Vikan


Vikan - 21.06.1962, Qupperneq 2

Vikan - 21.06.1962, Qupperneq 2
I fullri alvöru EGILSSTAÐIR? í síðustu viku seldum við farmiða til Tóldó, Narssarssuak og Egilsstaða. Við erum alla daga reiðubúnir til að veita við- skiptavinum okkar hina bezíu ferðaþjónustu. Seljum farseðla um allan heim með flugvélum, skipum, járnbrautum og bílum. EKKERT ÞJÓNUSTUGJALD við Ingólfsstræti gegnt Gamla Bíói. Tíu eða tólf milljónir MaSur, sem aðstöðu liefur til a'ð vita, og ég lief ekki ástæöu til að væna um ósannsögli, sagði mér þá sögu úr frekar fámennu og af- •skekktu liéraði, að þar hefði fyrir nokkru verið fullbyggður vandað- ur barnaskóli, verið væri að ljúka þar við stórt og glæsilegt félags- heimili — og í undirbúningi að reisa þar gistiliús, þar eð þjóðbraut, að minnsta kosti að sumarlagi, ligg- ur þar um sveitir. Ég spurði hann hvað allar þessar byggingafram- kvæmdir mundu kosta. „Skólahús- ið var lullgert fyrir nokkrum ár- um, og félagsheimilið að miklu leyti fyrir gengisfellinguna — en það verða samt alltaf tiu—tólf milljónir; að minnsta kosti það —.“ Fjarri sé mér að telja eftir þótt menningarlega sé byggt í dreif- býlinu - en jafnan liefur þótt hag- kvæmara að slá tvær flugur i einu höggi en tveim, og enn hagkvæm- ara ef unnt var að' slá þrjár, og þarna virðist sem þrjár hefðu ein- mitt legið allsæmiíega við. Að minnsta kosti tvær, og það svo að nokkrar miUjónir spöjruðust, án þess nokkur setti ofan. Gistihúsið verður ekki starfrækt nema yfir sumarmánuðina — þann tima ársins, sem barnaskólinn er ekki starfandi. Með dálítilli fyrir- hyggju lielði eflaust mátt gera skóla- húsið þannig úr garði að þar mætti starfrækja gott sumargistihús — t. d. með því að leiða rennandi vatn í iivert heimavistarherbergi. Ótrú- lcgt virðist líka að ekki tiefði mátt liafa félagsheimili i ekki fjölmenn- ara héraði undir sama þaki, og hefðu þá kannski sparazt þarna nokkrar milljónir. Annars hefur það komið fram frá ábyrgum aðilum, sem mótbára gegn því, að byggð væru félags- heimili í sambandi við barnaskóla, að skemmtanir þær, sem þar væru haldnar, færu ekki fram á þann liátt að fyrir börnum væri hafandi. Það skal ekki vefengt, en ekki virð- ist það þó koma lieim við það menningarhlutverk, sem þessum hcimilum er ætlað að gegna, og varla getúr tatizt viðeigandi, að verja árlega tugum milljóna af al- mannafé til þess að koma upp glæsilegum samkomubyggingum úti í sveitum landsins, svo slíkar skemmtanir gætu farið þar fram. Það skal þó skýrt fram tekið, að hér cr ekki verið að drótta neinu að þeSsu ónafngreinda héraði, i sambandi við væntanlega starf- rækslu lélagsheimilis sins, þegar það verður tckið í notkun. Það er og vitað, að hinir nýju barnaskólar og félagshcimili eru mörgu byggðarlagi svo J>ungur baggi efnahagslega, að híutverk Jjcirra snýst öfugt við það, sem áætlað er — i stað þcss að sporna við flóttanum úr dreifbýlinu verða þessar byggingaframkvæmdir bein- línis og óbeinlínis til að ýta undir hann. Þótt þcim, sem ráðstafa þarna almannafé, þyki ekki muna mikið um tíu til tólf milljónir, getur fá- mennt byggðarlag munað verulega Framhald á bls. 36. 2 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.