Vikan


Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 36
Stretck-dö I I II II 11X111* Sérlega fallegt snið. — 12 litir. SPARTl Borgartúni 7. — Sími 16554. „Já. Það er ábyggilega gaman a?S þvi a?S mega vinna við nýtt blaS, og aðstoða við aS móta þaS frá grunni. Mér lizt lika mjög vel á sam- starfsmenniná ...“ — Vinnutíminn verSur lika ann- ar, er það ekki? „Jú, við eftirmiðdagsblað byrjar maður fyrr á morgnana og hættir fyrr á kvöldin. ÞaS er vissulega betra, jafnvel jjótt ég sé ekki ár- risull í eðli mínu.“ Sigurjón Jóhannsson er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1953, stundaSi siSan nám í viS- skintafræði um skeið, en réðst sem blaðamuður til Þjóðviljans í ársbyrj- un 1957, og hef'ur starfað þar síðan os unnið við innlendar fréttir, tekið viðtöí, myndir o. s. frv. — HvaS vilt þú fræða okkur um MYND, Sigurjón? „Ég er bjartsýnn á framtiðarhorf- ur jjess og geri mér góðar vonir um að okkur takizt að afla ])vi í senn vinsælda og virðingar. Fyrst og fremst er ósk mín sú, að lesend- ur ]>essa nýja hlaðs megi í sem festu trevsta fréttaflutningi ]>ess. éð gæta algjörs hlutleysis i frétta- flutningi má heita óframkvæman- legt af ýmsum kunnum ástæðum, sem óþarfi er að rekja, en óháð blað getur sigit á milli skers og báru. Það hefur tök á þvi að skýra sjónarmiS andstæðra aðila i al- mennum og pólitiskum málnm, jafnt innan iands sem utan. AS sjálfsögðu munum við eiga við ýmsa byrjunarörðugieika að stríða, enda spár um framtíðarhorfur hlaðs- ins á ýmsan veg. Ff okkur tekst pð aefa út dagblað, sem i senn er fiölbreytilegt og gott fréttablaS er éc í engum vafa um, að blaðið eign- ast stóran og tryggan iesendahóp." Til ]>ess að forvitnast dálitið ihf'ira um rekstur og áætlanir blnðs- ins. náðum við í bókhaldarann, Jón K. Kjartansson, en hann liefur m. a. verið bókhaldari hjá AiþýðublaS- inu undanfarin tvö ár. — Viltu segja mér eitthvað um rekstur svona blaðs, Jón, er ekki gífurlcgt fé, sem fer í að hleypa því af stokkunum? „Jú. það kostar óhemju fé að t-eka slíkt blað, og það er i rauninni sama hve stórt upplagið verður, að það kostar næstum þvi það sama að prenta eitt þúsund og 20 þús- und eintök. Mismunurinn felst að- eins í pappír og dreifingu". — Það virðist heldur ekki til ncins sparað hjá ykkur, hvað við- víkur mannskap o. s. frv.? „Nei, enda mundi það ekki borga sig. Það er vafalaust mest undir þvi komið að hafa undirbúninginn nógu nákvæman og góðan og að spara ekki að hafa góðan og nægan mann- skap. Það væri vita tilgangslaust að byrja með svona blað á þann hátt að hafa aðeins bráðnauðsynlegt fólk, — eða varla það.“ — ÚtsöhiverS verður sama og hjá öðrum dagblöðum? „Já, þrjár krónur. Það er ekki hægt að komast af með minna. Ég veit að það er yfirieitt svo að kaup- andinn greiðir ekki einu sinni framleiðslukostnað blaðsins, heldur eru það auglýsingarnar, sem standa undir mismuninum.“ — Eruð þið farnir að safna á- skrifendum? „Nei, fastir áskrifendur verða engir. Blaðið verður aðeins selt i lausasölu, gegn staðgreiSslu." Kristján Magnússon er velþekkt- ur blaðaljósmyndari í Reykjavik, en hann hefur starfað við það undan- farin þrjú ár og unnið með flest- um þeim blaðamiinnum, sem ráðnir hafa verið við MYND. Kristján hefur Iðnskólapróf, en iengst af hefur hann stundað hljóð- færaleik, því hann er viðurkennd- ur snillingur á píanóið og hefur leikið í ýmsum hljómsveitum og um langt skeið stjórnaði hann eigin hljómsveit. Hann er hrifinn af því að MYND skuh fyrst og fremst vera algjör- iega óháð öllum stjórnmálum. „Hugsaðu þér bara hvernig blöðin líta yfirieitt út siðustu vikurnar og mánuðina fyrir kosningar . . . Ekk- ert nema stjórnmál og skanimir. Ég er sannfærður um að það eru að- eins örfáir menn, sem nenna að lesa blöðin þegar þannig stendur á, — enda er hreint ekkert í þeim annað en áróSur, myndir af stjórnmála- fundum, frambjóðendum o. s. frv. — Verður mikið af myndum i MYND, Kristján? „Ekki held ég það, frekar en i öðrum blöðum. Að vísu er þróunin frekar í þá átt að auka myndir með lesefninu, því það gefur því meira iif og lýsir hlutum og atburðum betur en hægt er með fáum orðum, svo að ekki er óliklegt aS myndir verði notaðar eins og hægt er.“ ★ THEIMA Framhald af bls. 20. Vinnudagurinn byrjar snemma. Strax að morgni hringir einhver • ijósmyndari frá auglýsingafyrirtæki og þá er gerð vinnuáætlun fyrir dag- inn. Við skulum segja, að ég fari svo kl. 10 í eitthvert stórmagasinið til þess að máta föt, sem á að mynda mig í. ÞaS er þá venjulega fyrir verðlista, sem magasínið gefur út. Við skulum segja, að ég fari það- an hálf eilefu og þá er næst mynda- taka fyrir eitt af dagblöðunum. Ég á að vera í göngudragt og myndina á að nota í stórt auglýsingaskilti. Sú myndataka tekur næstum klukku- tíma. Auglýsingastjórinn vill láta okkur taka þetta upp aftur og aftur og hann ræðir lengi við Ijósmyndar- ann, en ég stend og verð bullsveitt i hitanum frá ljósunum. Þá er orðið svo áliðið, að ég hef aðeins tuttugu mínútur þar til næsta myndataka á 36 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.