Vikan


Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 11
— Ekki fyrr en i næsta mánuði, Jeff. — Þú getur keypt þá út í reikning hjá Mark- well, hafði hann sagt eins og hann væri særður og móðgaður. — Er það þar, sem Maggie lætur skrifa fötin sín, Jeff? — Já, og hún hefur ekki enn sett John á haus- inn. — En það mundi hún gera við þig, Jeff. Hann iokaði töskunni og andvarpaði. Hann var fölur og þreytulegur, það sá hún núna. Hana langaði til að fara til hans og biðja hann að vera kyrran, hún skyldi gera þessa helgi, þessa apríl- daga, að hvíldar- og gleðistundum. En hann var kominn að dyrunum, sneri sér við og sagði: — Þú hefur rétt fyrir þér, eins og ailtaf, Júlía. En þú þarft ekki að minna mig' á, að ég hefði ekkigetað séð fyrir konu eins og Maggie. Nú var hann ekki lengur bara þreytulegur — nú var hann særður á einhvern hátt, sem hún gat ekki bætt fyrir. Hún fylgdi honum að bilnum, hló og talaði blíðlega, eins og ekkert hefði í skor- izt, og Jenny tók um hálsinn á honum og kyssti hann. En svipur hans var enn kuldalegur. — Það er ekki of seint, Júlía, hafði hann sagt. Ég get beðið eftir þér í nokkra tíma og við get- um fengið einhvern til að gæta barnanna. Við getum ekið til Markwell og keypt handa þér kjól, eða það sem þú þarft.... — Ég veit það, Jeff, en ég.... — Það er allt i lagi, Júlía, ég veit það.... Hann lokaði bílhurðinni og ók burt. Nú var hann kominn heim; Klukkan fimm á sunnudagsmorgni! Hún lokaði augunum, þegar hún heyrði hann koma upp stigann. Um leið og hann opnaði hurðina skein ljósið úr ganginum inn og hún sá hann setja töskuna á gólfið og hengja jakkann á stólbak. En nú flýtti hún sér að leggja aftur augun. Elsku Jeff.... Hann háttaði sig og lagðist í rúmið. Grá dag- skíman lýsti inn um rimlagluggatjöldin og hann bylti sér órólegur í rúminu. Hún vissi ekki hve löng stund leið, áður en hann hvislaði: — Júlía.... Hún sneri sér hægt að honum. — Ég er vakandi, Jeff. — Heyrðirðu þegar ég kom heiin? — Já. — Hvernig hafið þið haft það, þú, Jenny og James? Það var eins og hann væri að koma úr löngu ferðalagi. Rödd hans var hátíðleg og und- arlega óstyrk. Hún fann aftur lykt af ókunnu ilmvatni. — Hvernig hefurðu sjálfur haft það, Jeff? Hann dró djúpt andann. — Hræðilegt. — Hræðilegt? Hún reis upp til hálfs, en lagð- ist svo aftur og beið. — Við vorum að drekka erfisdrykkju dvalar- innar á Mulberryhill. Blaðran sprakk, og gest- írnir reyndu að sýna Westborn vináttu sína með því að skála við hann i síðasta kampavininu, sem John býður gestum sinum næstu árin — við slcáluðum fyrir hinu nýja lífi hans, lífi í fá- tækt, í erfiðleikum, án rússneskra styrjuhrogna, ljóshærðra stúlkna og reiknings i helztu verzl- uiium. Við reyndum að hugga Maggie, sem fékk taugaáfall. — Ég skil þetta ekki, Jeff. — Gerirðu það ekki? John Westborn hefur orðið gjaldþrota með öllu tilheyrandi. Það voru ekki nema nokkur ár, sem hann lifði í allsnægt- um, en þær voru að mestu teknar að láni. West- born var ekki eins rikur og hann reyndi að telja sjálfum sér og öðrum trú um. Og Maggie hélt aldrei neinn heimilisreikning. — Ó.... — Segðu eitthvað, Júlia! Hann beygði sig yfir hana og greip fast um axl- ir henni. — Hvað á ég að segja, Jeff? Auðvitað finnst mér þetta leiðinlegt.... — Nei, ekki það. Segðu, að þú hafir haft rétt fyrir þér. Hann lagðist aftur og hún lá þarna þögul og snerti hann ekki. — Jæja, hvernig hafið þið svo haft það, þú og börnin? sagði hann. — Ágætt, Jefi?! Það veiztu, við höfum það allt- af ágætt. Hann reis upp, kveikti i sígarettu og slökkti jafnskjótt í henni aftur. Hann kom og settist á rúmstokkinn hjá henni. — Þú hefur það alltaf ágætt, Júlía. Þess vegna erlu sú, sem þú ert. — Og þú, Jeff ... ? Hann stóð upp og gekk að sinu rúmi og lagð- ist. Hún undraðist, að hann skyldi ekki finna, hve mikið hún elskaði hann. —• Ég hef það líka ágætt, Júlia. Vegna þess, að þú ert sú, sem þú ert.... — Vitleysa, Jeff. Það er vegna sjálfs þins. Og saman eigum við.... Framhald á bls. 37. Við getum misskilið hvort annað um alla eilífð - eða skilið hvort annað tii hlítar í einni andrá. APRÍL mm VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.