Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 41
menntamanns íslenzku þjóðarinnar. Sóknarpresturinn hefir flutt hlýja en fáorða kveðju og kirkjukórinn hefir sungið útfararsálmana af lát- leysi og innileik. Traustlegt fólk, hærugrátt og þreytulegt, sem þekkti hinn látna ungan, hefir nú fylgt honum í hinzta áfangastað og fellt tár yfir góðum dreng, tár, sem ekki voru tilbúin — heldur fölskvalaus og tær. Ennfremur hafa komið hingað sem heiðursfylgd allmargir öndvegismenn úr höfuðstaðnum, og í hópi þeirra er guðfræðiprófessor frá Háskólanum, sem hefir kvatt sinn látna starfsbróður fyrir hönd stéttar sinnar og höfuðstaðarbúa í heild með orðmargri ræðu, þar sem aðalinntakið var fögnuður yfir því, að hann hefði í æsku haft dug og sjálfstæði til að slíta sig upp af smalaþúfunni, yfirgefa fásinnið og hverfa út á hinn frjálsa vettvang mennta og mætra lista — íslenzk- um bókmenntum, íslenzkri menn- ingu hefði orðið það svo stór ávinn- ingur, að það yrði seint fullþakk- að og hefði því þessi ákvörðun orðið stór hamingja — bæði hin- um látna og þjóðinni í heild. Hitt hefðu verið grátleg mistök, ef hann hefði gjörzt bóndi og grafizt í fá- sinni sveitarinnar, því að þá hefðu hæfileikar hans að engu orðið, þar sem brauðstritið hefði bundið hann í fjötra og ekkert orðið til að svala listhneigð hans og þekkingarþorsta. Hamingj umaður hefði hann verið alla stund, hugfanginn af starfi sínu, barn heimsmenningarinnar í hinum bezta skilningi. Hann hafði verið kvaddur frá höfuðkirkju þjóð- arinnar að viðstöddum forsetanum og fjölmörgum merkustu borgur- um, en lítillæti hans og rótföst tryggð hafði ráðið því að legurúm hans varð hér heima í þessari af- skekktu sveit, sem þó hafði ekki tekizt að fella á hann fjötur sinn, nema takmarkaðan tíma á morgni ævinnar. Það var eins og eitthvert kulda- legt tóm yrði í kirkjunni við þessi orð hins háttsetta höfuðstaðarbúa, en þegar hinn sígildi sálmur Saur- bæjarskáldsins tók að óma varð andrúmsloftið aftur mettað hlýrri helgi. Kistan er hafin út og látin síga í hina myrku gröf. Gamli sóknar- presturinn höfðinglegur og hærum krýndur, kastar rekunum og mælir það sem mæla ber með titrandi röddu. Síðan signir hann yfir gröf- ina og því dæmi hans fylgja sókn- arbörn hans allfast, en höfuðstað- arbúarnir flestir hópast saman, standa álengdar fjær, stinga hvít- um hringskreyttum höndum í vasa sína og snúa baki við gröfinni eins fljótt og unnt er. Svo stíga þeir inn í bifreiðar sín- ar og aka út í umheimsmenninguna svo hratt sem þeir geta. Grafarmennirnir, tveir geðþekk- ir bændur fullkomna starf sitt og fylla gröfina. Dökk, mjúk moldin þrýstist að kistunni, þétt og hlýtt, eins og þegar móðir umvefur end- urheimt barn sitt ástarörmum. Þokuband liðast um Fellsöxlina, líkt og létt sorgarslæða, lóan í lyngmóunum syngur angurblítt kveðjuljóð út í kvöldkyrrðina. Blærinn signir yfir birgða gröf. Merkan kvist af meiði menningar- innar hefir moldin kallað til sín — moldin sem að síðustu verður allra athvarf — öryggð og fró. Kynslóð vonbrigðanna. Framhald af bls. 10. BLIKANDI HUGSJÓNIR. Menn eru fremur sammála um hættuna, sem af þessu fyrirbæri stafi, en um rökin, sem til þess liggi. Sjálfur er ég ekki trúaður á úr- kynj unarkenninguna, enda hefir oft í sögunni verið gripið til henn- ar til þess að skýra þróunarsveifl- ur, sem samtíðin gat ekki áttað sig á. Ég vil því reyna í fáum orðum að skýra erfiðleika nútímaunglinga frá öðru sjónarmiði. Þó að sjálfsögunarviðleitnin sé hverjum manni í brjóst lagin, verð- ur hún ekki fullvirk, nema fyrir áhrif hugsjóna, sem verða einstakl- ingnum keppimark og marka lífs- HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum ... 88 40 42 44 46 48 Baklengd í cm Brjóstvídd ... , Mittisvídd ..., Mjaðmavídd . 40 41 42 42 42 43 86 88 92 98 104 110 64 66 70 78 84 90 92 96 100 108 114 120 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f- 5 cm í fald. „KARÍNA“. Sendið mér í pósti síðdegiskjól, sam- kvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem tryggingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég hérmeð kr. 100— Stærð Litur............ Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá: Nafn ...................................... Heimilisfang .............................. Saumtillegg. Já □ Nei □ S 'ö’ Xi tJ4 0>> Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. viðhorf hans. En sjaldan hefir kyn- slóð fæðzt inn í þvílíka ringulreið hugsjóna, sem ríkti í heimsstyrjöld- inni og nú á eftirstríðsárunum. Mörgum unglingi getur ekki betur sýnzt, en að enginn trúi framar á nokkurt annað keppimark en sinn persónulega hag, og að hugsjóna- stefnan sé ekki annað en vani eða einbert yfirskin. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti í sögunni, að harðar andstæður rekast á, en þær hafa sjaldan raskað lífsviðhorfi manna jafn harkalega og nú. Bernskuminningar frá styrjaldarár- unum, smitun af styrjaldarhugarfar- inu — geta hugsjónir þá virzt ann- að en hégómi og prjál? Kynslóð þeirra, sem nú dæma harðast hinn ráðvillta hluta æsk- unnar, ólst upp við meira siðferði- legt öryggi. Þegar fyrri heimsstyrj- öldinni lauk 1918, reyndu menn að skilja hana sem slys, sem aldrei gæti hent mannkynið aftur. Einkum var það æska þessara ára, sem gerði friðarhugsjónina að átrúnaði sínum og setti sér það metnaðarfulla mark- mið að rækta bróðurþel og efla samúð með öllum þjóðum og kyn- þáttum. Við, sem heilluðumst ung af þessari hugsjón, höfum fengið að reyna, hvernig óraunsæ bjart- sýni hefnir sín. Og mörgum urðu vonbrigðin sár. En bjartsýnin mót- aði lífsviðhorf okkar, trúin á hug- sjónina efldi vaxtarmegn okkar. Við þóttumst sannfærð um að við vær- um ekki eingöngu peð í tafli ó- mennskra máttarvalda. Svo óraunsæ sem þessi trú kann að virðast nú, minni kynslóð bjarg- aði hún frá lífsleiða og örvæntingu. En þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk fyrir 17 árum, var hún dáin. Þá trúði því enginn framar, að slík mannkynsafglöp gætu ekki endur- tekið sig. Æskan trúir því ekki held- ur. Hún sér líf sitt afmarkað af tveimur styrjöldum, styrjöld bernsk- unnar, sem brenndi hatur, grimmd, þjáningu og dauða óafmáanlega inn í minningu hennar, og af styrjöld algerrar vitfirringar, sem varpar nú þegar dökkum skugga yfir líf henn- ar. Hve mikill hluti unglinga gerir sér þetta fyllilega ljóst og hve mik- ill hluti skynjar það aðeins í hálf- meðvituðum grun, það skiptir ekki miklu máli. Þeir glata eðlilegri ör- yggiskennd sinni, finna sig ofur- selda grimmum örlögum, — og trúa ekki lengur á hugsjónir og for- sjá eldri kynslóða. Sú æska, sem nú verður oft fyrir hörðum dómi vegna hugsjónaskorts og dægurnautna, er kynslóð von- brigðanna. Hún var í bernsku svipt þeim draumi, sem trú á æðstu hug- sjónir sprettur af. Felmtruð stend- ur hún nú frammi fyrir þeim Skuldar-arfi, sem við skilum henni. MANADAR RITIÐ í hyerjum mánuði. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.