Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 37
a<5 fara fram og þann tíma verS ég
að nota til þess aS fá mér eitthvaS
í gogginn. Oftast verSur þaS aðeins
hámborgari og mjólkurglas og svo
hóar maður í leigubíl, því Danir
kunna því betur, að maður sé stund-
vís.
Þá er ef til vill beðið um það, að
ég hafi sítt bár á þessum stað og
töskunni minni nieð öllu mínu sam-
ansafni af skóm, böttum, undirpils-
um og farða, má ég aldrei gleyma.
Það er aldrei að vita, bvað þeim
dettur í hug þessum herrum; auglýs-
ingamenn hafa mjög frjótt liug-
myndaflug, eins og þið sjáið oft í
auglýsingum.
Áfram heldur spretturinn. Það
er sannarlega ekki fyrir fólk með
lélegar taugar að vera lengi í svona
starfi. Aldrei má láta neinn biða,
tíminn er peningar og timinn er
alltaf of naumur.
Nú skulum við segja að ég fari
í Gutenberghus. Þar eru þeir að
gera auglýsingakvikmynd og ég á
að vera í henni. Ég verð i þvi til
kvölds. Það er ótrúlegt, hvað þeim
dettur í hug. Nú á ég að vera stein-
aldarstúlka, ldædd skinnum og með
þennan ógnar hárlubba, eins og
nærri má geta. Dirch Passer, fræg-
asti gamanleikari Dana, á að vera
aðalmaðurinn í þessari mynd, og það
er óneitanlega talsverður heiður í
því að „leika“ á móti honum.
Klukkan er orðin hálf átta þegar
þessu er tokið. Þá er vinnudegin-
um lokið — svona að mestu, en
margt er eftir samt. Maður þvær
sminkið framan úr sér og fær sér
að borða. Svo er ég heima aftur eft-
ir tiu tima látlausan sprett og þá er
hægt að talca af sér skóna og slappa
svolítið af. En það er ekki liægt
lengi, því nú verð ég að fara yfir
fötin mín og sjá svo um, að þau liti
sómasamlega út.
Það er mjög þýðingarmikið atriði
fyrir fótómódel. Tdka verður mað-
ur að leggja áherzlu á góða snyrt-
ingu og hreinlæti. Annað kemur ekki
til greina. Það eru ákveðnar leik-
regtur í þessu og við erum ,,úr leik“,
cf við virðum þær ekki. Margar
stúlkur bíða eftir tækifæri hér í
Kaupmannahöfn til þess að verða
fótómódel. Flestar þeirra eru frá
Norðurlöndunum. Aðeins fáar þeirra
fá eitthvað verulegt að gera, en þeg-
ar þær eru orðnar þekktar, standa
allar dyr opnar — líka París.
Ég veit varla, hvað segja skal um
framtíðina. Um daginn fékk ég til-
boð frá Tokalon, svissnesku firma,
og get fengið að vera fótómódel fyr-
ir það, sem þá mundi verða i all-
mörg ár. Líka getur komið til greina,
að ég fari fyrir þá til Spánar i aug-
lýsingaleiðangur. Um þetta veit ég
ekki ennþá. Mér lkar þetta starf ann-
ars mjög vel, þrátt fyrir erilinn og
hýst við, að ég verði við það eitt-
livað framvegis. Svo bið ég að heilsa
lesendum Vikunnar.
Thelma Ingvarsdóttir.
Morgun í apríl
Framhald af bls. 11.
— Hvað, Júlía?
■—- Saman eigum við hamingj-
una....
Hann þrýsti henni svo fast að sér,
að hún veínaði upp. Aftur fann hún
framandi ilmvatnslyktina. Hún
faðmaði hann og gleðin kom aftur í
huga hennar, áköf og heit, og hún
náði varla andanum af hamingju. En
þá fann hún að hann var sofnaður.
Ég verð að sjá til þess, að við get-
um farið út að dansa öðru hverju,
hugsaði hún. Hún hugsaði um litla
italska veitingahúsið i útjaðri borg-
arinnar, sem þau voru vön að fara
á, áður en Jenny fæddist. Þau
tnundu njóta þess núna! ó, Jeff....
Hann svaf fast. Hún lagöi aftur
augun, en sofnaði ekki. Það var eins
og hún væri að biða eftir einhverju.
Það var orðið bjarl og í fjarska
heyrði hún hljóð, sem hún greindi
ekki hvað var. En svo vissi lnin. að
jmð var útidvrahurðin, sem opnað-
ist og lokaðist svo aftur. Það var létt
fótatak Jennýjar í stiganum. Jeff
rumskaði og leit á hana. Hann
brosti og þrýsti henni að sér. A
sömu stundu opnaðist hurðin og
Jenny stóð á þröskuldinum.
— Ertu vakandi, mamma? spurði
hún áköf.
— Já, Jenny.
Hún hljóp yfir gólfið og hrópaði:
— Sjáið þið bara!
—■ Eru blómin komin upp?
— Já, og ég tíndi þau öll.
— Takk, Jenny... . Jeff reisti sig
upp og tók utan um þær báðar.
— Ert þú heima, pabbi? Þá get-
up) við gróðursett p'öntunar öll
saman í dag. Hún hljóp aftur \it.
— Jeff, sagði Júlía og hélt blóm-
unum upp að andlitinu, mér datt í
hug, að þú vildir kannski bjóða mér
á ítalska veitingahúsið í kvöld....
Hann tók utan um hana með ann-
ari hendi, en með hinni tók hann af
lienni blómin. Honum fannst þau
brosa við sér eins og smásólir, hóg-
vær og gjafmild, eins og bros Júlín.
.... Gleðin er dásamleg, hugsaði
hann.
— Heyrðirðu ekki hvað ég sagði,
.Teff? Mér datt í hug, að þú vildir
bjóða mér....
— Ég heyrði það, Júlia. sagði
hann hlæjandi, ég ætlaði bara að
gefa þér tima til að reikna út, hvort
við hefðum ráð á því.
INN - O G ÚTFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ
74.22 Lipca Street, Lódz, Polland.
P.O.B. 133. — Símnefni: Skorimpex, Lódz.
Vér flytjum út: Fyrsta flokks vörur.
Striga- og gúmmískó Gúmmískófatnað Heilbrigðisvörur til
Tennisskó Handboltaskó Volleyboltaskó Sandala fyrir listdans, kvenna og barna. Sjóstígvél, fullhá og hálfhá Verkamannaskó úr gúmmí Skóhlífar kvenna og karla Snjóstígvél fyrir konur og börn daglegra nota: Hitavatnsflöskur, gúnimí- þynnur, gúmmípappír, gúmmíhanzka.
Leður skóf atnað
fyrir börn, konur og karla
Biðjið um tUboð og sýnishorn.
Einkaumboð:íSLENZK ERLENDA VERZLUNARFíLAGIÐ T«ötuis
Yikan 37