Vikan


Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 27

Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 27
Clark Gable. Framhald af bls. 9. Þægindum. A8 minnsta kosti vlssi ég til þess að hann reiddist, þegar meðleikarar hans héldu því á loft hve mjög hann yrði fyrir ásókn kvenna í kvikmyndaverinu. Og ég komst fljótt a8 raun um, að það borgaði sig ekki að minnast á það við hann í glettni. Clark var heiðarlegur maður, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Strangheiðarlegur. En hann ætlaðist líka til hins sama af öðrum. Hrein- skilna samstarfsmenn kunni hann vel að meta, og hann gat reiðzt sárlega, ef hann komst að raun um að farið var á bak við hann. Kæmist hann að slíku i fari barnanna, talaði hann um fyrir þeim, enda sáu þau fljótt að þeim tókst ekki að blekkja hann. Hann krafðist þess alltaf af þeim, að þau horfðu í augu honum, þegar þau töluöu við hann; kvaðst aldrei treysta þeim, sem festu augun á vanga manns eða höku. Þó dáðist ég ekki að neinu eins í fari hans og skilningi hans og um- burðarlyndi við aðra. Trúarlega hleypidóma átti hann bókstaflega ekki til, enda hirti hann aldrei um að vita til hvað safnaðar eða kirkju kunningjar hans töldust. Hann gerði ekki minnsta greinarmun á kaþólikkum, gyðingum eða mótmæl- endum. Sama máli gegndi um kyn- stofna. Litarháttur manna skipti hann ekki neinu máli, honum stóð svo gersamlega á sama um hvort við- komandi var af norrænu, latnesku, asíumanna eða gyðingakyni. Hann gerði þær kröfur einar tii kunningja sinna, að þeir væru menn í orðsins fyllsta skilningi. Kæmist Clark að einhverju i fari kunningja sinna, sem hann gat ekki fellt sig við, lét hann þann hin sama iönd og leið eftir það. En hann minntist aldrei á það við nokkurn mann. Ég heyrði Clark aldrei mæla niðr- andi orð um nokkurn mann. hvorkl um mannlnn sjálfan, trú hans eða kynstofn. Og heyrði hann einhverj- um hallmælt, lét hann fyllilega á sér skilja að sér félli slikt ekki. Það hygg ég, að Arthur Miller hafi sagt rétti- lega, er hann tileinkaði Clark bók sina, „Utangarð"— „Til Clark Gable, mannsins, sem veit ekki hvað hatur er“. Mér þykir ailtaf vænt um þessl orð, vegna þess að ég veit bezt hve sönn þau eru. Við Clark vorum bæði svo ham- ingjusöm, þegar það kom á daginn að ég var enn með barni hans, að við ræddum oft og lengi i einrúmi um framtið þess. Þegar ég hafði gengiö fimm mánuði með, vorum við jafn- vel farin að ræða um skðlagönguna. Nokkrum dögum áður en hann veikt- ist, minntist ég á trúna. Ég vissi að Clark hafði verið skírður til kaþólsku kirkjunnar, þar eð móöir hans var kaþólsk, en hins vegar hafði faðir hans verið meþódisti. Mér kom því til hugar að hann mundi vilja hafa hönd í bagga meö til hvaða kirkju- safnaðar barnið yrði skírt og innti hann eftir því. Clark hugsaði svarið við spurn- ingu mnini drykklanga stund. Loks sagði hann. „Jú, Kathleen, þú varst skírð til kaþólskrar trúar, og þú hef- ur alið börn þín, Bunker og Jóhönnu litlu, upp í sömu trú. Þú kannt betri skil á þess háttar en ég. Við skulum láta skíra barnið til kaþólskrar trú- ar; ég veit að þú kýst það helzt“. Enn ÞagÖi hann um stund. „Trú er fyrst og fremst einkamál manns", sagði hann og brosti við. Clark var einstakt prúðmenni, bæði á heimili og utan. Ég hygg helzt, að hann hafi aldrei brugðið þar út af ■— ég tel þá ekki með sparkið, sem hann gaf mér i sitjandann, enda var það gert i fyllstu vinsemd og beztu meiningu. Arthur Miller komst þannig að orði um hann: „Eg hef kynnzt mörgum leikurum, en Clark er sann- asti maður, og um leið sannprúðasti maður, sem ég hef fyrirhitt þeirra á meðal". Þrátt fyrir prúðmennsku sína var Clark aldrei teprulegur. Hann hafði næman smekk fyrir fyndni, og hló dátt þegar hann heyrði skemmtilega að orði komizt, og eins þótt það væri hann sjálfur, sem fyndnin bitnaði á. Hann hafði mikið gaman af þvi, þegar við vorum saman 5 veiðiferðum, að ég segði honum kjarnyrtar skritlu- sögur, en tvíræðar skrítlur voru hon- um ekki að skapi. Eins var honum skemmt þegar börnin komust skringi- lega að oröi. Því hefur verið haldið fram, að Clark hafi haft gaman af hálfgerð- um prakkarastrikum, en það er með öllu ósatt, að minnsta kosti sam- kvæmt þeim kynnum, sem ég hafði af honum. Clark var öllu þessháttar elnmitt mjög mótfallinn. Að vísu gerði ég einu sinni dáiítið prakkara- strik — sem hann tók furðuvel. Ég sagði honum að við værum bæði boðin í fint samkvæmi, sem efnt væri til í heiðurskyni við frægan kvik- myndaleikara, og ég teldi að við gæt- um ekki verið þekkt fyrir að hafna þvi. Hann tók heldur dauflega I það, en kvað mig mundu ráða. Hið tiltekna kvöld klæddumst við bæði okkar bezta skarti og gengum svo niður stigann. Clark var alltaf manna glæsi- legastur, þegar hann var kominn i „kjól og hvítt" og svo var einnig þetta kvðld. Hrlnga bar hann aldrel, en armbandsúr hans var af vönduð- ustu gerð; demants-brjósthnappar og skrautlegir ermahnappar voru honum viðurstyggð, allt varð að visu að vera af vðnduðustu gerð, en látlaust og sem einfaldast. Bezta efni, vandaðasta gerð, en ekkert þar fram yfir — slík- ur var smekkur hans. Hann fór viðurkenningarorðum um svarta samkvæmiskjólinn minn, sem einmitt uppfyllti þessar smekkkröfur. Ég stakk upp á því, að við drykkjum hvort öðru t!1, áður en við héldum í samkvæmið. Þegar sú skál var drukkin, sagði hann eins og ævinlega, begar svona stóð á: „Fátt vil ég sið- ur gera en klæðast samkvæmisföt- um, og ég er ekki neitt sérlega hrif- inn af að taka þátt I þessháttar — en hvað um það, góða mín; illu er bezt af lokið". Ég stakk upp á þvi að við fengjum okkur aftur I glösin, en Clark leit á armbandsúr sitt, og eins og venju- lega var honum stundvísin efst I huga. „Þú sagöir að samkvæmið hæfist klukkan átta, svo við verðum að hafa hraðann á. Ég fer að ná í bílinn". Nokkrum mlnútum slðar sendi ég út til hans; kvaðst ekki verða ferð- búin fyrr en að nokkrum minútum liðnum og bað hann að koma snöggv- ast inn og tala við mig. Ég heyröi óánægjutuldrið I honum um leið og hann gekk upp dyraþrepin. Þegar hann kom inn í anddyrið blöstu við opnar dyrnar að borðsalnum, ljós logaði á olíulömpunum og borðið var smekklega dúkað og skreytt og búið áhöldum fyrir tvo. Og þar stóð fram- reiddur sá réttur, sem hann taldi mat- ar beztan og beið þess að hans væri neytt. „Ég var að gabba þig“, sagði ég. „Og þó ekki, þar sem samkvæmið er haldið þér til heiðurs, þótt ekki verði fleiri gestirnir". Hann kyssti mig á vangann. „Þakka þér fyrir“, sagði hann og brosti inni- lega. „Ég hef sannarlega ánægju af því, að ég skuli að minnsta kosti vera boðinn". Hann kyssti mig enn. „Ég elska þig“, sagði hann. „Og nú skul- um við setjast að krásunum". Þá sjaldan það kom fyrir, að við tækjum þátt í kvöldverðarboðum fór- um við alltaf eins snemma heim og okkur var unnt. Um tíu eða ellefu- ieytið gaf Clark mér merki um að við skyldum búast til brottferðar, og ég lét hann ævinlega ráða því. Þegar heim kom, fór alltaf fram sama at- höfnin, sama upphafið að innilegri samverustund. Við brugðum okkur úr yfirhöfnunum, gengum síðan upp stig- ann og inn I skrifstofu hans, opnuðum kampavínsflösku og drukkum hvort öðru til. Sátum Þar síðan í samkvæm- isskrúðanum og mosuðum saman og hlógum þangað til klukkan fjögur um nóttina. Þetta voru okkar einka- samkvæmi, og ég gleymi þeim aldrei. Ciark var ákaflega gætinn maður. Hann kvað aldrei upp neina skyndi- úrskurði, og var alltaf seinn að taka ákvarðanir. Allt flas og flaustur var honum fjarri skapi. Það hefur verið sagt um hann, að hann væri ýtinn og smámunasamur í fjármálum. Þa 5 var ekki rétt nema í vissum skilning'. Hann gætti Þess alltaf, að starfs- samningar væru lögmætir og í lagi, og krafðist þess að við þá væri staðið, og hann lagði aldrei fé i neitt, nema að vandlega athuguðu máli — en er slíkt annað en heilbrigð skynsemi? Hann hafði alltaf færustu lögfræðinga sér til aðstoðar og áreiðanlegustu um- boðsmenn, og fór að ráðum þeirra. Eyðslusamur var hann ekki — ekki nízkur heldur. Framhald 1 næsta blaði. Gestagangur. Framhald af bls. 21. Vikan fagnar þvi, að nýr maður hefur bætzt í hóp islenzkra leikrita- skálda. ÞaS er SigurSur A. Magn- ússon, kunnur sem blaSamaSur. bókmenntagagnrýnandi og auk þess befur bann gefiS út ljóSabækur og skáldsögu. ÞaS skal tekiS fram, aS viS höfum ekki séS leikrit SigurS- ar i heild og því skal það látiS vern aS dæma um þaS á þessu stigi máls- ins, hvort þar er um gott verk aS ræSa. En þaS skal undirstrikaS, sem áSur er sagt; ÞaS er vel, aS SigurS- nr gerir þessa tilraun, hvort hún heppnast aS öllu leyti eða ekki. flann hefur fylgzt meS æfingunum og þekkir nú orSiS þær kröfur, sem leiksviSiS gerir og auk þess er hann vel lesinn i leikhúsverkuin samtím- ans. Þetta leikrit, sem heitir „Gesta- gangur“ verSnr frumsýnt í ÞjóSleik- húsinu eftir rúma viku. ÞaS gerist i Reykjavik, en efnið er i senn is- lenzkt og alþjóSlegt. Þegar viS Vikumenn komum á æfingu, var Benedikt Árnason önnum kafinn aS ræSa viS leikarana um „útsetningu" leiksins, ef þannig mætti aS orði komast. Gunnar Bjarnason var aS ljúka viS „módel“ af tveim leiksviSs- myndum og höfundurinn, SigurSur A. Magnússon fylgdist meS öllu sam- an. Við tókum hann tali og spurS- um hann um leikritiS og tildrög þess. Hvort hann hefði samið leikrit áður? — Nei, þetta er fyrsta tilraunin. Ég skrifaði „Gestagang" að miklu leyti sumarið 1960, meðan ég var í Grikklandi, en hef breytt leikrit- inu á ýmsan hátt síðan. Annað hef ég ekki skrifað fyrir leikhús — ncma stuttan einþáttung að beiðni Leikfélags Reykjavíkur, sem senni- lega verður fluttur i sambandi við 65 ára afmæli þess. Við fjórir, sem fengum verðlaun Menningarsjóðs i fyrra, voru.n allir beðnir um að YIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.