Vikan


Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 36
JUpíncu gWW • úrin eru tvímælalaust með bezta ^MMMgMMrnimi'm reynslu af öllum úrmerkjum hér á markaðinum. — Fást hjá úrsmiðum um land allt. Wilhelm Norðfjörð UMBOÐS & HEILDVERZLUN Hverfisgötu 49 . Simi 19050 . Reykjavik manns, sem á ákaflega annrikt; var i senn hæverskur og ákveðinn og lét ljóst i þaS skina, að hann hefði mikilvægaiiL málum að sinna .en ræða við mig. „Hvernig er farið með þig hérna?“ spurði hann. „Prýðilega, Julio, eins og þú get- ur sjálfur séð“. Hann leit til mín og var nú allt í einu á verði. „Hvernig fellur þér klefafélagi þinn?“ „Mér fellur mjög vel við hann. Þvi miður er hann sjaldnast í þvi ásigkomulagi, að veruleg skeinmt- un sé að ræða við hann“. „Það er leitt. Maður er manns gaman við slikar aðstæður. En vit- anlega ræðizt þið við . . .“ „Já, við ræðumst við“. „Ágætt, Alberto. Ég hef kallað þig á minn fund, vegna þess að ég lief grun um að veruleg mistök hafi átt sér stað. Síðast í morgun átti ég tal um það við Ramos mar- skálk . . .“ „Ramos marskálk?" Julio leyfði sér að láta það i ljós með svipbrigðum, að honum félli þessi óbeina athugasemd min. „Ramos marskálkur", endurtók hann. „Það er sá titill, sem þjóðar- leiðtoganum var valinn eftir bytt- inguna, samkvæmt yfirlýsingu her- ráðsins". „Ekki mundi ég hafa spáð honum svo skjótum frama, þegar við vorum saman í skóla,“ varð mér að orði. „Hann virtist frekar tregur til náms“. Ekki hef ég hugmynd um hvað kom mér til að mæla svo heimskulega. En Julio lét eins og hann tæki ekki eftir því. „Síðast í morgun kom okkur saman um það, mér og Ramos marskálki, að það sé með öllu ó- hugsandi að maður sem við höfum þekkt jafn lengi og þig, eins gáfaður maður og menntaður og þú ert, Alberto, geti verið andvígur bylting- unni. Ramos marskálkur er þess einnig minnugur hve mikilvægt lið þú veittir honum í blaði þínu fyrir byltinguna". „Ég þakka ykkur traustið". „Við ræddum sérstaklega leiðar- ann, varðandi mál Vasco. Ramos marskálkur er þeirrar skoðunar, að þar hafi verið um fljótfærni að ræða, fremur en andúð við bylting- una. Hann kveðst ekki vilja leggja trúnað á það, að slíkt hendi þig aftur. Hann fer einungis fram á nokkra tryggingu af þinni hálfu, drerigskaparloforð þitt um það, að þú skrifir aldrei framar neitt þvi likt“. „Og el ég skyldi neita?“ Julio brosti. „Alberto“, mælti hann. „Ég kallaði þig ekki á minn l'und til að hafa í hótunum við þig, heldur einungis til að lýsa loforð- um okkar. Þú veizt sjálfur bezt hver aðstaða þín er nú, og ég er að veita þér tækifæri til að fá henni breytt". „Er það nokkuð anriað, sem Ram- os ætlast til af mér?“ „Það get ég varla sagt, Alberto. Við vitum báðir liversu mikils Vasco inetur þig. Hann minnist oft á þig, þegar . . . þegar hann er ekki fylli- lega með sjálfum sér. Við efum það ekki, að hann sýni þér fullan trún- að“. „Þar skjátlast ykkur!“ Ég laut fram og greip báðum höndum um brún skrifborðsins. Það dugði til þess að framkomugljáinn fór allt í einu af foringjanum. Hann þreif til sprotans, lagði honum fyrir brjóst mér, að hjartastað, og hratt mér aftur til sætis á stólinn. „Hlustaðu á mig, Alberto. Við þörfnumst peninga Vasco, og fyrr eða síðar komumst við yfir þá“. „Ekki fyrir mína aðstoð“. „Hagaðu þér. ekki eins og heim- skingi. Hann segir þér til pening- anna, ef þú spyrð hann. Enginn mun nokkurntíma komast að raun um að þú hafir átt þátt i því að þeir fundust. Það væri ekki annað en lítilsháttar greiði, sem þú gerðir föðurlandi þínu“. „Ég segi samt nei . . .“ „Þá veiztu við hverju þú mátt búast, Alberto. Þú hefur dæmið fyr- ir þér, þar sem Vasco er“. „Það er of myrkt í klefanum til þess að ég geti séð hvernig þið hafið leikið hann. En ég veit það samt.“ „Þú færð nokkurn tíma til að hugsa ákvörðun þína. Ég leyfi mér að minna þig á Feliciu, eiginkonu ir þina, og fjölskyldu þína. Og ég minni þig einnig á föðurlandið. Við höfum ríka þörf fyrir auðæfi Vas- co. . . .“ Ég reis á fætur. „Má ég þá fara?“ Hann otaði að mér sprotanum. „Ef þú vilt. En ég ræð þér til að hugsa ákvörðun þína gaumgæfilega“. Énn var bundið fyrir augu mér. Síðan var ég leiddur til baka í myrkrinu. Allt í einu barst áður óþekkt rödd að eyrum mér. „Gott kvöld“. Og fangaverðirnir svöruðu: „Gott kvöld, faðir“. Ég fann að hönd var lögð á arm mér. „Hvernig liður þér, sonur?“ „Veí eftir aðstæðum, faðir“. „Get ég nokkuð fyrir þig gert?“ Ég kvaðst gjarna vilja skrifta, en fangaverðirnir vildu ekki leyfa það. „Þér getið ekki neitað okkur um að biðja saman“, mælti presturinn. Þvi var ekki neitað, og nú var ég leiddur nokkur skref aísiðis mjúkri hendi. „Við skulum krjúpa á kné“, mælti presturinn. Svo báðum við i sameiningu. Presturinn kraup við hlið mér. Hann hallaði sér að mér, og ég hélt að liann ætlaði að blessa mig. En svo veitti ég því athygli, að það voru ekki nein venjuleg blessunarorð, sem hann hvíslaði í eyru mér. „Segðu senor Vasco“, hvíslaði hann, „að standa stöðugum i trúnni og voninni . . . Segðu honum að nunnurnar og börnin séu á leiðinni . . . segðu honum að nunnurnar og börnin séu á leiðinni . . . .“ Að svo mæltu veitti hann mér blessun sína og tók við skilaboðum til Feliciu eiginkonu minnar, en ég var leiddur til klefa míns. Vasco var þar fyrir, þegar ég kom. Um leið og stálhurðin féll aftur að stöfum, greip hann um hönd mér, og í fyrsta skiptið heyrði ég rödd hans titra. „Þeir hafa þó ekki . . . Alberto?“ Ég faðmaði hann að mér. „Nei, þeir misþyrmdu mér ekki. Þeim fannst einungis að þeir mættu ekki láta tækifærið ónotað, til þess að ógna mér með því að þeir hefðu fjölskyldu mína á sinu valdi". Síðan sagði ég honum samtal okk- ar Julio, nema hvað ég sleppti því, sem viðkom peningunum, og loks sagði ég honum af fundi minuin við prestirm og skilaboðin, sem hann hafði beðið mig fyrir. „Hann bað mig að segja þér að standa stöðugum í trúnni og von- inni . . . að nunnurnar og börnin séu á leiðinni . . .“ Svo mikið varð Vasco um þessa einkennilegu orðsendingu, að hann lineig i öngvit, um leið og hann greip krampakenndu taki um hönd mér og hvíslaði eitthvað, svo lágt, að ég varð að lúta alveg að lionum, svo að ég gæti greint orðaskil. „Nunnurnar og börnin . . . þá kaunski finna þeir peningana mína; auðæfi . . . Francisco Vasco!“ Ekki sóttu fangaverðirnir Vasco daginn eftir. Ekki heldur þar næsta dag. Hann naut hvildarinnar og svaf löngum. Og það var eins og andrúmsloft- ið 1 niðamyrkum fangelsisklefanum oklcar tæki einhverjum óskiljanleg- um breytingum. Þótt hvorki sæjum við neitt né heyrðum, fundum við það. Hvorugur okkar minntist á þetta, en við vissum að við fund- um það báðir. Á þriðja degi var ég sóttur öðru sinni. Vasco svaf þegar ég fór, og mér var það fagnaðarefni, að hon- um skyldi þannig vera hlíft við lcviðanum mín vegna. Hann vissi við hverju mátti búast þegar fanga- verðirnir bundu fyrir augu manns og leiddu mann um löng göng í ann- 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.