Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 9
En það átti ekki af okkur aO ganga þetta kvöld. Þegar við vorum loksins búin aö koma okkur notalega fyrir í sætunum, vorum við rekin á fætur aftur, og þaö kom á daginn aC okk- ur haföi verið vísað í skakka sæta- röö. Og þegar okkur hafði svo tek- izt að ryöja okkur leið í rétt sæti, mundi Clark eftir því, að hann hafði skilið hattinn sinn eftir undir sætinu í hinni röðinni, en nú var svo fram af honum gengið að hann var ekki í skapi til aö nálgast hann. Þegar ijósin tóku að dofna laum- aðist ég til að taka umbúðirnar utan af súkkulaðinu. Ef til vill hefur það verið hljóðburðurinn i leikhúsinu sem gerði, en ég minnist þess ekki aÖ ég hafi nokkurntima heyrt bresta eins óskaplega í sellófanpappír, og konan, sem sat I næsta sæti fyrir framan mig, leit til min um öxl með þessum roknahneykslunarsvip. Eg beið því þangað til tjaldið var dregið frá og lófaklappið hófst; þá svipti ég um- búðunum utan af súkkulaðinu með einu handtaki. Svo bauð ég Clark að fá sér bita, en hann svaraði einkenni- lega háum rómi miðað við aðstæður, að hann vildi ekki súkkulaði, og enn leit konan í sætinu fyrir framan hneyksluð um öxl. Það lá við sjálft að ég óskaði mér niður úr gólfinu. Þegar sýningin hafði staðið I um það bil fimm mínútur fór Clark allt í einu að draga ýsur. Eg ýtti gæti- lega við honum, en hann fann það ekki. Hitinn í salnum, kokkteilarnir, sem hann hafði drukkiö á fastandi maga — og seinna kom einnig í ljós að hann hafði fengið slæmt kvef, svo allt hjálpaðist að og andartaki síðar var hann steinsofnaður. Þegar svo skyndilega varð grafarhljótt á leik- sviðinu og áhorfendur stóðu á önd- inni af eftirvæntingu, hraut Clark svo griðarlega, að heyrðist um allan salinn. Ég ýtti við honum enn, I þetta skiptið ekki eins gætilega og áður, og konan, sem sat við hina hlið hans, gaf honum samtimis vel úti látið oln- bogaskot. Þá hrökk hann upp með andfælum og dæsti viö hátt af undr- un — og enn leit konan í sætinu fyrir framan okkur um öxl, og nú var hneykslunarsvipur hennar meiri en nokkru sinni fyrr. Loks lauk öðrum þætti. Ég stakk upp á því að við laumuðumst á brott, en Clark kvað það ókurteisi við leik- endurna. 1 hléinu skruppum við yfir götuna til Sardis. Ég vildi að Clark fðngi sér brauðsneið, en nú var hlaup- inn þrái í hann, svo hann sagði nei við því. Allt í einu var sem hon- um dytti óskaráð í hug. Hann leit fyrst á mig, síðan á þjóninn. „Eitt glas af kokteil!" sagði hann. Þegar við komum inn í salinn aft- ur, voru allir seztir. Ljósin voru að dofna, þegar við gengum niður milli sætaraðanna. Skyndilega varð aftur bjart í salnum og gífurlegt lófaklapp kvað við á meðan við gengum til sæta okkar. Það tók mig nokkur andar- tök að átta mig á því, að þarna voru leikhúsgestir að hylla eiginmann minn. Þessi viðurkenning var svo einlæg og óvænt, að mér vöknaði ó- sjálfrátt um augu. Ég þrýsti hönd Clarks. Hann brosti til mín og hvísl- aði glettnislega: „Þú hefðir átt að koma hingað með mér fyrr. Þá viss- irðu það nú, að fólk hérna í New York kann að meta karlinn þinn". Að leiksýningunni lokinni vildi Clark að við snæddum kvöldverð í „21“, en mig langaði til aö koma í Storkklúbbinn og snæöa þar; sagðist gjarna vilja heilsa upp á Shermann Billingsley. Um þetta leyti átti klúbb- urinn í einhverri deilu viö einhver samtök, og Clark vildi ekki eiga á hættu aö veröa dreginn I dilk, en lét þó undan þrábeiöni minni, eink- um fyrir það að ég benti honum á hve Sherman gæti oröiö koma hans þangað mikils viröi. Þegar viö svo komum inn í þau glæsilegu og víöfrægu salarkynni — sátu þar aöeins tveir gestir fyrir. Clark leit á mig, en sagöi ekki neitt. Þurfti þess heldur ekki, svo var svip- ur hans opinskár. Skipulagsgáfa mín hafði ekki brugðizt þetta kvöldið, eða hitt þó heldur. En sulturinn varö gremju Clarks yfirsterkari; við fengum okkur sæti og pöntuðum undirstöðugóðan kvöld- verð. Sherman hraðaði sér á vett- vang og bauð okkur velkomin, en í kjölfar hans sigldu þjónar og báru feiknin öll af gjöfum. Sherman er frægur fyrir það, hve dýrar gjafir hann gefur þeim gestum, sem honum þykir mikið til koma og brátt var litla borðið, sem við sátum við, yfir- hlaðið ilmvatnsglösum, kampavíns- flöskum og öðru dýrmæti. Clark virti gjafirnar fyrir sér, en ekki virtust þær létta skap hans. Ég huggaði mig við Þaö, að ástand- ið gæti ekki versnað að ráði úr því, sem komið var. En þar hafði ég enn einu sinni rangt fyrir mér. Einmltt í sama mund og fylking þjónanna lagði af stað með allan matinn að borði okkar, komu inn átta háværar manneskjur I hóp og tóku sér sæti við næsta borð. Kvenskessa mikil rak lestina og lá henni hvað hæst rómur. Til allrar ógæfu varð henni litið til okkar, þar sem við sátum viö borðið. „Almáttugur! Clark Gable!“ veinaði hún. „Veiztu það, að ég hef elskað þig alla ævi!" Og án þess að virða mig viðlits, hlammaði hún sér niöur við borðið og tók aö segja Clark ævi- sögu sína. Þarna sátum viö í her- kví fjórtán þjóna og kvenskessunnar, sem léði okkur ekki færis á að bragða á ljúfmetinu. Við litum hvort á annað. „Frú Gable“, mælti Clark til min og gerð- ist allhátíðlegur. „Ég hef misst alla matarlyst. ViÖ skulum koma“. Þannig fór fyrsta „stóra kvöldið" okkar í stóru borginni. Þegar við vorum komin heim í gistihúsið aftur, hló Clark dátt að öllu saman. „Hvern- ig lízt þér á skipulagið? Stenzt kann- ske ekki allt áætlun hjá mér?" spurði ég. „Jú, Kathleen", svaraði hann og hló enn. „Þær færu ekki allar í föt- in þín hvað það snertir, að hafa röð og reglu á hlutunum". Hvort sem við vorum að heiman eða heima, bar Clark alltaf umhyggju fyrir heilsu minni og vellíðan, ekki síður en ég, viðvíkjandi honum. Þeg- ar ég veiktist árið 1956, og í Ijós kom að það væri snertur af hjartabilun, var hann hjá mér hverja stund, sem hann mátti. Hann flutti sig meira að segja í herbergi í sjúkrahúsinu þær sex vikur, sem ég varð að liggja þar, og þegar ég varð síðan að liggja fulla sjö mánuði rúmföst heima, ann- aðist hann mig af meiri nákvæmni en nokkur hjúkrunarkona hefði get- ið gert. Ég fékk ekki einu sinni að teygja út höndina eftir bók. Og hann gætti þess stranglega, að ég fylgdi öllum fyrirskipunum læknisins út í æsar. Þar var ekki um neinn afslátt að ræða. Jafnvel þegar ég hafði fengið full- an bata að heita mátti, hafði hann Clark Gable og kvikmyndastjarnan ítalska, Sophie Loren. stööugt eftirlit meö þvl aö ég nyti nægrar hvíldar. Þessi umhyggja hans leiddi til skrítinna atvinka á stund- um. Þegar ég dvaldist meö honum um hríð að Baton Rouge í Louisiana, þar sem unnið var að töku nokk- urra atriða úr kvikmynd, sem hann lék í um þær mundir, „The Band of Angels", bauð borgarstjórafrúin mér að skoða gömul óaðlsetur þar í nágrenninu og voru konur helztu borgarbroddanna með i förinni. Ég var ekki vel frísk, og ferðalagið reyndist þreytandi, svo ég varö aö taka inn nokkrar töflur af nitro- glycerine undir kvöldiö. Það var orðið áliðið dagsins, þegar við ókum heim að gistihúsinu. Ég vissi að Clark mundi vera kominn heim frá vinnu sinni fyrir góðri stundu, og bæði var það, að frúrnar langaði mikið til að kynnast honum og ég gerði mér vonir um að návist þeirra mundi koma í veg fyrir að hann ávitaði mig fyrir kæruleysi gagnvart heilsu minni, svo ég bauð þeim inn. En mér varð ekki að þeirri von. Clark tók þeim að vísu kurteis- lega en fagnaðarlaust og sneri sér síðan að mér og mælti ströngum rómi: „Þú ert föl og tekin, Kathleen, og þú veizt að þú verður að ganga snemma til hvíldar á meðan þú ert að ná þér eftir veikindin. Nú ferð þú beina leið I rekkju, og það á stund- inni. Ég skal svo sjá um að þér verði borinn kvöldverður". Hinar stoltu suðurríkjafrúr störðu á hann eins og þær hefðu ekki séð karlmann fyrr, og hröðuðu sér síðan á brott — en ég hlýddi auðmjúklega og kom mér I háttinn. En svo minntist ég þess allt í einu, að vinnukonan okkar, Louise, hafði kvartað yfir kulda i herbergi sínu í gistihúsíbúð okkar. Ég brá mér því framúr aftur, tók iítinn rafmagns- ofn, sem við höfðum meðferðis og hélt með hann inn til hennar. Hún var í þann veginn að taka við hon- um, þegar svipur hennar varð skyndi- lega eins og hún sæi draug fyrir aft- an mig. Og Það skipti engum togum, að ég fékk vel úti látið spark í sitj- andann. Ég leit óðara um öxl, og þarna stóð Clark —berfættur. „Ég sagði þér að leggjast fyrir taf- arlaust", mælti hann. „Hvað á það þá að þýða að vera að flækjast um ibúðina með þennan rafmagnsofn?“ „Þú . . . þú sparkaðir í mig“, mælti ég ásakandi og reyndi að beita öllum mínum myndugleik. „Það er í fyrsta skiptið, sem . . .“ „Og í næsta skiptið verð ég með skóna á fótunum", svaraði hann þurr- lega og glotti við tönn. „Þú manst fyrirskipanir læknisins. Og nú . . . upp í með þig, tafarlaust". Að svo mæltu kyssti hann mig blíðlega á ennið, og að vörmu spori færði hann mér svo kvöldverðinn. Yfirlætislausari mann en Clark, er vart hægt að hugsa sér. Ég minnist þess ekki, að ég heyrði hann nokkru sinni, nema ef til vill i glettni, minn- ast á frægð sina — Þaðan af síður, að hann gortaði nokkurntíma af hinni margumræddu kvenhylli sinni. Hann virtist ekkert af þessu vita, ekki i einkalífinu að minnsta kosti. Leikarinn frægi, Clark Gable, bar hins vegar mikla virðingu fyrir list sinni og tók hana mjög alvarlega. Og sem slíkur var hann hinum mörgu og dyggu aðdáendum sinum ákaflega þakklátur. Hann taldi sig skuldbund- inn þeim, einnig þeirra vegna yrði hann stöðugt að leggja sig allan fram og vanda leik sinn sem hann mátti. En lengra náði svo sjálfsálit hans ekki. Náin vinkona mín spurði mig ein- hverntíma hvernig Clark félli það, að vera kallaður „hinn ókrýndi kon- ungur kvikmyndatjaldsins". Ég sagði eins og satt var, að ég hefði ekki hugmynd um það, Þar eð hann minnt- ist aldrei á það. Ég held að hann hafi aldrei hugleitt Það. Ég geri ráð fyrir að þessi virðulegi titill hafi fyrst og fremst valdið honum gremju og ó- Framhald á bls. 27. ▼IKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.