Vikan


Vikan - 22.03.1962, Qupperneq 13

Vikan - 22.03.1962, Qupperneq 13
ingaí fyrir ýmsar tegundir af vörum eða þjónustu skuli vera. A þessu sviði eru íslenzkir kaupsýslumenn yfirleitt mjög langt •á eftir; halda margir i það gamla íslenzka kaupsýslusjónar- mið: Allir þekkja mig o. s. frv. Svo vakna þeir við það einn góðan veðurdag, að ný kynslóð byggir landið og hún hefur snúið sínum viðskiptum til fyrirtækja, sem halda uppi skyn- samlegri auglýsingastarfsemi. Engin vara er svo góð, engin þjónusta svo víðfræg, að nokkru sinni megi halda, að héðan ,i frá sé auglýsing óþörf. Glöggt dæmi um þetta eru þrjár tegundir jeppabifreiða, sem fluttar hafa verið til landsins, síðan bílainnflutningurinn var gefinn frjáls. Ein þessara teg- unda var mjög algeng á Islandi og viðurkennd svo góð, að verð á henni var nálega utan við öll skynsamleg takmörk. Önnur jeppategund frá öðru landi var líka til hér og talin ;að minnsta kosti allsæmileg, en umboðsmaður þeirrar teg- 3 undar tók sig til og auglýsti af þvilíkum krafti, að hinir átt- uðu sig þá fyrst, þegar hann var búinn að selja á þriðja hundrað bifreiðar. Og þá byrjuðu þeir að láta heyra í sér svo .einhverju næmi. Þegar Loftleiðir fá teknar myndir af starfseminni, sem fé- lagið notar .til kynningar eða í auglýsingar, þá fá þeir til iþess sænskan ljósmyndara, sem er í fremstu röð í öllum heim- inum. Hann heitir Lennart Jensen-Carlén, og hefur tekið allar myndirnar, sem hér fylgja með. Hann kom sl. sumar til Islands og komið hafði hann í sömu erindum að minnsta kosti einu sinni áður. Loftleiðir gætu sjálfsagt fengið sæmilega ljósmyndara til þess að taka þessar myndir fyrir ef til vill tíunda hluta af því sem Carlén tekur fyrir það, en það er ekki þeirra stefna •að spara í þessum efnum. Ef Loftleiðir hefðu þá stefnu að :skera niður auglýsingar sem hvern annan óþarfa, að fúska Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.