Vikan - 21.06.1962, Síða 10
EFTTR gTETNUNNT $.
FyRSTl HLUT1SF
SRTEM
ÞRE/U
Orðið „yoga“ þekkja flestir, en það hefur margar og ólíkar
merkingar i hugum manna. Sumir halda, að það tákni eingöngu
líkamsæfingar og þær heldur af fáránlegra taginu, aðrir bendla
það við loddaralistir og galdrabrögð, og enn aðrir hugsa sér
yogaiðkendur sem meiniausa geðsjúklinga, er ekki hafa annað
fyrir stafni en að sitja í afkáralegum stellingum með fótleggina
í eins konar rembihnút og stara án afláts á naflann á sér.
Nú má vera, að þessar hugmyndir séu ekki að öllu leyti á
misskilningi byggðar, en það eru til aðrar og göfugri hliðar á
yogavísindunum. Yoga táknar bæði leiðirnar að markinu og
markið sjálft. Og hvað er þetta mark? Hvorki meira né minna
en sameining mannsins við guðdóminn, einstaklingsvitundarinn-
ar við alheimsvitundina, lægra sjálfsins við æðra sjálfið.
Allt fólk, sem á annað borð hugsar, hlýtur ósjálfrátt að brjóta
heilann um ráðgátur tilverunnar, og flestir — ef ekki allir —
virðast sammáia um, að eitthvað liggi að baki hins sýnilega
heims. Þetta „eitthvað" hefur verið nefnt mörgum nöfnum:
allífið, hið algjöra, orsök sköpunarinnar, hið allsvaldanda, Guð
— orka, efni, náttúra, o. s. frv., en nöfnin eru ekki annað en
tilraunir mannanna til að skilgreina hið óskýranlega og gefa
yfirskilvitlegum raunveruleik heiti. Við erum svo leikin í að búa
til kreddur og kennisetningar, hugmyndakerfi og fræðiheiti, að
okkur hættir til að gleyma kjarna málsins í tilgangslausum þræt-
um um aukaatriði. Ef æðri máttarvöld eru til. þá em þau til,
hvort sem mennirnir trúa þvi eða ekki.
Yogaheimspekin heldur því fram, að þau séu til. Og meira en
það. Hún staðhæfir, að hægt sé að læra að þekkja þennan yfir-
skilvitlega raunveruleik af eigin reynslu, vegna þess að við séum
öll hluti af honum; innsti kjarni hvers einstaklings sé eitt með
alheimsvitundinni. Og yoga er aðferð til að komast að þessum
innsta kjarna, finna hinn raunverulega innri mann, æðra sjálfið,
andann, guðdómsneistann, þetta eitthvað innra með okkur,
sem veit.
En leiðin að þvi marki er löng og ströng. Það er ekki nóg
að standa á höfði svo sem hálftíma á dag eða anda eftir ein-
hverjum vissum reglum; við verðum að ná algeru valdi yfir
huga okkar og tiifinningum, tii þess að æðra sjálfið geti birzt
í fuilri dýrð.
Og í andlegum fræðum gildir hið sama um sálina eða æðra
sjálfið og hið aigjöra eða Guð; okkur er ekki fyrirskipað að
trúa á eitt eða annað, heldur ráðlagt að bíða með að segja af
eða á, þar til við höfum kynnt okkur málið til nokkurrar hlítar.
Það er eitt af grundvallaratriðum yogaheimspekinnar og allra
dulvísinda, að engu er haldið fram, sem ekki er hægt að sann-
reyna með eigin tilraunum. Að visu eru kröfumar harðar og
skilyrðin ekki sérlega aðgengileg, en við getum naumast ætlazt
til, að alvizkan detti fyrirhafnarlaust í kjöltu okkar af himnum
ofan. Við verðum að lesa og læra, brjóta heilann og draga álykt-
anir af því, sem borið er á borð fyrir okkur, og við megurn
hvorki vera svo trúgjöm, að við gleypum gagnrýnislaust við
öllum dulrænum kenningum, né svo tortryggin, að við lokum
öllum Ieiðum til frekari skilnings. Yoga bendir okkur á brautina
til æðri skilnings og innsæis, en sjálf verðum við að feta hana.
En vissar kenningar yogafræðanna og dulvísindanna er gott
að hafa í huga, hvort sem við kjósum að trúa þeim eða ekki.
Að minnsta kosti getum við stuðzt við þær sem leiðsögutilgátur,
þangað til við finnum annað betra í staðinn. Þessar kenningar
eru þrjár að tölu og mjög einfaldar, en þær útskýra ýmislegt