Vikan - 08.02.1962, Blaðsíða 38
Qefjunnr
Yikan og tæknin.
Framhald af bls. 3.
unum eru nú smiðaðar slíkar
„vatnsþotur“, sem ná mun meiri
hraða, og eru sumir þeir farkostir
allstórir. Þykir það kostur á þess-
iViðurkcnnd gæðavara heima
sem heiman.
Gæði, fjölbreytt litaval og
ótrúlega 1 hagslætt verð, hafa
gert Gef junaráklæði að út-
fiutningsvöru.
Gefjur.aiáklæðin eru vinsæl-
ustu og mest notuðu áklæðin
á íslandi. Framleidd í fjöl-
mörgum gerðum og ávallt í
nýjustu tízkulitum.
ðalútsölusi ður
hirkjustræti 8—10.
Sími 1-28-38.
„Vatnsþotustúturinn“ er hreyfan-
legur og kemur því einnig í staðinn
fyrir stýri.
um bátum, að allt driforkukerfið er
mun einfaldara en með gamla lag-
inu, og því minni hætta á bilunum.
\
Konur skrifa bréf.
Framhald af bls. 25.
einskorðaði erlend spillingaráhrif
við kaupstaðina, og taldi litla hættu
búna þótt þau færu út fyrir þau tak-
mörk, því að þá frysu þau i hel.
Áhrif kaupstaðanna á islenzka al-
þýðumenningu hafa hvorki verið
eins sterk né djúptæk i þann tið,
og margir hafa talið — það sanna
meðal annars sendibréf þessi.
Og þess er að vænta, að eftir út-
komu þessarar bókar, verði ekki
gefin svo út nein kennslubók í ís-
lenzkum bókmenntum fyrir slíka
skóla okkar, að sendibréf Álfheiðar
Jónsdóttur til Hálfdanar unnusta
síns, ritað að Möðrufelli á nýársdag
1820, verði ekki birt þar sem sýnis-
horn — ekki aðeins um mál og stil
aiþýðunnar á þeirri tíð, heldur og
um heiðrikju í hugsun bréfritara,
göfgi og sakleysi, sem gerir bréf
þetta, í ölium sinum sanna og inni-
lega einfaldleik, eitt hið fergursta
ástarbréf, sem i bókum hefur birt
verið.
Loftur Guðmundsson.
Ung í hjónaband.
Framhald af bls. 25.
hún sem hefði átt að halda áfram
námi, komast í góða stöðu, eignast
falleg föt og njóta lífsins ... Hann
slapp ólikt betur, hugsaði hún með
sér, hann var að heiman allan dag-
inn, innan um fólk og gat iagt stund
á það nám, sem hugur hans hafði
staðið til. Var það ekki óréttlátt,
að hún yrði þannig útundan?
Ósamkomulag. Hún var afundin
og uppstökk, þegar hann kom heim
á kvöldin. Það þurfti ekki nema eitt-
- hvað smávægilegt til að hún sleppti
1 ,sér.
& Hann var þreyttur og langlundar-
geð hans ekki sem skyldi. Yfir
hverju hefur hún að kvarta, hugs-
aði hann. Ég vinn fyrir okkur báð-
um og heimiiinu, hún getur verið
heima allan daginn og tekið lifinu
með ró. Og eflaust gæti hún Hka
lagt stund á eitthvert nám, ef henni
yrði ekki svona lítið úr timanum.
Hann hætti að koma heim á rétt-
um tima. Bæði gerði það, að hann
vann oft lengi, og að honum þótti
skemmtilegra i hópi kunningjanna
en heima, þar sem hann hafði aidrei
frið fyrir nuddi og skömmum.
Dag nokkurn, þegar þau höfðu
háð með sér harða sennu, kom hann
að íbúðinni mannlausri. Hún hafði
farið með bæði börnin til systur
sinnar.
Allar sáttatilraunir reyndust ár-
angurslausar. „Það er ekki um neina
ást að ræða framar,“ sögðu bæði,
þegar ættingjarnir reyndu að koma
fyrir þau vitinu. „Börnunum er það
betra, að við skiljum, en að þau ai-
ist upp við stöðugt rifrildi og ósam-
]yndi“.
Ástir skólapiltsins og skólastúlk-
unnar stóðust ekki erfiðleika og
skyldur hjónabandsins. Þau höfðu
ekki náð giftingarþroska, þegar til
þess var stofnað.
Bergþóra.
Já, þú ert orðin nógu gömul til að
taka bílpróf — en bíllinn er það
ekki.
Við þurfum að sjá um að Jón kom-
ist ekki nálægt brúðkaupskökunum
þangað til skilnaðurinn er kominn
f lag.
VIKAN