Vikan


Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 41
I Honum tekst lika áreiðanlega aS ræna mig henni. Hann hikar áreiðanlega ekki viS að bera mig rakalausum ó- hróSri .... — Það getur ekki átt sér staS .... Hans var í senn hneykslaður og ótta- sleginn. —- En ég veit Það. Ég ætlaði ekki að segja þér það . . . ekki einu sinni þér . . . en ég get ekki lengur dulið það með sjálfri mér. Ég hef þegar rætt við hann um skilnað. Hann hót- aði að svipta mig Súsönnu litlu; bar mér á brýn hið svívirðilegasta athæfi og viðhafði þau orð, sem ég gæti aldr- ei tekið mér í munn. En hann laug, og hann vissi Það . . . engu að siður mun hann ekki hika við að sverja að hvert orð sé heilagur sannleikur, þegar þar að kemur. En það er lygi, þótt svo enginn fáist til að trúa mér. Þú mátt aldrei leggja trúnað á það, sem hann ber á mig . . . aldrei. Þú verður að trúa mér og treysta. Enginn getur gert sér í hugarlund hve ríka þörf ég hef fyrir að einhver trúi mér, og láti ekki Einar villa sér sýn .... — Þú mátt treysta því, að ég trúi þér, og stend með Þér á hverju sem gengur. Ég hefði raunar aldrei trúað þessu á Einar, en lengi skal mann- inn kenna. En — sem sagt Lilian . . . þú mátt treysta mér, ég svik þig ekki. Hún lagði armana um háls honum, hann fann heitar varir hennar brenna enn einu sinni á munni sér.... — Þakka þér fyrir það, Hans. Það vissi ég raunar fyrirfram. Þú ert ekki sú manngerð, sem bregzt Þegar eitt- hvað bjátar á. Hann vaknaði aftur til raunveru- leikans við það að klukka í stofunni sló. — Þú veist að það er ekki auðvelt fyrir mig að yfirgefa þig nú, mælti hann lágt. En nú verð ég að mæta til starfs i sjúkrahúsinu, átti í raunlnni að vera mættur þar.... —■ Ég skal aka Þér, mælti hún hrað- mælt. Billinn hans Einars stendur inni í skýlinu. Og ég hef sannarlega gott af því að koma undir bert loft rétt sem snöggvast.... Þegar hún hafði skilað Hans í grennd við sjúkrahúsið, ók hún hratt aftur heim á leið. Hún ók alltaf hratt, Þegar hún var ein i bíl. Það var eins og hraðinn róaði hana, eða hún fyndi eirðarleysi sínu þannig útrás. Framundan lá vegurinn í mörgum, kröppum beygjum. Einar hafði oft og iðulega varað hana við þessum kafla, og hún dró ósjálfrátt úr hraðanum. Ekki þar fyrir, að hann væri svo sér- staklega varkár i akstri. Því fór fjarri — að minnsta kosti þegar hann var að flýta sér. Og allt í einu kom henni ráð í hug.... Hún virti fyrir sér yfirborð vegar- ins á beygjunum . . . holur og pollar og laus möl úti við brúnina, þar sem snarbratt var framaf. Aðstæðurnar gátu bókstaflega ekki verið ákjósan- legri. Lilian brosti sigri hrósandi. Veðrið var eins dásamlega fagurt og hugsazt gat morguninn eftir, þegar Einar ók af stað að heiman. Eva sat í aftursætinu i þetta skiptið. Kristín hafði beðið Þau fyrir kettling í körfu; það var Gréta, sem átti að fá kettling- inn, kolsvart grey, sem hún hafði séð i systkinahópi þegar hún kom á Jóns- messunóttina og fengið ágirnd á. Karf- an var svo fyrirferðarmikil, að Eva varð að sitja með hana í aftursætinu; annars sat hún alltaf í framsætinu, við hlið Einari. — Ég hafði ákveðið að ræða við Lilian í gær, sagði Einar, þegar þau höfðu ekið nokkurn spöl. En mér veittist aldrei tækifæri til þess, svo ég Blóm á heimilinu: Viðdrkol gegn ofvökvun eftir Paul V. Michelsen. VIÐARKOL. Margar konur verða fyrir því af og til, að ein og ein stofuplanta „lætur lífið“ af of MIKILLI vökvun. Vökvun- in er ávallt vandamál, og röng vökvun er aðalástæðan fyrir því, hve margar stofuplöntur deyja fyrir tímann. Sumar blómategundir eru svo viðkvæm- ar, að jafnvel ein ofvökvun get- a-.ur ráðið úrslitum i þessu efni. ;',Nú fást í verzlunum viðarkol, i.i.sem eru ágætt varnarmeðal við pofvökvun, sérstaklega í pottum ' ■ cða kerjum með heilan botn. ^Viðarkolin bæði sjúga í sig það .„vatn sem ofaukið er og halda moldinni friskri og heilbrigð- |“ari. Með notkun viðarkola er þvi “betra að liaida plöntunum falleg- ’um og þær verða langlífari. ' » o Þegar umpottað er, er gotl að ífsetija nokkra viðarkolamola á ’^botn pottsins, jafnvel inn á milli “rótanna. Það er svo undir stærð ®pottanna komið hve milcið er •‘‘notað í hvern. Og auðvitað eiga ”viðarkoIin bezt við fíngerðar L- og viðkvæmar plöntur, sem ekki þola mikið vatn, og má þá til- nefna Flamingoblóm, Hafra- blóm, Tannhvassa tengda- mömmu, ýmsar tegundir Peper- omi, Vaxblóm, Mánagull, Saint- pauli, Surtarloga, Kaktusa alla og þykkblöðunga yfirleitt. í allar skálar og ker, sem al- veg eru heil í botninn, er mjög nauðsynlegt að leggja viðar- kolalag i botninn áður en plant- að er i þau. Auðvitað má einnig notast við pottbrot eða grófa möl, en viðarkolin eru bezt, þau hafa örugglega engin skaðleg áhrif á nein blóm. En þótt þau séu notuð, þýðir það ekki að aðgæzla við vökvunina sé óþörf. Og það verður aldrei um of brýnt fyrir fólki, að vökva ekki nema moldin sé orðin þurr, það i'er svo eftir hvar plantan stend- ur, live birtan er mikil og ýmsu slíku, hve oft þarf að vökva. En gleymið ekki, að þóttt við- arkol séu notuð, má ekki spara blómaáburðinn, þvi kolin eru næringarlaus. ★ Gef mér líka! HIYEA Svona, svona, nngfrú góð. Ekki svnnn mikið i einu! Sjáðu bara h vern mamtna fer að: Litið á einu sinni oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA ! Nivea inniheldar Euce- rit — efni skylt húðfit- nnni — frá þvi stafa hin góðu ábrif þes-. verð að gera það i dag. Hún virtist lika svo þreytt og úr jafnvægi, að ég áleit heppilegast að bíða. —• Taktu því með ró, vinur minn: það liggur ekkert á. Hver veit nema hún sjálf.... Eva þagnaði. Hún athugaði það allt í einu, að hann hafði enn ekki minnstu hugmynd um það, sem Lilian og Gust- av hafði farið á milli. Og hún var þess lika fullviss, að aldrei mundi hún ger- ast til að segja Einari það; Lilian varð að gera það sjálf. — Bezt væri, ef Lilian færi sjálf fram á skilnaðinn.. .. En hann komst ekki lengra. Þegar fyrsta beygjan var framundan, og hann reyndi að draga úr ökuhraðan- um, missti hann skyndilega allt vald á bílnum, sem stefndi flughratt á tré. Eva æpti . . . og svo varð allt myrkt fyrir augum hennar. Skemmdafýsn Framhald af bls. 2. það í rauninni er, vegna þess aS þaS sem var villir honum ekki sýn. Kannski er þar þó öllu fremur um einskonar skynjun eSa hugboS aS ræða, en getur veriS jafnrétt engu aS síSur. Og livaS er þaS þá, sem æskumaS- urinn skynjar? Hvaða hugboS er þaS, sem vélarnar og mannvirkin vc-kja meS lionum? ViS sem eldri erum og háS saman- burSinum við þaS sem var, getum ekki gert okkur fyllilega grein fyrir því, frekar en æskumaðurinn getur gert sér grein fyrir reynslu okkar af grjótburðinum. En það skyldi þó ekki vera, að þarna væri maður öllu nær hinni raunverulegu undirrót skemmdar- fýsnar þeirrar, sem æskan virðist haldin, og fær útrás þegar ósjálf- ráðar kenndir og tilfinningar ná yfirhöndinni? Drómundur. Gervihnettir Framhald af bls. 3. byl, sem var að myndast og varaði við honum í tæka tið, svo liann olli störum minna tjóni en ella. Auk þess varaði hann á sama hátt við 18 hita- beltisfárviðrum og sex flóðöldum. Og nú eru Bandaríkjamenn að lcggja síðustu hönd á nýjan gervi- hnött, sem vísindamenn þeirra segja svo fullkominn, að ekki geti lengur lcallazt að um tilraunir sé að ræða. Gervihnöttur þessi kallast „Ninibus", og verður um 300 kg að þyngd. Honum er liugsuS braut, sem liggur yfir heimskautin og verður hagað þannig, að sjónvarpsauga hans sér yfir sérhvern stað á jörðu á 24 klst. Sjónvarpsmyndavélar hans verða og mun fullkomnari en Tir- osanna. Þessi Nimbus verður þó einungis upphafið að fullkomnu kerfi veðurfræðilegra gervihnatta, sem Bandaríkjamenn ráðgera að senda á braut umhverfis jörðina — en þegar það er gert, telja vísinda- menn að veðurspár geti orðiS allt að 100% nákvæmar, auk þess sem þá myndist möguleikar til að spá veðri talsvert fram í tímann. TIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.