Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 36
VOFFLUjSAUMUR Vöfflusaumur er alltaf mjög fal- legur í telpukjóla. Þægilegast er að sauma vöfflu- saum i köflótt eða röndótt lérefts- eða „poplinefni“. Einnig er hægt að sauma vöfflu- saum í einlit efni, er það ekki síð- ur fallegt þar sem mynztur og litir saumsins njóta sín þá til fullnustu. Efnið er dregið saman frá röngu. Ef um einlitt efni er að ræða er nauðsynlegt að teikna á röngu þess þannig: Takið kalkipappír, leggið á efnið og mælið þar sem saumur- inn á að vera. Takið síðan rúðu- strikaðan pappír t. d. úr reiknings- bók, klippið niður eftir þörfum og nælið fast yfir, punktið siðan eftir rúðunum eins og sést á mynd I. Nauðsynlegt er að ekki verði lengra bil milli punktanna en % cm (í sumum tilfellum 1 cm). Ef um köflótt eða röndótt efni er að ræða er ágætt að þræða í mynztur þess, en ath. að ekki verði of langt bil á milli. Þræðið nú tvinnaþráð á nál sem er jafnlangur inynztrinu sem sauma á. Hnýtið stóran hnút á þráðinn, takið punktana á nálina, einn af öðrum aila röðina og byrjið hægra megin, eða þannig að styttra stykk- ið sé í hendinni. Takið síðan ann- an þráð, byrjið á sama stað einum punkti neðar og þræðið á sama hátt. Þræðið þannig úfram alla punkt- ana. Takið nú í þræðina, dragið efnið saman og látið hnútana styðja við annan endann. Byrjið að sauma á réttunni, þeim megin sem hnútarnir eru undir. Saumið ineð 3 þráðum úr „avora- garni“, eða garni svipuðu að þykkt. Reynið að hafa það langa þræði í nálinni, að þeir nái yfir umferð- ina. Gangið frá þræðinum þannig að varpa 2—3 sinnum i sama farið á röngu og ath. að ekki sjáist i gegn á réttu. Saumið eftir skýringarmyndinni, og farið eftir þræðingum, köflum eða röndum. Saumið alltaf jafn djúpt í lekin, og herðið ekki um of. Þegar vöffiusaumurinn hefur ver- ið saumaður eru þræðingarnar dregnar úr. Það getur verið fallegra og jafn- vel nauðsynlegt, að strauja vöfflu- sauminn dálítið og er það þá gert þannig: Leggið straujárnið á hlið- ina, leggið rakan klút yfri það og síðan rönguna á vöfflusaumnum og teygið dálítið á og dragið fram og aftur. VESTI Hér er sýnd hugmynd af fallegu vesti á iítinn snáða frá 3—6 ára. Efnið í vestinu er rúskinn. Það er sniðið þannig, að slikjan á skinn- inu snúi upp. Sniðið er með 1 cm saumfari á öxlum og hliðum, en 4— 5 cm að neðan. Saumarnir eru saumaðir í sauma- vél og síðan flattir út og límdir niður. Prjónastroff er þrætt undir hálsmál og handvegi á röngu. Brot- ið er upp í vestið að neðan og límt niður. Spælarnir eru saumaðir og þeim fest í hliðarsaumana. Vestið er að lokum fóðrað með þunnu mjúku fóðri og lagt niður við, í prjóna- renninginn í húlsmáli og handveg- um, einnig tyllt í hliðarsauma og í faldinn að neðan. Hér sjáið þið skemmtilega skreyt- ingu á eggjabikar fyrir yngstu með- !imi fjölskyldunnar. Með lausa skrúfu. Framhald af bls. 18. ins fyrir mig á meðan ég næ í hand- klæðið mitt og fer með Það upp til hans?“ „Viltu einhverntíma láta mig í friði?“ Ally lagði af stað upp stigann. Það hringdi_ í skiptiborðinu, og Ally nam staðar í stiganum til bess að sjá hvort faðir hans anzaði. En það leit ekki út fyrir að hann heyrði hringing- una. „Pabbi,“ kallaði Ally. „Viltu svara?" „Farðu leiðar þinnar, strákur," öskraði faðir hans. En Ally beið í stiganum, þangað til faðir hans tók talnemann. „Já?“ mælti hann hátt og höstum rómi. „Hvað var það?“ Það er gamli maðurinn að spyrja um handklæðið einu sinni enn, hugs- aði Ally. „Hlustaðu nú á mig, gamla nöld- urskjóða," svaraði Tony. „Hvað er það eiginlega, sem á gengur. Heima hjá þér notarðu sama baðhandklæð- ið aftur og aftur án þess Það sé Þveg- ið. En hérna ætlarðu að ganga af göflunum, ef þér er ekki fengið hreint baðhandklæði á stundinni, þegar það dettur í þig að fara í bað. Viltu gera það fyrir mig að hætta þessu bölvuðu nöldri í símanum og láta mig í friði." Að svo mæltu skellti hann talnemanum á. Ally hélt áfram upp stigann. Pabbi hans þyrfti ekki að sitja lengi við símaborðið, hugsaði hann, til þess að öll slík smávandræði leystust af sjálfu sér. Þá mundu allir gestirnir fara leiðar sinnar ... Tony horfði á eftir syni sínum upp stigann. Hann var honum sárgram- ur. Hvernig stóð á því, að hann hafði alltaf á réttu að standa, strákurinn? Hvers vegna gat honum ekki skjátl- azt við og við? Honum gramdist líka við sjálfan sig. Vitanlega var það fásinna að koma þannig fram við gamla manninn. Það voru ekki nema níu gestir alls þessa dagana, svo að sannarlega mátti hann engan þeirra missa. En svona var það ... óþolinmæðin leiddi hann alltaf í gönur. Hann fleygði frá sér póstinum. Til hvers var að opna þessi umslög. Það; eina, sem þau höfðu inni að halda,. voru ógreiddir reikningar. Hann reis úr sæti sínu, gekk út í dyrnar og horfði út á veröndina, Þar sem Shirl lá í sólinni. Hún lá stöð- ugt i sólskininu, drakk það í sig gegnum hörundið, eins og köttur. 1 rauninni var hún furðulík ketti, meira að segja i hreyfingum. Og ekki síður í eðli sínu og skapi. Hún gerði það eitt, sem hún vildi. Freist- andi kvenmaður ... Tony starði á líkama hennar, þar sem hún lá og teygði úr öllum skönk- um, og hann fann, að ef hann horfði á hana öllu lengur, hlyti hann óhjá- kvæmilega að glata allri stjórn á sjálfum sér. Það var eins og líkami hennar beinlínis bæði þess að vera snertur. Og hún vissi ósköp vel hvað hún var að gera, þar sem hún lá með lokuð augun. Sýna líkama sinn, það var hennar yndi . . . freista . . . gera sérh.vern karlmann brjálaðan af fýsn og telja honum svo óbein- linis trú að einmitt hann væri eini maðurinn, sem hún þráði. Hún var brjáluð, Tony vissi það ó- sköp vel. Brjáluð gála, sem fyrr eða síðar hlaut að steypa honum 5 ógæfu. Enn hann vissi jafnvel, að hann var gersamlega varnarlaus gagnvart þeirri blindu fýsn, sem hún vakti stöðugt hjá honum. Hann starði á hana, og gat ekki brosi varizt þegar atburðir síðast- liðinnar nætur rifjuðust upp fyrir honum. Það var um fjögurleytið. Þau höfðu verið stödd í næturklúbb. Þar var fátt gesta. Þau sátu við barinn og rifust um það hvers vegna þau væru alltaf að rífast. Shirl hafði borið honum það á brýn, að hann liti nið- ur á hana. Sama, gamla sagan. Svo hafði athygli þeirra beggja beinzt að japanskri stúlkukind, sem dansaði allsnakin á miðju gólfi eftir hægum trumbuslætti. Og allt í einu fðru þau bæði að skellihlæja. Það þoldi sú japanska ekki. Hún Þfeif bjórflösku. Kom æðandi með hana, allsnakin, og hugðist brjóta hana á kollinum á Shirl. Hvað vissi hún um nektardans? Gat hún ekki gert sér ljóst, að það var list, sönn list, sem bar að taka alvarlega? Og áður en nokkur vissi af, var Shirl komin sjálf út á gólfið. Líkami hennar sveigðist mjúklega eftir hægum trumbuslættinum, og karlmennirnir gláptu á hana eins og augun ætluðu út úr hausnum á þeim, þegar hún tók að tína af sér spjar- irnar, hægt og eggjandi. Hún lokaði augunum, líkami hennar sveigðist eftir hljómfalli trumbunnar, það var sem hún væri í leiðslu Hún fór úr treyjunni, nakin brjóst hennar sveifluðust hægt og mjúklega eftir hljómfallinu. Svo klæddist hún úr pilsinu, strauk kvið sinn og læri, eggjandi og seiðmagnað ... andartakí síðar sveif hún um gólfið sama sem allsnakin . . . milli borðanna . . . Þá stóðst hann ekki mátið. Þreif til hennar, dreif hana í fötin og bar hana út í bílinn. Hún talaði ekki aukatekið orð við hann á leiðinni heim ... Framhgld í næsta blaöi. 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.