Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 2
f fullri ftlvöru Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkrema- tegundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart ... æsandi Persian Wood, ... hressilegan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose. * KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AYON-VÖRUR: ★ VARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM — SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon cosmetics LONDON NEW YORK MONTREAL EFTiRHERMIIADI Hvað eiga amerísku fjöldskyld- urnar að taka til bragðs? Neyðast þær til þess að kassera Presley og taka Bach upp á arma sína í stað- inn, eða neyðast þær til að hætta við að herma eftir fjölskyldunni í Hvíta húsinu? Þetta er ein alvarleg spurning, sem bandarískir sálfræðingar velta fyrir sér þessa dagana, vandamál, sem leggst þungt á marga vestur í Vínlandi hinu góða. Truman átti orgel, sem hann lék á i laumi. Það var allt í lagi og raskaði ekki sálarró nokkurs manns. Eisenhower spilaði kúrekalög á pikköppinn sinn, og allir voru ánægðir, því allir gátu spilað hill- billy lög á pikköpp. En einn góðan veðurdag vandað- ist málið. Þetta var ósköp venju- legur dagur, og menn áttu sér einskis ills von. Sjónvarpið hélt áfram að eyðileggja menninguna og Hollywood-pressan að tæta sund- ur mannorð leikaranna. Einhver heimsfræg leikkona giftist í ellefta sinn, og eldflaugatilraun á Cana- veralhöfða mistókst gjörsamlega. Samt lá eitthvað í loftinu. — Og svo skall óhamingjan yfir eins og reiðarslag. Sá kvittur hafði sem sé komizt á kreki, að fjölskyldan í Hvíta húsinu hlustaði af áhuga á sígilda tónlist og hi-fi-tækið miðl- aði Bach, Brahms og Beethoven frá morgni til kvölds. Hin unga og fallega frú Kennedy staðfesti þenn- an leiða orðróm í blaðaviðtali. Hvernig áttu allar litlu kenne- dísku fjölskyldurnar um þver og endilöng Bandaríkin að snúast gegn þessum vanda? Það hafði bara gengið furðuvel fram að þessu, að apa í einu og öllu eftir háttum forsetafjölskyldunnar, en hvemig átti fólk að láta sér detta í hug, að þessi skratti gæti komið fyrir! Þetta verður vonandi aðeins vandamál þeirra vestra, sem varla kemur til með að hafa mikil áhrif hérna megin við Atlantshafið, enda er varla á bætandi. Hin ameriska forsetafjölskyldudýrkun hefur sem sé smitað út frá sér allhressilega. Undanfarin ár hafa milljónir kvenna um allan heim streitzt við að apa eftir frú Jackie í einu og öllu. Háraliturinn þarf að vera eins, hárgreiðslan eins, klæðaburðurinn, göngulagið, málrómurinn brosið, glottið og svo framvegis. Sagt er, að svartsýnustu eiginmennirnir séu jafnvel farnir að óttast, að frúrnar muni einn góðan veðurdag heimta, að þeir verði sér með einhverjum ráðum úti um forsetaembætti. Nú ber því ekki að neita, að það er ekki leiðum að líkjast, þar sem Jacqueline Kennedy er annars veg- ar. Hún hefur um árabil verið talin í hópi allra bezt og smekklegast klæddu kvenna heims, svo að það er í aðra röndina skiljanleg freist- ing, sem kvenfólkið fellur fyrir í hrönnum, þegar það tekur forseta- frúna sér til fyrirmyndar. En gegndarlaust, öfgakennt eftir- öpunaræði dregur fólk fulllangt á asnaeyrunum. Því fer fjarri, að þessi aðdáunarfarsótt bitni ekki á Franiliald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.