Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 16
Hvernig
skoðið
þið ykkur
í spegli?
Horfið þið aðeins á andlitið, kannski
á hliðarsvipinn, eða í hæsta lagi hárið að
aftan? Það er ótrúlegt hve ófullkomna
heildarmynd það gefur, og þurfið þið ekki
annað en líta í kringum yður til að sann-
færast um það. Gott ráð til að fá góða
yfirsýn yfir vöxtinn og það, hvernig þið
berið ykkur, er að breiða klút yfir andlit-
ið og skoða ykkur þannig, því andlitið
dregur athyglina frá vextinum og með
því fæst ekki rétt mat á h eildarútlitið.
Sumir hafa ekki nógu góða spegla við
höndina, og aðrir gera sér ekki ljóst hvern-
ig bæta má úr vaxtargöllum þó þeir sjái
þá, og tess vegna birtum við hér leiðbein-
ingar í stórum dráttum um val á fötum
við allskonar vaxtarlag.
Laogir fwtur
Pyrsta myndin sýnir stúlku
STUTTA í MITTIÐ OG MEÐ
LANGA FÆTUR. Hún á ekki að
nota þröngar blússur og jakka,
sem ná niður í mitti og ekki
flegin háísmál. Hún á að reyna
að vera bein í baki og bera höf-
uðið hátt, því það lætur efri hluta
líkamans sýnast nokkrum cm
lengri. Blússur og jakkar eiga að
ná niður fyrir mitti og kápurnar
mega gjarnan vera af % eða %
sídd.
Stlltt itiittl
LÍTIL BRJÓST OG BREIÐAR
MJAÐMIR. Þar á að nota stoppaða
brjóstahaldara. Litirnir eiga að vera
dekkri að neðan og ljósari að ofan,
t. d. í blússum og peysum. Plegin
hálsmál og stórir kragar fara vel
og skinnkragar eru sérstaklega
heppilegir.
Lítil brjóst 09 breiðor mjaðmir
16 VIKAN