Vikan


Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 39
*,/* eg aktnð rtí.viiH Vii þrttH n|hII tir.' — t>ú hefur svo sein viða ver- ,? . . . ? „Já, ég hef viða komið, lagsinað- nr. og margt gert um dagana. Alltaf verið við veiðar og oftast sjálfstæð- ttr. Það finnst mér mikils virði . . . að vera sjálfs síns herra.“ Já. Og þú hefur víða verið, segirðu, og margt reynt. Hvenær byrjaðir þú sjóménnskuV „Þá var ég Ííklega. 12 ára gamall. Ég átti þá heima á Dýrafirði. Ég var þá tiálfdrætlingur, eins og allir aðrir á skipinu. Menn unnu upp á tiálfan hlut." — tlefurðu ekki lent i einhverj- um mannraunuin eða ævintýrum á þinni löngu sjómannsævi? „Ég hef svo sem lent i ýmsu, en aldrei neinu alvarlegu, held ég. Ég hef verið á skipi sem strandaði, t-u það var ekkert alvarlegt, sem hetur fór. Ég man ekki til þess að ruaður liafi nokkurn línia farizt á vkipi, sem ég var á.“ — Það hlýtur að vera sjaldgæft með mann, sem hefur verið á sjó ineira og minna i 60 ár. „Já, þvi miður. En ég álit mig mjög heppinn að þvi leyti, og raunar að öllu leyti. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ — Eitthvað hefur þú unnið i landi. Hvað hcfur þú þá helzt lagt fyrir þig? „0 — það er nú ýmislegt. Það er kannske helzt að minnast á það þegar ég var með minnkabúið. Það var fyrirtæki, sem borgaði sig.“ — Varstu með minnka, já . . . ? „Já, ég átti hátt upp i 100 dýr, eða rúmlega 30 tríó.“ — Tríó, hvað er það? „Jú, það var þannig að maður hafði þau saman þrjú. Tvær læður og einn stegg. Það var kallað trió.“ — Og jiú hafðir gott upp úr þvi, segirðu? „Já. Það var góður atvinnuveg- ur. En svo fór þetta allt saman i vaskinn. Þegar brezki herinn kom hérna, þá settu þeir upp búðir rétt hjá mér þar sem ég bjó á Gríms- staðaholtinu. Þegar einhver sér- stakur hávaði var hjá þeim, sem oft vildi verða, þá áttu læðurnar það til að drepa ungana sina. Eftir það var tilgangslaust að halda minka. Og svo var minkahald bann- að með lögum, eins og þú veizt.“' — Ég vil ekki trúa þvi að þi’i hafir ekki lent í einhverjum maiuj- raunum. „Blessaður, ekki svo ég muni eft- ir. Ekki nema þá kannske þegar ég lenti í snjóflóðinu. Það var nú reyndar tvisvar." - Já, þessu lúrir þú á. Segðu mér frá því. „Það er nú ekki frásagnarvert i fyrra sinnið. Það var i Hoifsdal. Þú manst kannske eftir þvi að þar féllu mikil snjóflóð. Ég var svo heppinn að mig sakaði ekki, en snjóflóðið féll alveg við húsvegginn þar sem ég var. Hefur líklega ekki munað nema nokkrum sentimetr- um að vegginn tæki af og mig með.“ — En hvað svo i hitt skiptið? „Þá var ég á skytterii út af ós- vík, sem er milli Hnífsdals og Bol- ungarvíkur. Þar er snarbrött fjalis- hlið, og þar var ég að skjóta skarf ___Hvenær var það? Hvað varstu gamall? „Ég hef verið 19—20 ára.“ — A bezta aldri. Og hvað skeði svo? ét riMMi fyrr U1 «n ég var kominn á fulla ferð i snjóflóði niður alla fjallshlíð. Ekki datt mér annað i hug «n það yrði mín síð- asta stund . . — Og hvernrg fór svo? „Ég rankaðí. við mé|r niðri i flæðarmáli. Þá stóð aðeins hausinn uppúr. Ég var alveg ómeiddur, þótt mér gengi seint' að trúa þvi eftir þessa ferð, og þ<að tók mig langan tíma að losa mig úr snjónum. Hand- leggirnir voru svo fastskorðaðir i skaflinum. En að lokum tókst það samt, og mér varð ekki meint af. En byssunni týndi ég.“ — Alveg . . . ? „Nei. Hún fannst aftur um vorið þegar snjóa leysti og skaflinn hvarf. Þá fannst hún einlrvers staðar í fjalishlíðinni." — Og nú ert þú orðinn 73 ára og veiðir rauðmaga i Skerjafirði? „Já, ég kann ágættlega við það. Ég hef áhuga á því og það er allt i lagi á meðan maður hefur nóg að gera.“ — Eitthvað hefur þú upp úr því . . . ? „O-ja-jaja. Einhvern smá-skítar- slatta. Blessaður segðu skattstjór- anuum alrki frá þeuu . . — Hvernig er veiðin annars i ár, svona yfirleitt? „Hún er góð. Óvenjugóð að mínu áliti. Það er hægt að dútía við þetta alveg fram í júlí—ágúst, ef þeir kaupa af manni grásleppu- hrogn. Maður fær núna átta krónur fyrir kílóið og það er álíka mikið og maður fær fyrir rauðmagann — eða meira. Þegar maður getur selt hrognin svona, þá er hægt að stunda þessar veiðar ttlveg fram á haust." — Og hvað er svo gert við grá- sleppuna . . . ? „Ekkert. Hreint ekkert. Éinhvern slatta er hægt að hengja upp, en markaður fyrir signa grásleppu er svo voðalega takmarkaður . . .“ — Svo þið verðið að henda grá- sleppunni, þegar þið eruð búnir að hirða hrognin? „Já. Söltuð grásleppa var borð- uð víða hér á landi i gamla daga, en það er alveg búið að vera, held ég“ 'j ^IIB — Hvað er með bátana, sem þú hefur smíðað. Er þessi til sölu —? „Já, hann er til sölu. Hann á að kaita ivona tottajB þúaund. llér finnst það sanngjarnt verð og vtl ekki vera dýr.“ — Hvað er hann stór? „Tvö tonn. Hann er byggður fyr ir vél sem er um það bil 7 hest- öft.“ — Og á þessu lifir þú, eða hvað? „Já, mér liður prýðilega á ineð- an ég gel farið á sjóinn á bátn- um mínum og vitjað um netin, þá er ég ánægður. Þá hef ég eitthvað að lifa fyrir. Þú hefðir átt að sjá þegar ég var með laxanetin hérna við Geldinganes og Gunnunes í gamla daga. Það var nú lif, maður.“ Já, það getur verið gaman að lifa, jafnvel þótt maður sé ekki milljón- er, eftir því sem mér er sagt. Og sumir segja jafnvel að milljónerar séu lífsleiðustu menn í heimi. Ég vona bara að þú sért ekki milljóner, lesandi góður, og getir skroppið til að vitja um rauðmaga annað slagið í góðu veðri, horft niður i rennsléttan og gagnsæan sjóinn, fylgzt með netinu þcgar það er drcgið upp, og hrópað: „Þarna kemur hann . . . þarna er einn .. Jafnvel þótt það sé bara þang- flyksa. Gl í.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.