Vikan


Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 2
NYTT KREM © fylgib þessum noxzema reglum daglega Bezta leiðin til aS öðlast fagra húð er að hún fái góða næringn. Noxzema krem hefur þann kost fram yfir önnur krem, að það inniheldur sérstök efni, sem eyða bólum og úthrot- um og gera húðina mjúka og fagra. Það gerir því meira gagn en venjulegt lireinsunarkrem og ber fljótan árangur. Reynið Noxzema Skin Cream í dag og þér munuð sannfærast að ekkert krem jafnast á við það. 1 Undir háttinn: Berið svolítið aukalega á ból- ur eða útbrot. Hin fitu- lausa efnasamsetning í Noxzema græðir fljót- lega. 2. Eftir ]>vottinn: Berið á Noxzema. Ósýnilega ver það húðina gegn útbrotum. 3 Kvölds og morguns: I-Ireinsar eins og sápa. Skolast af með vatni. Nærir húðina um leið og það hreinsar. noxzema skin cream Heildsölubirgðir FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H. F. Sími 36G20 Laugaveg 178 f fulUi nlvöru; Shemmdarfýsn Hvað eftir annað birtast fregnir i blöðuin af spjöllum, sem unnin hafa verið á alls konar mannvirkjum og tækjum. Þegar upp kemst hverj- ir valdir eru að sliku athæfi, reyn- ast það yfirleitt vera unglingar og nærri alltaf undir áhrifum víns. Oft er þetta svo notað til árása á æskuna, sem tákn um spiltingu hennar, sívaxandi ábyrgðarleysi og öfuguggahátt. Sýni árásarmenn þess- ir sjálfir þá ábyrgðartilfinningu að reyna að finna þessu nokkrar or- sakir, er auknum peningaráðum og frelsi æskunnar venjulega um kennt — hún kunni ekki með þessi ný- fengnu fríðindi að fara. Sú skýring virðist líka nærtæk. Hitt er annað mál, að venjulega gleymist þessum árásarmönnum að geta þess, að með tilliti til þess livernig hinir eldri meðhöndla sömu nýfengin fríðindi, verði æskunni varla láð þótt hegðun hennar sé þar í ýmsu ábótavant, þótt það muni að vísu fátítt að fullorðnir menn vinni svipuð spjöll, þótt ölvaðir séu. Þarna er nefnilega uin að ræða veigamikinn mun á framferði unga mannsins og eldri mannsins, þótt báðir séu ölvaðir og hvorugur kunni með fé, vín eða frelsi að fara, og báðum sé að minnsta kosti það nýtt að hafa meir en nóg fé handa á milli. Að sjálfsögðu er það ákaflega handhægt að finna þeim mun þá orsök eina, að ungi maðurinn sé að sinu leyli spilltari og eigi minni á- byrgðartilfinningu en sá eldri; jafn- vel að ræða um öfuguggahátt í því sambandi, sem er ákaflega víðtækt og illskilgreinanlegt hugtak. En ■— þá kann að fara sem oftar, að hand- hægasta skýringin sé ekki óhjá- kvæmilega sú eina rétta. Viðhorf fimmtugs og fimmtán ára manns eru ólíkari en þau lcunna að virðast í fljótu bragði. Ekki hvað sizt gagnvart þeim breytingum, sem orðið liafa á ölhun ytri aðstæðum og umhverfi fyrir aukna velmegun og tæknilega þróun á undanförnum árum. Sá fimmtugi sér þar bættan hag, minna strit, aukið frjálsræði til hvíldar og skemmtana, glæsilegri húsakost, auðveldari og fljótari sam- göngur. Vélin og tæknin hafa leyst hann úr fjötrum margra alda á- þjánar, skorts og erfiðis, farartækin og mannvirkin eru honum fyrst og fremst stórfengleg sigurtákn, sem hann er stoltur af og ])ykir vænt um. Þann sem ekki er nema fimmtán ára, sliortir allan samanburð, livað þetta snertir; hann getur ekki, jafn- vel þótt þvi sé lýst fyrir honum, gert sér í hugarlund hvernig allar aðstæður voru fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu árum. Slíkt verður hon- um ekki láð ... enginn, sem ekki hefur sjálfur borið grjót á liand- börum úr húsagrunni eða i vegar- stæði liðlangan daginn og dag eftir dag, getur gert sér í hugarlund hve það puð var drepandi, bæði andlega og líkamlega, svo nokkurt dæmi sé nefnt. Hann lítur því tæknina, vél- ina og mannvirkin öðrum augum en sá fimmtugi, sér þetta allt cf til vill einmitt í réttara ljósi eins og Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.