Vikan


Vikan - 22.03.1962, Page 8

Vikan - 22.03.1962, Page 8
Ofvitinxi ÞEGAR REYKJAVÍK var enn ung og óspillt, bílar ekki til, engin umferðarsiys og engar umferðarreglur, og maður var kominn upp í sveit hjá Hlemmtorgi eða Kennaraskólanum, mátti oft sjá settlega menn og virðulega ganga með silfur- búna göngustafi út fyrir bæinn og teyga í sig góðloftið. Þetta var kallað að fara í heilsubótargöngu og var iðkað mjög af embættismönnum og betri borgurum. Nú hefur þessi siður lagzt niður. Þegar heldri menn Reykjavikur vilja á okkar dögum liressa likama og sái eftir önn dagsins, taka þeir bíl sinn og aka út fyrir bæinn, sem nær orðið inn að Elliðaám og langleiðina til Hafnarfjarðar, láta goluna leika um sig gegnum opna bilrúðuna og fara á einni stundu þann veg, sem stagað hefði upp i dagleið í tið hinna silf- urbúnu göngustafa og heilsubótariðkana. En leggirðu leið þina um Vesturbæinn að morgni dags, um Hringbraut eða Bræðraborgarslig, er ekkert sennilegra en að þú mætir manni á heilsubótargöngu í fyrri tíðar stíl. Ef þetta er að sumri til er hann léttklæddur, stundum frakkalaus, og berhöfðaður. Ef þetta er að vetrarlagi er hann i gráum ulsterfrakka, með loðhúfu. En hvort sem er að sumri eða vetri, gengur hann jafnan við gulan staf, að vísu ekki silfurbúinn. Stundum gengur hann hægt og er álútur, horfir til jarðar í þungum þönkum, aðra stundina er hann hvatur i spori, lyftir augum til himins eins og athugull stjörnuskoðari. og sveiflar gula stafnum. Sá, sem hér er á ferð, virðist vera í hópi þeirra, sem er jafn sýnt um hina asfaltbornu jörð og viddir himinsins. En hann er á heilsu- bótargöngu. Þegar kynslóð hans var að vaxa úr grasi opn- uðu íslendingar nldrei hjá sér glugga. Menn voru hræddir við dragsúginn. Til voru jafnvel konur Islenzkar, sem ótt- uðust að verða barnshafandi af dragsúg. En í byrjun aldar- innar riðu vísindin í hlnð á fslandi. Þá gekk tæring rins og farsótt um landið, og vísindin sögðu. að ekkert dygði eins vel gegn tæringu og hreint loft. Þá opnuðu fslendingar skjáina og sváfu við oninn glugga hvernig sem viðraði. Og heldri menn Reykjavfkur fóru að ganga langar göngur og fylla lungun fersku lofti. Þessi maður með gula stafinn festi ungur trú á hreina loftið, og á áttræðisaldri gengur hann tvær stundir á dag fyrir hádegi sér til heilsubótar, fer sfðan heim, þar sem Marsrét biður með heitan matinn. Ykkur er sjálfsagt farið að gruna hver maðurinn er; þetta er Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Mikill yrði sá sjónarsviptir. ef Þórbergur Þórðarson gengi ekki lengur nm götur þessa bæiar, svo samgróinn er hann Reykjavfk. Þó er hann ekki Reykvikingur i þeim skilningi er innbornir Vestnrbæíngar leggja f það orð. Hann er að- fluttur. og korninn um langan veg. Þar sem sveitin mynnist við jökulinn á einn veg og sæbnrða sanda á annan, þar er Þórbergur Þórðarson fæddur, að Hala í Suðursveit f Austur- Skaftafellssýshi. hinn 12. dag marzmánaðar 1889. Sveitin er afskekkt, viðsjál vöfn og stríð verja hana átroðningi utan- sveitarmanna, en að hafi er hnfnlnus strönd. f þessari sveit vaka vættir i fjöllnm. draugar hnfest við í giljum, en álfar byggja hóla. fslenzk forneskja hefur rikt þar óáreitt um langan aldur. En sfundum rekur siálfa heimsmenninguna upp á sanda sveitarinnar: erlend skip, sem misst hafa öll mið, rekur þar á land og skilja eftir góðgæti, sem hvergi finnst nema f útlandinu. dýran við og hluti úr látúni, konfak og sjókort. Þórbergur Þórðarson var óharðnaður unglingur þegar hann drakk sig fullan af sjóreknu koníaki, og úr strönduðum enskum trollara eignaðist hann geysistórt landa- bréf af íslandi og miðum þess og uppgötvaði sér til undrun- ar og skelfingar, að kompásáttirnar komu ekki heim við eyktamörk fólksins i Suðursveit. Á þessum uppdrælti skynj- aði heimalningurinn á Hala ísland allt í fyrsta skipti og hann varð gripinn þeirri útþrá, sem jafnan hefur heiilað fslend- inginn úr þröngri sveit á slóðir þar sem víðara var til veggja. Þórbergur Þórðarson hafði ekki dvalið lengi á hinu jarð- neska plani, þegar flestu heimafólki á Hala og næstu bæj- um kom saman um, að hér hefði Suðursveit fæðzt ofviti eða tunglspekingur, ef ekki umskiptingur. Þetta rauðhærða ung- menni var si og æ að velta fyrir sér spurningum, sem vökn- uðu á vegi Iffsreynslu hans. Forvitni hans var óseðjandi. Hann vildi vita deili á öllu, sem fyrir hann bar, merkingu örnefna, hæð hóla og fjalla. Hann stikaði í laumi fjarlægðir kennileita, hafði furðulegan áhuga á landmælingum. Þegar hann átti að vinna gleymdi hann stað og stund í inerkilegum hugleiðingum. Hann var því kallaður helvítis letiblóð. Hon- um leiddust gegningar, taldi stundirnar um sláttinn þangað til hætt væri að standa á teig. Þessi unglingur var ekki lfk- legur til að taka við búi föður sins. Hann hafði skömm á því puði, sem var einkenni islenzkrar sveitavinnu um og eftir aldamótin, og dauðhræddur við jiær mislyndu skepnur, sem heita naut og kýr. Hugur hans beindist i aðra átt. f kyrru veðri og heiðríkju stóð hann oft á hlaðinu á Hala og horfði til hafs. Þar sigldu á lygnum sæ borðfögur skip með snjóhvit segl. Eftir nokkra stund voru bau horfin út i fjarsk- ann. Þórbergur Þórðarson gleymdi aldrei þessari sýn. Hann hafði f fyrsta skipti kennt hinar rómnntísku tilfinningar Iffsins, þeirra töfra, sem tengdir eru fjarlægðinni og hverful- leikanum, mistri sjóndeildarhringsins. Hann fellur í stafi við sýnina, en vaknar brátt við hin heimakunnu lilióð sveitar- innar — baulið f nautpeningi og jarm f sauðum. En á þessari stundu er ráðinn ásetningur hans: Þórbergur Þórðarson ætlar ekki að verða búskussi á Hala í Suðursveit. Hann ætlar að verða sjómaður. skipstjóri á sliku skipi sem þvi, er nú hvarf f misfrið hvítum þöndum seglum. En hvernig á umkomulaus piltur i sveit, sem er umgirt fiölhim, jöku’fljótum og hafnlausri strönd. að verða skip- stióri á haffæru skini? f fljótu bragði virðist þetta óðs rrianns æði. En vilji mannsins er himnaríki hans, sagðj Marteinn Túter. Sextán ára gamall er Þórbergur ráðinn i að létta heimdragannm. off voríð 1905 ræður hann sig i vegavinnu austur á Mýrar f Hornafirði. Vegavinna á fslandi hcfur orð- ið mörgum islenzkum unglingi fyrsti skólinn að loknu heimanámi. TTm þetta leyti hafði lömunarveiki stungið sér niður í Suðursveit og vegna smithættu var Þórbergur látinn búa einn f tjaldi hiá ve.gavinnumönnunum. Þarna voru verk- stiórar Guðión faðir Halldórs Eaxness, og Runólfur Guð- mundsson. faðir Karls tónlistarmanns. báðir úr Reykjavik. Enn var leiðin löng til sævar skipstjóraefninu úr Suður- sveit, en Þórbergur gat ekki þagað yfir því, að hugur hans væri allur á sjónum. Runólfur verkstjóri kvað það mundu verða auðvelt að koma honum á sjó, ef hann vildi verða vinnumnður hjá sér í Reykjavík. Þórbergur tók fegins hendi bessu tiUioði og munu þeir hafa bundið það fastmælum, að Þórbergur færi til Runólfs vinnumaður á næsta ári. Reið svo af sumarið, og um haustið fór Þórbergur heim að Hala og var þar um veturinn. OOg svo er bað einn vorfagran dag í byrjun sumars árið 1900. að Þórbergur Þórðarson stendur ferðbúinn á hlaðinu á Hala og kveður heimafólk sitt með kossi. Hann er seytján ára gamall, horaður og renglulegur, rauður hárlubbinn ó- skorinn og ógreiddur prýðir höfuð hans. Það er mikill ferðahugur i honum á þessari stundu, hann er að leggja út i veröldiria. Að Hala kom hann aldrei framar, nema gestur. Framhald á bls. 32. 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.