Vikan


Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 12
Wft Það, sem þið sjáið á þessum mýndum, er meðalstórt ein- býlishús, nánar tiltekið 142 fermetrar að flatarmáli. Það eru þrjú svefnherbergi, bað, stór stofa, eldhús með borðkrók og þvottahúsi á hæðinni, en i kjallara er rúmgóð geymsla ásamt kyndingarklefa. Skipulagsvandamálið er óvenju vel leyst i þessu húsi, og þegar tekst að sameina það góðu útliti, er árangurinn þess virði að athuga hann örlitið nánar. Húsið er norskt og einnig arkitektinn, Inge Dahl. Það stendur á mjög fallegum stað utan í brekku, en hér á íslandi er margt sjaldgæfara en brekkí- ur, svo það ætti ekki að verða til fyrirstöðu. Nytjaskóginum á bak við sieppum við, en hann verður kannski kominn eftir 500 ár á einstaka staði, ef Skógrækt ríkisins verður ekki afskipt, þegar deilt er úr rikiskassanum. En nú er það sjálft húsið, sem máli skiptir og það er í þessu tilfelli úr timbri. Norðmenn nota eðlilega timbur mjög mikið til bygginga, þar sem það er nærtækt byggingarefni hjá þeim og ekki nándar nærri eins dýrt og hér. Timburklæðningin gefur húsinu mjög sérstæðan svip og þarf varla að efast um, að það er fallegra með þessu móti en steinsteypt. Þó gæti steinsteypa að sjálf- sögðu mæta vel gengið, ekki sízt i bæjum, en úti í guðsgrænni Framhald á bls. 43. Útlit hússins einkennist af stórum, hreinum flötum, en timhurklæðningin gefur þvf hlýlegan svip. Kjallari er steyptur. Þak hússins er mjög flatt og hefur hingað til ekki þótt ráðlegt að byggja þess háttar þök á íslandi, en fagmenn fullyrða að öllu sé óhætt með réttum frá- gangi. Myndin til vinstri er úr stofunni, og að neðan sést sú hlið, sem veit undan brekkunni. VEL SKIPULAGT EiNBÝLISHÚS ÚR TIMBRI Hús og húsbúnaður 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.