Vikan


Vikan - 22.03.1962, Síða 32

Vikan - 22.03.1962, Síða 32
(OLGAIE tannkrem EYDIR AHDREMMU vinnur GEGN TANNSKEMMDUM Með því að bursta tennurnar með COLGATE Gardol tannkremi m/ndast virk froða sem smýgur á milli tannanna þar sem burstinn nær ekki til, og eyðist þá hverskonar lykt úr munni og bakteríur sem valda tannskemmdum skolast burt. Andremma hverfur strax. Burstið tennurnar reglulega með COLGATE Gardol tannkremi og verjist tannskemmdum um leið og þér haldið tönnum yðar hvítum og fallegum. KAUPIÐ i DAG, COLGATE TANNKREM i^HVÍTU 06 RAUÐU UMRÚOUNUM Colgate er mest selda tannkrem heims- ins vegna þess að það gefur öndun yðar frískan og'þægilegan blæ um leið og það hreinsar tennur yðar. Ofvitinn frá Hala. Framhald af bls. í). á sjó. Hann véð þvi Þorberg koklc á Hafstein, en skipstjóri var Jón Ól- afsson, si'ðar bankastjóri. Þórbergur hefur lýst eldamennsku sinni á skútu svo, að hún virðist ekki hafa farið honum betur úr hendi en færaveiðarnar. Hann fékk titilinn „helvítis eiturbrasari“ og bar þá nafngift með kristilegu þolgæði meðan hann var til sjós. í frí- stundum sínum mátti hann draga fisk og eiga það sem hann aflaði, en þorskurinn hélt áfram upptekn- um hætti og snerti ekki við öngli hans. Þórbergur var á skútu þrjú úthöld, til ársins 1909, og öll þ.essi ár var hann vinnumaður hjá Run- ólfi Guðmundssyni. Þegar hann var ckki á sjó, vann hann húsbónda sín- um í landi, stundaði uppskipunar- vinnu og annað, sem til féll. En eftir veru sína á sjónum i þrjú ár var hann orðinn afhuga sjómcnnsku og gekk þess ekki dulinn, að hann mundi aldrei verða skipstjóri svo sem hann hafði drcrymt um á lilað- inu á Hala, þegar öll segl voru enn hvít. En maðurinn fa*r ekki lifað án draums sins, og Þórbergur Þórðar- son, sem hafði reynzt ónýtur til vinnu í sveit og á sjó, tók nú það ráð að ganga menntaveginn. Þeg- ar hann kom úr vegavinnu haustið 1909 settist hann í Kennaraskólann. Þar var hann næsta vetur allan til vors, en kunni ekki við andann, sem rlkti i þessum skóla og hugði á annan og meiri frama. Hann vildi setjast i Menntaskólann og haustið 1910 fór hann að lesa undir gagn- fræðapróf. En hugurinn var oftast vfðs fjarri náminu. Hann bjó í litlu herbergi uppi á lofti í Bergshúsi við Skólavörðustíg, hugaði að gangi himintungla gegnum þakgluggann, en hjartað fullt af ást til Elskunn- ar hans, sem svaf i herbergi á hæð- inni fyrir neðan. En hann verður skipbrotsmaður bæði i námi og ást- um: hann gengur frá gagnfræða- prófi þegar stærðfræðin rís upp ógn- andi á vegi hans, og Elskan hans fer heim í sina sveit, og hann fær aldrei tjáð henni ást sina. Á sumrin er hann i vegavinnu eða i sild á Siglufirði og Akureyri, kemur til Reykjavfluir um haustið 1912 nærri slyppur að fé. Einu sinni hyggur hann jafnvel á sjálfsmorð vestur i Selsvör, en finnst sjórinn of kaldur. Sumarið 1913 gerist hann hiisamál- ari, en óheppnin eltir hann eins og vanalega, þegar hann stundar erfið- isvinnu: það er nærri uppstyttulaus rigning allt sumarið og hann getur ekki máiað utanhúss. Um það leyti sem hann er að verða hungurmorða fremur guð loks á honum almætt- isverkið. Erlendur í Unuhúsi kemur heim til hans þar sem hann ligg- ur matarlaus og allslaus og iætur hann mála Unuhús utan og innan. Það var í síðasta skipti, að Þór- bergur Þórðarson lagði fyrir sig likamlega vinnu. Þótt hann sé ekki stúdent fær hann að sækja tíma f Háskólanum °g leggur stund á íslenzku, fyrst hjá Birni M. Ólsen, síðar hjá Sig- urði Nordal, Alexander Jóhannes- syni og .Takobi Smára. Þetta var nám, sem honum féll vel í geð. Hann hafði ekki getað fellt sig undir aga hins.smásmugulega gagnfræðanáms, en vísindalegt íslenzkunám var honum að skapi. Hann gerist orða- 32 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.