Vikan - 21.06.1962, Síða 19
220 manns
starfa hjá
Flugfélagi íslands
á 25 ára afmælinu
Nú hefur Flugfélag Islands fagnað 25 ára afmæli með tilhlýðilegum hátíðahöldum
og hefur þess verið minnzt rsekilega í flestöllum blöðum landsins. Vinsældir Flugfé-
lagsins hafa aldrei verið meiri en einmitt nú, enda hafa Þær samgöngur, sem Flug-
félagið hefur haldið uppi við landsbyggðina, gerbreytt lífi manna Þar. Það er hú einu
sinni svo, að góðar samgöngur eru meðal Þeirra lífsgæða, sem nútímamenn vilja sízt
af öllu vera án.
Það er erfitt fyrir ókunnuga að gera sér grein fyrir Því, hversu umfangsmikill
rekstur Það er að gera út flugvélar og halda áætlunum, iiinanlands og utan. Um Þesh-
ar mundir eru starfandi 220 manns hjá Flugíélagi Islands og yfirgnæfandi meirihluti
Þess fólks starfar hér heima. Eins og allir vita,' fer fram mjög nákvæm skoðun á flug-
vélum með ákveðnu miilibili. Allt Það eftirlit framkvæmir Flugfélagið hér heima.
Til Þess Þarf félagið fjölda manns og allt eru Það fagmenn. EÍndurnýjun og viðgerðir
fara einnig fram á verkstæðum Flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli. Þarna er um-
fangsmikill rekstur, sem sparar Þjóðinni miklar fúlgur í erlendum gjaldeyri á ári hverju.
Mörg störf hjá Flugfélagi Islands eru með Þeim hætti, að vinna verður á tveim
vöktum. Þess vegna var mjög erfitt að ná saman öllu fólkinu í svo fjölmennum starfs-
hópi. En VIKAN hefur litið inn hjá flestum deildum Flugfélagsins og hér birtast
myndir af öllum Þeim sem til náðist.
Þær eru flugfreyjur hjá Flugfélagi íslands
Sigrún Sigurðardóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Hólmfríður K. Hansen,
Sigrún Marinósdóttir, Brynja Pétursdóttir, Helga Henckel, Helga Zöega,
Bylgja Tryggvadóttir, Brynja Kristjánsson, Elsa Jónsdóttir, Katrín Arna-
dóttir, Björg Ingólfsdóttir, Hólmfríður Gunnarsdóttir, yfirflugfreyja,
María Jónsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Anna Þorkelsdóttir, Hrefna
Pétursdóttir, Hrafnhildur Schram, Hafdís Árnadóttir, Sigríður Jakobs-
dóttir og Nína Þórisdóttir.