Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 15
sem aldrei gat þá, á skólaárum sín- um, borgað meira en 25 eða 50 aura í einu upp i reikning sinn. Kristján Gestsson borgaði Gisla kaupið — og valdi alltaf skærasta tveggja króna peninginn handa honum af þvi að hann reyndist duglegastur drengj- anna. Það voru verðlaun hans. En brátt komst Gisli að raun um að sama var verðmætið, hvort sem gljáði á peninginn eða ekki — og fyrst hann innheimti meir en hinir og honum bæri verðlaun, þá yrðu þau að vera einhvers meira metin. Hann gat ekki fengið hærra en hinir — og skildi það ekki — og sagði upp. Um likt leyti var hann farinn að safna frímerkjum og fann það fljótt, að það væri hægt að hafa peninga upp úr þeim. Hann fór að verzla með þau. Þegar hann sendi fyrstu frímerki sín til útlanda, beið hann lengi eftir peningasendingunni fyrir þau, en hún kom ekki. Þetta var ekki há upphæð, en há samt á þeirra tíma mælikvarða. Hann tapaði þeim krónum, en græddi tugi þúsunda ef ekki meir, á tapinu, þvi að hann lærði, lét óhappið sér að kenningu verða. Siðan setti hann upp fri- merkjaverzlun og rak hana í mörg ár. Margir halda því fram enn í dag, að Gísli sé slyngasti frímerkjakaup- maður á íslandi, en á þvi hefur, sá sem þetta ritar, ekki nokkurt vit. Þegar tími var kominn, settist Gísli í Verzlunarskólann, en hann var óróagjarn og á vissan hátt upp- reisnarmaður. Hann lét þegar mikið að sér kveða meðal nemenda, gerði uppsteit, heimtaði betri kennslu, meiri kennslu, strangari stundvisi — og eru þetta ólikar kröfur og þær sem uppreisnargjarnir nemendur gera nú í skólum. Gísli komst að vísu gegnum prófin, en samnemandi hans sagði eitt sinn, að hann hefði verið látinn gjalda gagnrýni sinnar á kennurum, þvi að, ef réttur hefði mátt ráða, þá hefði hann átt að vera langhæstur á prófunum. Nokkru síðar, eða árið 1928, fór Gisli utan og settist í verzlunarskóla i Dresden i Þýzkalandi. Hann varð þá þegar ákaflega hrifinn af þýzku þjóðlífi, en framar öllu reglusemi Þjóðverja, dugnaði þeirra, skyldurækni og hlýðniafstöðu. Hann komst fljót- lega í kynni við ýmsa þýzka áhrifa- menn, menn sem aðallega ráku iðn- fyrirtæki, verzlunar- og banka- starfsemi. Og enn heldur hann þess- um samböndum og nýtur bersýni- lega trausts, eins og siðar verður minnzt á. Um þetta leyti var þýzka þjóðern- isstefnan að ryðja sér til rúms. Fremstir voru ungir menn og upp- rennandi, dugmiklir menn, kröfu- harðir og ágengir, menn, sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þetta leit sæmilega út i augum útlendings- ins og hreyfst hann af kenningun- um. Þetta varð Gisla örlagarikt. Hann kom eins og nýr maður heim og hafði nú fengið mikinn áhuga fyrir féiagsmálum. Hann tók við verzlunarmannafélaginu Merkúr og gerði það að voldugum félagsskap á stuttum tíma, en það var félagsskap- ur launþega úr verzlunarmannafé- laginu og töluverð togstreyta milli þess og gamla félagsins. En þetta nægði Gísla ekki. Hann stofnaði sendisveinadeild Merkúrs og gengu nær alilr sendisveinar bæjarins i það félag. Gísli var með drengjun- um öllum stundum, efndi til skemmtifunda með þeim, fór með þá f ferðalög, meðal annars austur að Geysi og Gullfossi, en þá voru þeir 80 saman og var mikið líf í félaginu. En verkalýðshreyfingin gaf þessari starfsemi hins unga og ákafa „ihalds- þjóns" illt auga, og nokkrir ungir stuðningsmenn hennar stofnuðu Sendisveinafélag Reykjavikur og hófu útgáfu á biaði, sem bar nafnið „Blossi“ og allt varð að einum blossa i deild Gisla, hiin splundrað- ist og lagðist siðan niður ■— og siðan einnig Sendisveinafélagið. Á sömu lund fór og með annað félag, sem Gísli stofnaði. Hann hafði lengi rætt um það við kunningja sfna, að illa væri farið með bifreiðastjóra i bæn- um, en þá óku þeir nær allir bifreið- um, sem þeir attu ekki sjálfir. Gisli stofnaði þvi upphaflega Bifreiða- stjórafélagið Hreyfil. En þegar framámenn verkalýðshreyfingarinn- ar sáu, að loksins hafði verið hægt að binda bifreiðastjóra í félagsskap, en það hafði alltaf revnst ófram- kvæmanlegt, létu þeir til sin taka —og tóku Hreyfil af Gísla. Hann hafði verið brautryðjandi, en aðrir tóku við. Tilgangur hans hefur ef til vill verið annar en tilgangur verkalýðshreyfingarinnar, en það skiptir ekki máli. Smátt og smátt óx Nasistaflokkn- um í Þýzkalandi fiskur um hrygg og enn var Gisli hrifinn af Þjóð- verjum og flestu því sem þýzkt var. I Hann taldi að þörf væri fyrir sams- konar flokk á íslandi, harðgerðan og afgerandi íslenzkan þjóðernis- sinnaflokk — og hann stofnaði „Þjóðernishreyfingu íslendinga“ — og samstundis varð allt vitlaust i Reykjavík. Tvö blöð voru gefin út: íslenzk endurreisn og Ákæran. Far- ið var i kröfugöngur, stórfundir voru haldnir inni í stærstu sam- komuhúsunum og undir berum himni, miklar æsingar, hrindingar, pústrar og djöfulgangur. Helztu liðs- oddar hreyfingarinanr voru klæddir einkennisbúningum — og margir kunnir menn studdu hreyfinguna. Gísli hafði strax frá upphafi vald á hreyfingunni. Nokkrúm dögum eftir einn æsinga- fundinn rædd Gísli við kunningja sinn, sem var andstæðingur hans í stjórnmálum og þá sagði hann og var áhyggjufullur: „Mér hefur lik- ast til skjátlast. Þó að Þjóðverjar framleiði betri vörur en flestar aðr- ar þjóðir, þá geta þeir vist ekki frafn- leitt stjórnmálaskoðanir til útflutn- ings. Þetta á ekki við íslendinga. Ég er búinn að sjá það.“ — Og Gísli hætti, en svikaranafnið buldi á hon- um úr herbúðum fyrrverandi sam- herja. Gísli hélt þó kynnum sínum og vináttu við þýzka áhrifamenn í iðnaði og verzlun, þó að tengslin við stjórnmálamennina rofnuðu. Árið 1922 hafði Elliheimilið Grund verið stofnað, það var af van- efnum gert og byrjunarerfiðleikarn- ir miklir. Þau Ás-hjón höfðu átt mestan þátt í stofnun þess, en notið samstarfs við ýmsa ágæta menn. Sá, sem falin hafði verið forstaða heim- ilisins, lézt snögglega 1934 og var Gisli þá spurður að þvi, hvort hann vildi kynna sér starfið, hann gæti þá hætt því ef honum líkaði það ekki. Þá var Gísli 27 ára gamall. Síðan er sagan kunn. Gísli hefur verið forstjóri Elliheimilisins síðan og rekið það af dugnaði og reglu- semi, svo að fá dæmi eru á íslandi og jafnvel þó að viða væri leitað. Elliheimilið er sjálfseignarstofnun, sem byggzt hefur upp smátt og smátt sífellt stækkað og fært út kvíarnar. Er nú svo komið, að Elliheimilið er ein mesta bygging á fslandi. Þar er og sjúkrahús, heilsugæzludeild, sem hefur á að skipa úrvalslæknum og sjúkrunarfólki. Eru þar nú 322 vistmenn karlar og konur og urmull af starfsfólki. Þarna er allt fágað og skínandi hreint, elcki aðeins inni i vistheimilinu heldur og allt í kring- um það. Fyrir utan húsið sést aldrei neitt það sem er til óprýði, gras- flatirnar eggsléttar og tárhreinar, blómabeðin eins og þau eru í skemmtigörðum erlendis og trjáreit- Framhald á hls. 34. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.