Vikan


Vikan - 22.03.1962, Side 37

Vikan - 22.03.1962, Side 37
10-5-4 D-9-7-3 9-4-3 K-10-8 Norður Austur Suður Vestur 1 lauf pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 3 hjörtu pass 4 grönd pass 5 hjörtu pass 7 hjörtu pass pass pass Útspil spaðadrottning. í spilinu í dag kemur íyrir varn- arspilamennska, sem mörgum meistaranum sést yfir. Suður vann sína alslemmu með tveimur brögð- um, sem eru allsjaldgæf í spilinu — þreföldu grandbragði og ónauðsyn- legri sviningu. Þetta er spila- mennska, sem meistarinn er vak- andi fyrir, en vestur sofnaði á verð- inum og gaf sagnhafa möguleikann á því að vinna spilið. Vestur spilaði út spaðadrottningu, drepinn með kóng í borði og spil- aði hjartakóng. Vestur lét spaða. Nú sá suður að hann varð að ná grand- bragði á austur til þess að vinna slemmuna og fyrsta skilyrði til þess, var að stytta sig í trompinu, þannig að hann yrði jafnlangur austri. Hann spilaði nú út hjartatíu og austur iagði á, sem var bezta spila- mennska hans. Suður tók ásinn. Þar eð suður þurfti að stytta sig þrisvar til þess að verða jafnlangur austri i trompinu, var augljóst að hann þurfti þrjár innkomur á borðið. Og til þess að ná siðasta gegnumspilinu á austur, þurfti eina innkomu i við- bót, eða alls fjórar. Suður átti að- eins þrjár öruggar innkomur á borðið, spaðaás — laufaás — tígul- kóng, og til þess að fá þá fjórðu reyndi hann svokallaða ,,ónuaðsyn- lega sviningu". Eftir að hafa tekið hjartaásinn, fór suður inn á laufaás og tromp- aði lauf til baka. Þá kom tigulsex, vestur lét LÁGT, og tíunni var svínað. Enn var lauf trompað heim og síðan spilað spaða á ásinn í borði. Þriðja laufið var trompað og austur henti tígli. Nú spilaði suður tiguldrottningu, drap með kóng og spilaði út laufadrottningu. Austur á spaðatiu og hjartaniu-sjö og er varnarlaus. Vestur var sá seki, því hann átti að láta tígulgosann, þegar sexið kom. uð fjær, eins og þúsundrödduð hróp. Ramos snerist á hæl og gekk frá glugganum. „Skrímslið, sem þú heyr- ir öskra i fjarlægð, er múgurinn . . . fólkið", mælti hann. Julio brosti yfirlætislega, teygði út höndina eftir vindli úr skrín- inu. Það var ögrandi viðbr.agð og rangt eins og á stóð. Ramos barði knýttum hnefanum á hönd hans, skrinið mölbrotnaði og Julio æpti af sársauka. Brosið hvarf af andliti Julio. „Heimskingi“, þrumaði Ramos og hvessti á hann augun. „Fáviti . . . tikarsonur . . .“ og fleira mælti hann i þeim dúr. Hann varð rólegri á eftir, og nú sneri hann sér að mér. „Það er bezt að ég skýri þér frá orsök og til- gangi þeirrar trúarathafnar, se: fram fer þarna úti á torginu“, mæltiV hann. „Nunnurnar og börnin eru að biðja fyrir Francisco Vasco. Ef þú spyrðir hvers vegna, mundir þú ekki fá annað svar en nafn hans. Þessi athöfn hefur nú staðið yfir í nærfellt þrjá daga. Nunnurnar fást hvorki til að bragða vott né þurrt. Börnin ekki heldur. Við höf- um borið þeim mat. Við höfum beðið þau að snúa aftur til mun- aðarleysingjahælanna. Við höfum heitið þeim öllu. Eina svarið sem við fáum er Francisco Vasco“. Ramos fékk sér sæti, teygði frá sér bifurnar i gljáðum leðurstig- vélunum. Nokkra hríð sat hann með augun loltuð, þungt hugsi, svo spratt hann skyndilega á fætur, barði svipuólinni af afli í stígvélin svo rák myndaðist í leðrið; benti loks út um gluggann. „Þarna“, sagði hann, „eru auðæfi Francisco Vasco. Hinn fólgni fjár- sóður hans. Erkibiskupinn hefur sjálfur skýrt mér frá öllu saman. Vasco er snauður maður. Hann hef- ur gefið alla peningana, sem hon- um græddust, jafnótt og þeir komu honum í hendur. Gefið þá nunnum og munaðarleysingjum, ekkjum og öðrum olnbogabörnum þjóðfélags- ins. Og þetta hefur hann allt gert með ýtrustu leynd. Auðæfi hans eru hugarburður einn . . Það var eins og bænarkliðurinn hækkaði og ykist að styrk. Ramos öskraði: „Lokaðu glugganum, Jul- io!“ Því næst bað Ramos mig að flytja Vasco orðsendingu frá sér. Það var yfirlýsing um uppgjöf. Skömmu síðar var Vasco látinn laus. Hann þáði þó ekki frelsið fyrr en Ram- os hafði heitið þvi að öllum öðrum föngum í dyflissunni skyldi sleppt úr haldi; fékkst ekki til að yfirgefa klefa sinn fyrr en þeim hafði öllum, þar á meðal mér, verið fengin ör- ugg fylgd yfir landamærin, svo og fjölskyldum þeirra. Ég kvaddi hann því í myrkrinu áður en ég hraðaði mér á fund Feliciu og barnanna, og því sá ég aldrei andlit hans. Loks var Vasco leiddur út í sól- skinið, þar sem nunnurnar tóku honum tveiin höndum og höfðu hann á brott með sér upp í fjöli- in; fátækan, særðan og tötrum klæddan .... Þegar nunnurnar og börnin mun- aðarlausu höfðu yfirgefið borgina, tókst Ramos með einhverju móti að sefa múginn. Eins og allir vita, er hann enn við völd heima í landi mínu. En nunnurnar og munaðar- leysingjarnir eru þar einnig — fjár- sóður Francisco Vasco i óbeinni merkingu. Og þótt ég búi fjarri þjóð minni, heyri ég stundum óm af bænaklið þeirra gegnum lágt, þús- undraddað hróp múgsins, dult og reiði þrungið . . . Ef til vill heyrir Jósé Ramos það einnig, þegar hann er einn í myrkr- inu. ... ★ Carlén. Framhald af bls. 13. í stað þess að fá það bezta sem fá- anlegt er, þá væri félagið vafalít- ið fimmtu Cloudmastervélinni fá- tækara og sennilega þeirri fjórðu lika. Það er fyllilega ástæða til þess að benda á fordæmi Loftleiða, vegna þess að allir sjá, að félagið er i stöðugum uppgangi. Það fordæmi mættu þeir gjarnan taka til athug- unar, sem enn hafa ekki skilið hlut- verk auglýsinga í nútima rekstri. an hiuta fangelsisins. Hann vissi af raun hvað við tók . . . En ég var þó ekki leiddur i pyndingaherbergið fremur en í fyrra skiptið, heldur inn í skrifstofu Julio öðru sinni. Mig sveið sárt í augun þegar bindið var leyst. Innan skamms greindi ég að nú var Julio ekki einn þarna inni. Maður, sem einnig bar leðurtreyjuna — ein- kennisbúning byltingarhersins — stóð út við gluggann og sneri baki við mér. Um hríð stóð hann þar sem óhreyfanlegur og starði án af- láts út um rifu á gluggatjaldinu. Loks sneri hann sér að mér. Þetta var José Ramos. Hann dró tjaldið frá glugganum og dagsbirtan flæddi inn i skrif- stofuna. „Sæll, Pepe“, mælti ég ó- sjálfrátt. Það er ekki svo auðvelt að gleyma þeirn gælunöfnum, sem manni voru munntöm í æsku. „Alberto“, sagði Ramos. „Komdu hingað . . Julio greip fram í. „Hann sér ekkert enn. Hann verður að venjast birtunni smátt og smátt“, sagði hann. „Þegiðu“, svaraði Ramos snúð- ugt. „Komdu hingað út að glugg- anum Alberto . . .“ Ég reis á fætur, greip hönd fyrir augu til að hlífa þeim gegn birt- unni. Ramos tók fast i öxl mér og leiddi mig út að glugganum. „Líttu út“, sagði hann. Glugginn sneri út að breiðtorgi, girtu litfögrum blómabeðum. Gos- brunnur var á miðju torginu, og glitrandi gosúði hans var það fyrsta, sem ég greindi; liti blómskrúðsins ekki fyrr en drjúgu andartaki sið- ar og þó aðeins í móðu. Samt sem áður vissi ég að eithvað enn ó- venjulegra mundi að sjá þarna úti fyrir, þótt ég fengi ekki enn greint það með sjónskynjun minni. Og svo gerðist það allt i einu, að sjón mín skýrðist og ég sá það, sem Ramos vildi að ég sæi. Úti á torginu stóð slikur aragrúi barna, að hvergi sá í hellu og öll krupu þau á kné og sneru ásjón sinni að fangelsismúrunum. Með börnunum krupu nunnur svo hundr- uðum skipti, klæddar mismunandi reglubúningum — brúnum, bláum, svörtum, gráum eða hvítum. Frá þeim og börnunum heyrðist lágur, samstilltur bænakliður. Ramos opnaði gluggann. „Hlust- aðu“, mælti hann. Gegnum bæna- kliðinn heyrðist þungur gnýr, nokk- Makharónur kaldir • Heildsolubirgdir: EGGERT KRISTJANSSON & CO HF Sími 11400 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.