Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 20
1. Sigurður A. Magnússon, höf-
undur leikritsins, „Gestagangur“,
situr fremst á myndinni, en leik-
stjóri og leikarar „lifa sig inn
i stykkið“ að baki. Þeir eru talið
frá vinstri: Gunnar Bjarnason,
sem gerir leiktjöldin; framan við
hann: Herdís Þorvaldsdóttir sem
leikur Auði, gifta konu. Þá er
Gísli Alfreðsson. Hann leikur
Jóhann, leikstjóra í leiknum,
Róbert Arnfinnsson, sem leikur
Ólaf eiginmann Auðar. Kristbjörg
Kjeld leikur Rúnu, sem er ást-
mey tveggja. Gunnar Eyjólfsson
(liggur) leikur Gunnar leikara,
sem er að leika Gunnar lækna-
stúdent. Lengst til hægri er leik-
stjórinn Benedikt Árnason.
2. Þeir athuga módel af svið-
inu: Frá vinstri: Sigurður A.
Magnússon, Benedikt Árnason og
Gunnar Bjarnason.
3. Rúna (Kristbjörg) er í ást-
arsambandi við Gunnar lækna-
stúdent (Gunnar) og Ólaf eigin-
mann Auðar. Hér æsist leikurinn
hjá þeim Gunnari og Rúnu.
4. Hjónin Ólafur og Auður
(Róbert og Herdís). Hún heldur
framhjá honum með læknastúd-
entinum.
5. Þríhyrningnum lendir sam-
an og þær vilja báðar hafa hann.
Frá vinstri: Kristbjörg, Gunnar
og Herdís.
20 VIKAN