Vikan


Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 40
FERÐAFOLK! (BÍLST JÓRAR) FERÐAFOLK! r Vínsffilosti sningsstsður ferdnmnnnsins n ieid unt Austurveg OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR — FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA FLJÓT AFGREIÐSLA 1 Þ Ó R S M Ö R K VERZLUNINj BJÖRK HVOLSVELLI ur Þ Ó R S M Ö R K þægilegum stól, en svo gerast hinir skelfilegustu hlutir, ekki einungis úti í hinum stóra heimi, heldur í næstu hér.uPum .... Geturðu hugsað þér ó- hugnanlegra . . . maður og kona og tvö börn, sem létu lífið í umferða- slysií fjölskyldan, skilurðu .... — Hvar þá? spurði Lilian, og hafði ekki sérlegan áhuga á hrakförum ann- arra frekar en fyrri daginn. — Þau voru að koma af Jónsmessu- vöku og óku hratt svo þau næðu til borgarinnar í tæka tið. Komu sem sagtmorðan að .... Og svo gerðist það í brattri brekku, að bíllinn rann til. Þeg^r sjúkrabíllinn kom á staðinn, voru þau látin af meiðslum sínum, öll f jögur. Það kom í ijós að vinstra fram- hjólið hafði losnað .... INNOXA snyrtivörur INNOXA Hún skenkti kaffi í bollana. -— Hræðilegt, endurtók hún og tók sér sæti gegnt honum. En hvernig getur slíkt eiginlega komið fyrir? Ekki eiga hjólin að geta losnað, svona af sjálfu sér .... —• Þau höfðu verið eitthvað að skemmta sér nóttina áður, og það hafði sprungið á einu hjólinu. Maður- inn hafði Þá skipt um og sett varahjól- ið, en sennilega ekki skrúfað rærn- ar nógu fast .... Að hugsa sér slikt kæruleysi, og vera á langferð með konu og börn. Og fyrir það kaeruleysi hefur ekki aðeins sjálfur hahn látið lif sitt, heldur og öll fjölskyldán .... — Hræðilegt . . . mig hryllir við að heyra sagt frá slíku, sagði Lilian og hnipraði sig saman á legubekknum. Hann settist fyrir framan hana, hallaði sér að henni. — Ég biðst afsökunar á að vera að færa þetta í tal, sagði hann. E'n kæru- leysi sem þetta kemur mér alltaf úr jafnvægi, skilurðu. ... Fyrirgefðu .... Hann laut að henni og hún vafði arminum mjúklegji um háls honum. — Við skulum víkja talinu að ein- hverju öðru, vinur minn, hvíslaði hún lágt og seiðandi. — Veiztu það, sagði hún nokkru síð- ar, að Ström yfirlæknir leggur af stað fyrr en gert hefur verið ráð fyrir. Það verður annríki hjá Einari .... Og þá gefst okkur ef til vill .... En Hans roðnaði af reiði og von- brigðum. Það var eins og það var vant, enginn taldi ástæðu til að segja honum frá slíku. Það var eins og eng- inn reiknaði með honum lengur. Þess- ar sífelldu auðmýkingar voru með öllu óþolandi. Svo var að sjá sem Lilian fyndi hvað honum leið og væri það nautn í kvenlegri meinfýsni sinni, að kvelja hann sem mest, eftir að hafa notið at- lota hans fyrir andartaki. Að minnsta kosti bætti hún við: — Það fer nú að liða að því, að hann falli fyrir aldurstakmarkinu. Hann kyað sjálfur hafa látið þau orð falla, að hann álíti engan nema Einar koma til mála, sem eftirmann sinn. — Það veit hver maður, svaraði Hans gremjulega. — Vitanlega ber mér að gleðjast yf- ir slíkum frama eiginmanns míns, meelti hún enn. Og ég mundi að sjálf- sögðu gera Það, ef Það bryti ekki i bág við þá sterku réttlætistilfinningu, sem mér er gefin. Þarna er um að ræða óréttlæti — og óréttlæti hefnir sin alltaf. Þú ert eldri i stöðunni en Einar, auk þess sem þú ert eldri mað- ur og reyndari. Það er hróplegt rang- læti, að ganga þannig framhjá þér. Og mig tekur það sárt, að það skuli ein- rnitt vera Einar sjálfur, sem .... Hún þagnaði við, beit á vörina og lét sem hún hefði verið aö því komin að segja helzt til mikið. —• Hann veldur mér vonbrigðum, æ ofan I æ, mælti hún lægra eftir skamma þögn. Og það er sár og þung þraut að verða að þola vonbrigði af hálfu þeirra, sem maður hefur unnað og ann. Mér ^finnst þú skilja mig öll- um öðrum betur. Kannski fyrir það, að þú hefur sjálfur einnig orðið að þola skipbrot í hjónabandinu .... örvæntingin í svip hennar og rödd var svo sár, að honum hneit að hjarta. — Hvað mig snertir, þá er heldur farið að draga úr þjáningunum, og Þannig verður það líka með þig. Þú ert ung og fögur og átt mikið til allt lífið framundan. Þú átt áreiðanlega eftir að finna sanna og varanlega hamingju. Þú verður einungis að losa þig úr fjötrunum áður en það er um seinan. Nóg er af karlmönnum .... Hún starði á hann, heitum, spyrj- andi augum, sem rugluðu hann alger- lega í ríminu. —■ Ég geri mér það að vísu ljóst, svaraði hún . . . og eflaust gæti ég fundið hamingjuna í fylgd með öðr- um manni. Ég er orðin lífsreyndari en ég var. Einar blekkti mig fyrst i stað. Yfirbragð hans var svo göfug- mannlegt, og sannarlega kunni hann að koma fram og tala eins og hug- sjónamaður. E“n hann blekkir mig ekki öðru sinni. Ég hef aldrei minnzt á þetta við nokkurn lifandi mann, en ég finn og veit að þér má ég trúa fyrir leyndustu hugrenningum mínum . . . svo náin sem tengsl okkar eru þegar orðin. Ég hef ákveðið að skilja við Einar . . . það verður að vísu ekki auð- velt viðfangs, þvi að Súsönnu vil ég ekki láta af hendi. Ég er móðir henn- ar .... —- Og sem slíkri verða þér áreiðan- lega dæmd réttindin, svaraði hann hughreystandi og starði eins og dá- bundinn á hvíta, fagurmótaða arma hennar og brjóst. Hún teygði hönd- ina eftir sígarettu, og hann kveikti í hjá henni. Hann veitti því athygli, að hendur hennar titruðu. — Vafalaust . . . , svaraði hún og dró djúpt að sér sígarettureykinn. Nema ef hægt er að sanna eitthvað það á móðurina, sem sviptir hana slík- um rétti .... Súsanna er sennilega eina mannveran, sem Einari þykir vænt um, fyrir utan sjálfan sig . . . og ég veit, hvernig Einar er við að fást, þegar hann vill koma sínu fram. Þá er ekki neinnar miskunnar að vænta. 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.