Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 2
þúsundir króna
árleRa með ]iví að kaupa mjólk í eigin umbúöum.
Þessir plastbrúsar eru algjör nýjung hér, tilvaldir fyrir bæði
heita og kaida drykki.
ÓBRJÓTANDI
FISLÉTTIIt
ÞOLA SUÐU
Þeir kosta í heildsölu kr. 89.00 — 4ra lítra og kr. 65.70 —
2ja lítra.
Valafcll
Garðastræti 2, sími 16976.
Forsíðan
Halldór Pétursson hefur teiknað
ofurlitla hugleiðingu urn samgöngu-
mál utan á Vikuna að þessu sinni.
Fjölskyldan á rauða bílnum hefur
hætt sér út á ókunna stigu, hvort
sem það var að þörfu eða óþörfu.
Bíllinn hefur líklega drepið á sér
í ársprænunni og fjölskyidan hefur
neyðzt til að fara út og ýta. En það
tók ekki betra við, þegar upp úr
ánni kom: I brekkunni var semsagt
aur upp í mjóalegg og þar sat far-
kosturinn endanlega fastur, allur
útmakaður í rnold og mannskapur-
inn þó sýnu verri ásýndum. Þá ger-
ist það, að piltur einn kemur að-
vífandi á Faxa gamla og Faxi á
ekki í neinum erfiðleikum með að
komast áfram. Faxi gamli er nefni-
lega öllu heppilegra farartæki en
bíll á mörgum af þessum svoköll-
uðu vegum. Og það kemur fyrir
ekki, þegar bílstjórinn býður slétt
skipti á Faxa og þeim rauða í
aurnum. Drengurinn skilur, að Faxi
er miklu öruggari og hann hafnar
boðinu með fyrirlitningu.
Einkaritarinn minn skilur mig
ekki, Pálína!
Æ-já. Það er alveg satt. Sjúkling-
urinn á 15 er hitalaus, hefur
engan púls og enga öndunarerf-
iðleika lengur, — og það er allt!