Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 20
1
I
20 VIKAN
THELMA
Af þeim sökum eru stúlkur, sem tiafa
óvenjulega fegurö til brunns að bera mjög
eftirsóttar bjá þeim aðilum, sem liafa tek-
ið það að sér að búa til auglýsingar fyrir
hin ýmsu fyrirtæki. Það er líka eftirsótt
starf að vera fótómódel, ekki sízt vegna
þess að það er fólgin í því talsverð viður-
kenning, það býður upp á tilbreytingu og
er vel borgað starf. í kringum hin stóru,
crlendu auglýsingafyrirtæki, er hópur lag-
legra stúlkna á sveimi, sem vonast til þess
að fá eitthvað að gera, likt og stúlkurnar,
sem bíða við kvikmyndaverin í von um
aukahlutverk.
Það þótti talsvert vel af sér vikið, þegar
ung íslenzk stútka, Thelma Ingvarsdóttir,
tók sig upp úr Skerjafirðinum i fyrra og
brá sér til Kaupmannahafnar með það
fyrir augum að verða fótómódel. Hún var
varla fyrr komin í augsýn þeirra á-
gætu herra í Kaupinhöfn, en hún var ráð-
in og ekki nóg með það; komin í flokk
hinna útvöldu, sem ganga fyrir því bezta
og fá hæstu launin. Hún byrjaði með
kaup, sem sámsvarar 18 þúsund ísl. krón-
um á mánuði, En það voru ströng próf
til að byrja með, sagði hún. Emginn verð-
ur óbarinn biskup, ekki heldur þar. Að
öllum venjulegum prófum loknum var
liigð fyrir hana gildra, sem hún stóðst.
Ungur og glæsilegur, en ókunnur herra,
kom heim til hennar, þar sem liún bjó og
bauð henni úl. Hún svaraði ])vi til, að
þar sem liún þekkti ekki manninn, hafn-
aði hún boðinu. Ilún komst að því á eftir,
að það er talið mjög þýðingarmikið, að
fótómódel séu stcrlc á hinu siðferðilega
svelli, því ekki stendur á gullnum tilboð-
um.
Thelma segir þannig frá starfi sinu í
Kaupmannahöfn:
Framhald á !)ls. 3G.