Vikan - 22.03.1962, Page 15
ekki sérlega hrifnir af Því, aO hann
skyldi hafa haldið starfinu i fjóra
mánuði, þá var móðir hans Þvi á-
nægðari. Og Tony fann — Það var
einnig nýtt viðhorf — að sannarlega
var tími til Þess kominn að hann yrði
henni til ánægju.
Kannski var þetta allt og sumt.
Hann vissi Það ekki. Hann þorði ekki
að segja neinum af Þotufélögunum,
þorði ekki að trúa neinum fyrir því,
hvílíkt rót hafði komizt á tilfinning-
ar hans, og þess vegna áleit hann
réttast að halda þeim öllum frá sér,
Riff, Snjókarlinum, Hreyfli, sem nú
höfðu tekið forystuna í hópnum.
„Ég segi þér þetta eingöngu f trún-
aði,“ bætti hann viö. „Þú skilur það.“
Riff varð snortinn. „Þá erum við
vinir enn," sagði hann hikandi.
„Einlægari vinir en nokkru sinni
fyrr <• Tony brosti, en varð svo al-
varlegur aftur.
„Ég hef látið mig dreyma um svo
margt," mælti hann enn. „Ég er
stöðugt að hugsa um eitthvert tak-
mark, sem ég veröi að ná.“
„Hvers konar takmark?" spurði
Riff af áhuga og kænsku i senn.
„Það er ekki svo auðvelt að koma
orðum að því,“ mælti Tony enn. „Ég
hef látið mig dreyma um að komast
eitthvert á brott. Ekki einungis mílu
vegar eða hundrað milur, heldur þús-
und mílur á brott héðan. Til þeirra
fjarlægustu staða, sem fyrirfinnast
á landabréfinu."
„Hvers vegna gengurðu þá ekki i
sjóherinn?" spurði Riff kaldranalega.
„Þá geturðu látið húðflúra þig og
drukkið þig fullann með mellum í
hverri höfn. Bn hver væri svo til-
gangurinn? Þú getur kynnzt öllum
hugsanlegum þjóðum og þjóðflokkúm
hérna i borginni, svo ég sé ekki að
þú þurfir að endasendast um allar
Riff og féiagar hans láta til s
jarðir. Ef Þú vilt kynnast Klnverj-
um, geturðu hitt þá fyrir í Kínverja-
hverfinu. Þú þarft ekki að fara
lengra en • í Mulberrystræti til
þess að þú getir ímyndað þér að þú
sért kominn til Italíu. En ef þig lang-
ar til að kynnast Porteriko, ráðlegg
ég þér að fara þangað — ef þeir
kynnu að vera þolanlegri heima hjá
sér.“
Tony bandaði hendinni, rétt eins
og hann vildi vísa þröngsýni Riffs
algerlega á bug. „Það má vel vera
að ég þurfi ekki að endasendast um
allar jarðir til að finna það, sem
ég er að leita að," svaraði hann. Það
getur eins vel verið að það bíði min
handan við næsta götuhorn, eða
hérna fyrir utan dyrnar." Honum
varð litið upp í myrkvan gluggann
fyrir ofan. „Það getur eins vel verið
á bak við þennan glugga . . .“
„Hvað áttu við?“
Tony vafðist tunga um tönn eins
og ævinlega þegar draumarnir sóttu
á hann. „Ég veit það ekki sjálfur,"
svaraði hann. „Eitthvað æsilegt, geri
ég ráð fyrir. Raunar eitthvað, sem er
meir en æsilegt, þótt ég geti ekki
komið betur orðum að því.“
Riff starði óttasleginn á hann. „Þú
ert þó ekki farinn að nota eiturlyf?"
spurði hann. Og hann hvessti á hann
augun. „Ef ég kemst að raun um
það ..."
„Gleymdu þessu," svaraði Tony.
„Kannski er ég bara að leita að ein-
hverju, sem veitir mér jafn æsilega
fullnægingu og ég naut forðum, þegar
ég var foringi Þotusveitarinnar.“
Riff hugsaði sig um nokkur andar-
tök. „Mér finnst mestu varða, að við
skulum enn vera vinir."
„Það erum við.“ Tony rétti hon-
um höndina og Þeir tókust fast í
hendur. „Mér er það ánægjuefni, að
skríða.
þú skyldir heimsækja mig, Rlff“,
sagði hann. „Fyrst þú komst einn.
Ég er ekki viss um að ég hefði haft
eins mikla ánægju af því, ef þeir
A-Rabbinn, Diesillinn eða einhverjir
hinna hefðu komið með þér!“ Hann
hristi höfuðið. „Og þegar ég hug-
leiði það núna, hvort nokkuð sé í
það varið að vera einn af Þotunum,
verður það sama uppi á teningnum
og áður . . . Því miður, það er ekki
neitt í likingu við það, sem ég er
að leita að . . .“
„En þú gleymir algerlega stað-
reyndum lifsins, maður," sagði Riff
og reyndi að leiða samtalið inn á
aðrar brautir. „Þú lifir ekki einu
sinni hálfu lífi, nema þú hafir ein-
hvern hóp umhverfis þig sem lýtur
boði þínu og banni. Án þess ertu ein-
stæðingur. Þú hefur meiri þörf fyrir
slíkan hóp en föður þinn og móður.
Já, þú mátt ekki taka það þannig,
að ég sé neitt að setja út á móður
þína,“ flýtti hann sér að bæta við,
„þótt hún hafi komið svona og svona
fram við mig. En þú verður að láta
þér skiljast Það, Tony, að staðreynd
er staðreynd. Ef þú samlagast ekki
neinum hópi, ertu áhrifalaus og ut-
angátta, en meðan þú hefur Þoturn-
ar á bak við þig eru Þér allir vegir
færir."
Tony var ógerlegt að láta sér hina
einlægu málaleitan Riffs eins og vind
um eyru bjóta, ógerlegt að þurrka
út fortíðina, öll árin, sem þeir höfðu
staðið saman eins og einn maður
og barizt hlið við hlið. Atburðirnir
rifjuðust upp fyrir honum, liðu fram
hjá hugskotssjónum hans hver á eftir
öðrum, eins og myndir á tjaldi. Skýr-
skotuðu til samvizku hans og dreng-
skapar, en . . . samt sem áður fann
hann ekki hjá sér neina löngun til
að gerast aftur einn af hópnum.
„Riff, ég hef tekið mína ákvörðun“,
mælti hann. Honum þótti fyrir því, að
hann skyldi ekki geta verið skýrmælt-
ari, en það var sem kökkur stæði í
hálsi hans. „Og sú ákvörðun verður
ekki aftur tekin".
„Þetta veltur á svo miklu nú“, sagði
Riff, sem fann að undanlátsemi var
farið að gæta hjá Tony. Hann reyndi
að láta ekki á því bera, að hann hefði
orðið þess var, taiaði eins látlaust og
honum var unnt — og tókst Það. „Þeir
eru hvasstenntir núna, Hákarlakjaft-
arnir, Tony. Nú eigum við ekki um
nema tvo kosti að velja — að taka til
þeirra svo um munar, eða láta þá
fiæma okkur héðan". Hann þagnaði
við, svo Tony gæfist tími til að gera
sér grein fyrir hve allar aðstæður
væru alvarlegar, áður en hann bæði
hann beinlínis um liðsinni. „Það er
þess vegna, að ég sný mér til þin,
Tony. Ég þarfnast aðstoðar þinnar.
Þarfnast hennar meir en Þú getur
gert þér í hugarlund. Þú verður að
koma með mér i kvöld. Það verður
dansleikur í samkomuhúsinu i mið-
hverfinu".
Tony leit undan. „Ég get það ekki".
„Ég hef fullyrt við þá, að þú kom-
ir".
Tony reiddist að Riff skyldi hafa
tekið hann þannig traustataki, áður
en hann minntist á það við hann, og
hann var ákveðinn í að láta hann fá
það óþvegið. En Þá gerði hann sér
grein fyrir því hvers vegna Riff hafði
gert þetta — vegna þess að hann
reiknaði enn með honum sem traust-
um og tryggum vini, sem ekki mundi
bregðast, einmitt þegar mest á reið.
Annað mál var svo það, hvort til-
finningar hans sjálfs gagnvart Riff
voru hinar sömu. Það breytti þó
engu um þá drengskaparskyldu hans,
Framhaid á bls. 46.
jjMfcaÉsctwi-