Vikan - 22.03.1962, Page 12
* 2
* V s.
• "5 * .S * * ’ i- -*
Þeir sem standa í samkeppni á alþjóðvettvaiigi, eru*
vist allir búnir að skilja, að það dugar ekki lengur að
halda að sér höndum og segja sem svo: Allir þekkja
mig, — hvers vegna skyldi ég vera að auglýsa. öll
vel rekin fyrirtæki verja háum upphæðum til kynn-
ingar- og auglýsingastarfsemi og fá það fé að sjálf-
sögðu til baka — og oft margfalt.
Uppgangur og velgengni Loftleiða á undanförnum
árum er ekki sízt vegna þess, að þar hafa menn skilið
hlutverk auglýsinga og ekkert til sparað. Loftleiðir
auglýsa i stórblöðum eins og Time og auglýsingar þeirra
eru ekkert fúsk, sem hripað er saman í flýti á skrif-
stofu forstjórans. Það er afskaplega dýrt að vanda
ekki til auglýsinga. Það hefur til dæmis orðið sérstakt
verkefni fyrir sálfræðinga að meta, hvernig auglýs-
II
J Sænski ljósmyndarinn, Lennart Jensen-
Carlén yinkar í kveðjuskyni.
2Iíér er Loftleiðavél í aðflugi að Akureyrar-
flugvelli.
Þessa inynd hefur Carlén tekið í nokkuð mik-
3 illi hæð yfir Reykjavíkurflugvelli. Við sjáum
inn yfir bæinn í norðaustur.
Carlén hefur fengið fegurðardrottninguna frá
4 í fyrra, ungfrú Maríu Guðmundsdóttur til að
bregða sér í flugfreyjubúning Loftleiða. —
Úr stjórnklefa flugvélar. Mjög hversdagsleg
C mynd fyrir flugmenn, en fyrir alla aðra er
ií það hér um bil óskiljanlegt, hvernig hægt er
að hafa gát á öllum þessum mælum.
Snilldarlega vel tekin mynd. Carlén hefur
U tekið þessa mynd úr annari flugvél.
Önnur þekkt íslenzk fegurðardís hefur brugð-
1 ið sér f flugfreyjubúning fyrir Carlén. Hún
heitir Thelma Ingvarsdóttir.