rauninni snjöll hugmynd; að hún færi, en hann væri heima. En svo þegar hún að lokum lét tilleiðast, var alltaf eitthvað sem tafði hana. Bjössi fékk kvef, Ásta hálsbólgu og Lilli tók upp á því að láta skina i eitthvað hvitt í efri góm. Það var ekki um að villast. Tennur! Og Lilli sem var bara fimm mánaða, hann var nú reyndar einstaklega efnilegt barn, lifandi eftir- mynd föður síns, sögðu allir! Kidda sagði, það væri liklega bezt, þau gerðu hreint áður en hún færi, síðan kom þvotturinn, þar næst rabarbarinn. Garðar var vanur að aðstoða konu sína við öll þessi störf, að svo miklu leyti sem vinna hans á skrifstofunni leyfði, og i þetta sinn lét hann heldur ekki sitt eftir liggja, kannske var hann eilítið duglegri og áhugasamari en áður að Ijúka þessu af sem fyrst, en þó ekki meir en svo, að Kiddu fyndist það neitt athugavert. Og þar sem hún nú sat við hlið hans í bílnum, gefandi holl og góð ráð, grun- aði hana sízt af öllu, að hann hiustaði alls ekki á það sem hún var að segja, rieldur hugsaði bara um það eitt, að vonandi kæmu þau nógu snemma til að ná í bílinn. Hann var þó kurteisin sjálf og sagði með hæfilegu millibili: — Já, já elskan, ég skal gera það, og — já, já elskan, ég skal muna það. Kidda og krakkarnir fengu ágæt sæti við einn gluggann og Kidda sagði það færi mjög vel um þau öll, hann skyldi engar áhyggjur hafa af þeim, — pass- aðu nú bara sjálfan þig, og gleymdu ekki því sem ég sagði um lykilinn, hann---------------- — Já, já, vertu alveg róleg, mér er óhætt, sagði hann. E’n, við spyrjum: Var honum óhætt? Var ekki einmitt ærin ástæða til að ótt- ast um mann, sem á laugardegi sendir konu sína og börn upp í sveit? Hefur hann ekki eitthvað sérstakt í huga? Jú, maður freistast sannarlega til að halda, að Garðar Sæmundsson, fulltrúi, hafi eitthvað sérstakt í huga. Undir eins og áætlunarbillinn er kom- inn i hvarf, ekur hann i loftinu heim til sín, og þegar þangað kemur, nær hann strax í rakáhöldin sín og byrjar að raka sig, hann lætur líka renna í baðið. En hann gerir meira, hann tekur teppið af rúminu og fallegustu náttfötin sin lætur hann ofan á sængina. öðru hvoru litur hann á klukkuna, með svip sem gefur greinilega til kynna, að hann má engan tíma missa. Hann er að hneppa frá sér skyrtunnl, þegar honum dettur nokkuð í hug; mat- urinn og bjórinn, sem hann faldi í kjall- aranum. Á leiðinni niður man hann eftir einu sem Kidda sagði: — og mundu nú það sem ég sagði um lykilinn, hann er, ja, hvað sagði hún, hjá Zimsen, það má sækja hann á mánudaginn. Já, auðvitað skyldi hann sækja lykil- inn, það náði ekki nokkurri átt, að hafa geymsluna svona opna, það var ófyrir- gefanlegur trassaskapur. Að hugsa sér, ef einhver væri nú kannski búinn að stela kassanum, — hræðilegt, og ekki hægt að komast i búð. Hann hraðar sér niður, og — hamingjunni sé lof, þarna er kassinn. Glaður fer hann með hann upp og inn í eldhús, tekur umbúðirnar utan af bögglunum. Soðin svið, lifrapylsa, blóðmör, kjöt, ávextir, egg og nokkrar bjórflöskur, þrjár flöskur maltöl, fimm af kóka kóla. Hann kemur þessu öllu vel og haganlega fyrir í ísskápnum. Enn litur hann á klukkuna, svo afklæðir hann sig og leggst I baðið. Og nú kæru lesendur, alltsvo, háttvirtu frúr mínar og frökenar, — ég veit að þið hafið áreiðanlega kveðið upp ykkar dóm: — Allir eru þeir eins þessir karl- menn, narra konuna til að fara með börnin úr bænum, til Þess eins, að geta I friði skemmt sér með annari, þvilik ósvífni! Tekur meira að segja teppið af rúminu! Svona menn ætti vissulega að hýða á Lækjartorgi! En ég segi: Frúr minar og frökenar, ykkur skjátlast hrapalega, Garðar Sæ- mundsson, fulltrúi, hefur ekkert ljótt eða ósæmilegt í huga, hann ætlar aðeins að uppfylla eina ósk sem hann hefur átt« I mörg ár, næstum jafn mörg ár og hann er búinn að vera kvæntur. Hann ætlar að leika piparsvein, eða með öðrum orðum: Vera frjáls og gera bara Það sem hann sjálfur vill. Fara snemma að hátta, sofa út á sunnudagsmorguninn, klæða sig seint eða alls ekki, sofa eða lesa, eða bara gera ekki neitt. , v NGINN myndi segja klukkan átta i kvöld: — Heyrðu elskan, hvað segirðu um að skreppa í bíó, ég er viss um að Lára kemur og situr hjá krökkunum, sa eða í fyrramálið, þegar maður liggur svo þægilega og hugsar um hvað það sé notalegt að þurfa ekki á skrifstofuna: — Heyrðu elskan, ætlarðu ekki að fara að klæða þig? Mig langar svo að biðja þig að skreppa eftir mjólkinni, heldurðu að þú takir ekki krakkana með, það er svo gott fyrir þau að fara út áður ,en þau borða, þá verða þau svo lystug. ' Þið þurfið ekkert að flýta ykkur, verið þið bara eins lengi og þið viljið, þá get ég tekið til og haft matinn á borðinu klukkan tólf. Og klukkan tólf: — Heyrðu elskan, viltu hjálpa mér að skræla kart- öflurnar, ég er orðin svo sein. Badda hringdi og talaði þennan eilifðar tíma, —• viltu svo opna baunadósina? Eftir matinn, þegar maður er rétt byrjaður á sunnudagsblöðunum: —- Heyrðu elskan, veðrið er svo gott. Hvað segirðu um að skreppa austur á Þingvöll eða í Hvera- gerði? Við getum haft nesti með okkur, þá er kostnaðurinn enginn. Það var ein- mitt það, — benzínið kostaði ekkert, eða ísinn og súkkulaðipakkarnir sem keyptir voru á leiðinni, og kannske blóm i Hveragerði, sei, sei, já, kostnaðurinn var svo sem enginn. Og svo loks, eftir kvöldmatinn á su'nnudögum, var alls ekki útilokað að Kidda segði: — Heyrðu elskan, Badda og Jonni ætla kannske að líta inn í kvöld, eru nokkrar sígarettur til? Ekki það, viltu þá skreppa út á „sjoppu“, eða viltu kannske koma krökk- unum í rúmið, á meðan ég fer? AR SEM Garðar er einmitt mesti fyrir- myndar eiginmaður, og vill allt gera fyrir konu sina og börn, segir hann oftast: Já elskan, við öllu sem Kidda stingur upp á, og hann segir þetta glað- lega, eins og honum hafi einmitt dottið það sama i hug, hún aðeins orðið fyrri til. Garðar er sem sé enginn durtur eða ólundarseggur, sem þykist vera að fórna sér fyrir fjölskylduna. Alls ekki. En hann hefur heldur ekki snefil af sam- vizkubiti þegar hann er lagztur upp í rúmið þetta kvöld. Honum líður dásam- lega, hann bókstaflega malar af ánægju og vellíðan. Pipan og tóbakið á nátt- borðinu, ásamt nokkrum girnilegum brauðsneiðum, sem Kidda hafði verið svo hugulsöm að skilja eftir handa hon- um og full kanna af kaffi. Þrjár ólesn- ar bækur, og nokkur tímarit, sem aldrei hefur unnizt tími til að fara vel i gegn- um, og síminn steindauður; því auðvitað lézt hann gleyma að borga af honum i morgun. Vonandi kæmi ekkert fyrir Kiddu og börnin, og ekki hægt að láta hann vita. Skyldi annars bílinn sem þau fóru í hafa verið í góðu lagi? Eða þá bílstjórinn, var hann ekki eitthvað skrítinn? Skyldi nú Kidda passa að þau Ásta og Bjössi sætu ekki of nálægt gluggunum eða Lilli, hefði hún ekki átt að klæða hann í þykku peysuna, börn voru svo viðkvæm á þess- um aldri. Kannske ætti hann að hlusta á fréttirnar? Nei, óttaleg vitleysa var Þetta. Hann hagræðir sér í rúminu, tek- ur bók og byrjar að lesa, hellir kaffi í bollann og nartar i • brauðsneiðarnar. Kidda var snillingur í að smyrja brauð, hún var fyrirmyndar húsmóðir, bókstaf- lega sama hvað hún gerði, já Kidda var yndisleg kona svo skemmtileg og góð, eða þá börnin, þau voru áreiðanlega til fyrirmyndar. Bjössi t.d. sem ekki var nema sex ára var orðinn fluglæs, og eng- inn vissi hvernig, eða þá Ásta, sem lærði allar vísur og lög, krakkinn bara fjög- urra ára, og svo Lilli; — pabba dreng- urinn, það var nú kali, sem einhvern- tima yrði mikill maður. Líklega voru þau nú rétt nýkomin austur. Kidda sat auðvitað inni í eldhúsi hjá mömmu sinni og spjallaði við hana yfir rjúkandi kaffi. Nú gátu þær talað saman í ró og næði og þurftu ekki að hugsa um hann. Tengdamamma blessunin, var svo góð og hugsunarsöm, ein af þessum sem elska að stjána við börniri sin og þá sérstak- lega tengdabörnin, því var það ævin- lega svo, Þegar hann var með Kiddu í heimsókn hjá henni, að hún snerist eins og snælda í kringum hann, hélt sí- fellt að hann vantaði þetta og hitt, og hirti þá minna um Kiddu, — hún gat bjargað sér sjálf, var hún vön að segja. Aumingja tengdamanna, nú gat hún þó notið þess að hafa dóttur sína hjá sér. Það var einmitt þetta sem hann sagði Framhald á bls. 32. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.