Vikan - 22.03.1962, Qupperneq 4
AUTOLITE
Power-Tip kallast nýjustu rafkertin frá The Electric Auto-Lite
Company, þau hafa vakið heimsathygli sakir kosta sinna.
EIN GERÐ FYRIR ALLAN HRAÐA — SÓTFÆLIN — MARGFÖLD
ORKA — STÓRSPARA ELDSNEYTI — INNBYGGÐUR
ÚTVARPSÞÉTTIR — ÓDÝRARI
Reynið hin nýju Auto-Lite Power-Tip í bílinn —
í allar kveikjuvélar yðar.
Fást í flestum bílahlutaverzlunum.
1*. fi0nsso.il ék €o.
Brautarholti 6. — Sími 19215.
Krakkar og
vinnukonur ...
Kæri Pósturl
Um leið og ég þakka ykkur ágæta
grein í Vikunni fyrir nokkru, þar
sem þið skýrið lesendum rækilega
frá því, hvernig blaðið verður til
og hverjir vinna að því, langar mig
til að spyrja, hvað sé sameiginlegt
með krökkum og vinnukonum. Það
stendur i umræddri grein, að Vikan
sé orðin vel úr garði gerð og að
öllu leyti hið vandaðasta blað, sem
sé ekki lengur eingöngu handa
krökkum og vinnukonum. Er það
til að gefa í skyn, að vinnukonur
(sem að visu eru tæplega lengur
til) séu svo illa að sér, að þær hafi
ekki meira bókmenntavit en börn?
Með þökk fyrir Vikuna og ósk
um áframhaldandi velgengni blað-
inu til handa. Lesandi.
--------Ég verð að játa, að ég
sé ekki fyllilega, hvað er sam-
eiginlegt með krökkum og vinnu-
konum, nema þá, að bæði krakk-
ar og vinnukonur hafa ánægju
af því að lesa Vikuna. Ekki þar
með sagt að Vikan hafi verið
eða sé sniðin einvörðungu fyrir
krakka og vinnukonur. Líklega
hefur höfundur greinarinnar átt
við, að efnið sé nú orðið fjöl-
breytilegt og við allra hæfi. En
ef hann hefur með skrifum sín-
um ætlað að móðga vinnukonur
— eða kannski krakka — á hann
duglega ráðningu skilið.
Óframfærin . . .
Kæri Póstur.
Ég leita til þín, þvi að ég er farin
að hafa alvarlegar áhyggjur út af
vinkonu minni. Hún vill helzt aldrei
fara út að skemmta sér. Mér tekst
einstöku sinnum að fá hana með
mér 1 híó, en hún vill aldrei fara
út á kvöldin, nema mamma hennar
reki liana með harðri hendi. Ef
hún sér einhvern strák, sem ekki
er héðan úr bænum, ég tala nú ekki
um, ef það er útlendingur, þá hleyp-
ur hún í felur. Ég þekki enga aðra
stelpu hér neitt að ráði, svo að hún
er sú eina, sem ég get verið með.
Stundum, þegar ég kem til hennar,
segist hún ekki mega vera að því
að tala við mig, segir svo bless og
skellir hurðinni á nefið á mér.
Hvernig á ég að fá hana til að hætta
þessari vitleysu? Eða á ég kannski
að láta hana eiga sig og vita, hvort
])etta lagast ekki með tímanum?
Ég vona, að þú gefir mér góð ráð,
Póstur minn. Heiða Þ.
--------Ég heid þér væri holl-
ast að ganga ekki svona eftir
henni, hún hefur einfaldlega aðra
lund en þú, og það þarf sfður
en svo að vera óeðiilegt, ef hún
vill ekki gefa sig að strákum,
„sem ekki eru úr bænum, ég tala
nú ekki um, ef það eru útiend-
ingar“ ... hmmmm ...
er mál með vexti, að ég og vinkona
mín erum báðar ástfangnar í sama
stráknum. Hann og vinkona min
fara stundum út saman, en ég má
aldrei fara með þeim. Þessi vin-
kona mín er tveimur árum eldri en
ég, svo honum lizt betur á hana en
mig. Hvað á ég að gera? Á ég að
láta þau í friði eða reyna að vekja
athygli hans á mér?
Ein 15 ára í öngum sínum.
--------Ef ég skil bréf þitt rétt,
þá lízt honum betur á þessa vin-
konu þína, einmitt vegna þess
að hún er tveimur árum eldri en
þú. Ef sú er raunin, er ég hrædd-
ur um að þú getir strax lagt nið-
ur rófuna, því að hætt er við
að þú verðir henni seint jafn-
aldra. Ég held þú ættir að láta
strókinn sigla sinn sjó, meðan
hann er svona upptekinn af vin-
konu þinni, og umfram allt ekki
ganga eftir honum. Auk þess
þarftu síður en svo að örvænta
— ef marka má af skriftinni ertu
ennþá furðu ern.
Umgengni . . .
Við birtum hér úrdrátt úr bréfi
frá „Borgara", og eiga orð hans
sannarlega erindi til þeirra, sem
til sín vilja taka. Bréfið er of
langt til birtingar, því miður ...
... Það er annars furðulegt, hvað
lslenzkir kaupmenn gera sér seint
ljóst, hversu gífurlegt gildi aug-
lýsingin hefur. En auglýsing er
ekki einungis klausa í blaði eða
nokkur orð 1 útvarpi. Það er held-
ur ekki nóg að hafa þessa og þessa
vöru til sölu. Það verður að stilla
vörunni vel og snyrtilega upp i búð-
argluggunum, og er það vissulega
verk fagmanna. Ennfremur þarf að
vera snyrtilegt innanbúðar — og
umfram allt smekklegt, — til þess
að verzlunin laði að sér viðskipta-
vini ... Það þarf að hleypa nýju
lifi í Fegrunarfélagið, svona nokkuð
á félag sem þetta að láta til sín
taka. ... Ég segi ekki, að þetta sé
ekki að jskána, en það er grætilegt
að sjá ómáiaðar og skítugar verzl-
anir i hjarta bæjarins. Sumir kaup-
menn gera sér alls ekki grein fyrir
því, að þótt það kosti ærinn slcild-
ing að mála og dytta að verzlunum
þeirra, launar það sig fyrir þá pen-
ingalega, auk þess sem þeir hafa
gert sitt til að gera heildarsvipinn
á bænum okkar fallegri. Hvarvetna
i hjarta bæjarins blasir við manni
þetta hirðuleysi, sem særir vissulega
hvern fegurðarelskandi mann. ...
Ef ég ætti aðeins 10.000 krónur, gæti
ég breytt Austurstrætinu svo tii
batnaðar, að jafnvel Tómas Guð-
mundsson kannaðist ekki við sig
þar ...
Uppstökk .
Kæri Póstur.
Ég verð að skrifa þér undir d
Nær hún henni? . . . nefni, og ég geri varla ráð fy
að þú getir gefið mér gott ráð,
konan min les Vikuna. Nei, það
ekki það, sem að er — það er bi
Ó, elsku Vika, ég er í alvarleg-
um vandræðum sem stendur. Svo
í
4 VIKAN