Vikan - 22.03.1962, Síða 22
Kvikmyndasagan
Það var komið fram undir miðnætti
þegar Tony sneri heim aftur. Þau
þrjú, Ally, Soffía og Marío sátu á
veröndinni og biðu hans. Þar höfðu
þau setið allt kvöldið.
— Nú eru þau sennilega að drekka
kaffið, hafði Soffía sagt, iðandi af for-
vitni og eftirvæntingu.
— Kaffi, hermdi Marío eftir henni.
Eins og þau séu að drekka kaffi allan
Þennan tíma. Það skaltu segja öðrum
en mér.
— Ég er ekki að tala við þig, svar-
aði Soffía.
Ally hafði lika beðið i eftirvænt-
ingu. Og nú var faðir hans kominn.
— Tony, hrópaði Soffía upp yfir sig
og reis á fætur. Hvernig fór þetta?
Tony kleif út úr bílnum. — Fór
Myndin verður sýnd
í Trípólíbíói
þetta, hvað? Hann hló. Við skemmtum
okkur dásamlega.
—- Hvers vegna kemurðu þá svona
snemma heim?
Tony sneri sér að syni sinum. —
Hún sendi þér hunangsköku. Ég sagði
henni að þér þætti ekkert eins gott og
hunangskaka.
Ally starði á hann og vonbrigði hans
leyndu sér ekki. — Hvers vegna sagð-
irðu það? Ég get alls ekki bragðað
hunangsköku ....
Það leyndi sér ekki heldur að nú
varð Tony fyrir vonbrigðum. Þessi
drengur, þessi drengur.
Soffía veittist að honum. — Nú
verður þú að segja okkur allt, Tony.
Hvernig féll þér við hana? Ákváðuð
þið að hittast aftur? Hvernig er út-
litið?
— Fyrst verðið þið að bragða á
kökunni, mælti Tony stoltur. Hún er
ljúfmeti. Þetta er nú kvenmaður sem
veit hvernig hún á að fara að hlutun-
um.
Ally starði á föður sinn. Gat Þessi
hrifning verið honum alvara, hugsaði
hann. Þau Soffía og Mario f'engu sér
bita af kökunni.
— Helzt til mikið krydd, sagði
Soffía. Aldrei nota ég svona mikið
krydd.
— Dásamlega góð kaka, sagði
Mario.
— Þið ættuð að sjá ibúðina hennar,
mælti Tony enn. E'itt lítið herbergi,
en öllu komið svo haganlega fyrir,
að það er eins og maður sé inni í
höll.
— Mario . . . meinar hann þetta?
spurði Soffia.
— Því trúi ég ekki fyrr en ég tek
á, svaraði Mario.
— Ég get svarið það. svaraði Tony.
Ally stóðst ekki lengur mátið. Hann
fleygði sér i faðm föður sínum. Og
allt í einu varð Soffía gripin slíkri
hrifningu, að hún faðmaði Mario að
sér og kyssti hann. Síðan kyssti hún
Tony.
Ally hafði fallið frú Rogers vel í
geð, strax þegar hann sá hana, en þó
var það annað, sem fyrst og fremst
olli fögnuði hans. Nú mundi hann geta
dvalizt áfram hjá föður sínum — eign-
azt raunverulegt heimili. Ekki það, að
Soffía og Mario mundu ekki reynast
honum vel, en þetta mundi samt verða
allt annað. Bara að föður hans væri
þetta alvara.
Og þarna stóðu Þau öll. Soffia var
að sjálfsögðu farin að gráta og Mario
var bersýnilega hrærður. Og nú tók
Soffía Ally í faðm sér, þrýsti honum
að sér og kyssti hann. Og grét.
— Ég er ákaflega ánægður, Tony,
sagði Mario. Stoltur af þér . . . í fyrsta
skipti á ævinni.
— Hvað gengur eiginlega að ykkur?
spurði Tony. Eruð þið öll farin að
grenja . . . Ekki nema það þó!
DAGINN EFTIR ákvað Tony að gera
alvöru úr því að hitta fornvin sinn,
Jerry, að máli, skýra honum frá hug-
mynd sinni og sýna honum myndirnar
og teikningarnar. Það dróst þó fram-
undir kvöldið. Þegar hann kom í gisti-
húsið, þar sem Jerry bjó, frétti hann
'að Jerry hafði teki? bæði sundlaug
gistihússins og samkvæmissal á leigu
um kvöldið og efnt til dýrlegrar veizlu.
Þjónarnir stöðvuðu Tony og báðu
hann sýna boðskort sitt. Og nú fyrst
veitti Tony því athygli, að allir gest-
irnir voru samkvæmisklæddir. Hann
svipaðist um og sá hvar Jerry stóð
uppi á stökkbrettinu, en blaðamenn-
irnir voru í óðaönn að taka ljósmynd-
ir af honum. — Jerry, kallaði hann.
Jerry . . .
Jerry varð litið þangað, sem hann
stóð. — Tony, hrópaði hann fagnandi.
Hleypið honum inn, kallaði hann til
þjónanna. Hann er gamali og góður
vinur minn.
Síðan kleif Jerry ofan af stökk-
brettinu, hélt beint til Tony, vafði
hann örmum og bauð hann hjartan-
lega velkominn.
Ljóshærða fegurðardís í flegnum
samkvæmiskjól bar að. Hún minnti
Jerry á að tveir eða þrír menn, sem
hann hefði beðið um að tala við sig,
biðu hans í símanum.
— Segðu þeim að ég sé ekki við og
verði ekki við í kvöld, svaraði Jerry.
Ég hef ekki séð þennan grallara i
hundrað ár . . . Svo leiddi hann Tony
á brott með sér. Þú kemur eins og
kallaður sagði hann. Ég er að fara að
horfa á hundaveðhlaupin. Og ég verð
að skipta um föt. Komdu með mér og
spjallaðu við mig á meðan. Hvað hefst
þú erginlega að hérna?
—- Ég bý hérna, svaraði Tony. Hef
búið hér undanfarin tíu eða tólf ár . . .
— Segðu satt. Hvað hefurðu fyrir
stafni? Leynivínsöiu? Hvers kojiar
brask er það, sem þú stundar?
— Ég rek gistihús.
•— Segirðu satt? Þá erum við I sama
báti. Ég hef keypt nokkur gistihús
Framhald á bls. 40.
— Númer níu vann!
22 VIKAN