Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 5
sítji í þeim á hverjum vetri, hvað skólavistin kosti og þ. h. Égr er viss um, að pabbi og mamma vilja hjálpa þér með bréfið, og á þann hátt færðu miklu ýtarlegri upplýsingar og betri en ég get látið þér í té. Vel merktir fætur ... Kæri Póstur. Fyrir skömmu las ég í Vikunni bréf frá einhverjum Kain. En hann hefur miklar áhyggjur af fótunum á sér. En hann segir að í íslenzku, sé ekkert orð yfir þann líkamshluta, sem nær frá tá og upp í nára, annað en fætur. Á þessum líkamshluta á mér eru mörg nöfn. Neðst eru tær, il og hæll, þá er rist, ökkli, leggur, kálfi, hné, hnéspót, og læri. Sjálfsagt má nefna fleiri nöfn, en ég bið þig að stinga þessum að Kain. Þinn Fótur. Ég er hræddur um, án þess ég viti það, að þú munir eiga heima á Fæti undir Fótarfæti, og ég sé í anda fæturna á þér, merkta eins og landakort ... En á því korti mundi vera ein ritvilla: Hnésbót heitir hnésbót, en ekki hnéspót. Vandi ... Kæra Vika. Hvemig er þetta með strætis- vagnabílstjórana? Hafa þeir engar skyldur við farþega sína, siðferði- legar eða lagalegar? í sumar beið ég einu sinni að kvöldlagi eftir Sól- vallastrætó niðri á torgi, en hann er oft ærið seinn, eins og kunnugt er. Hann átti að leggja af stað átta mínútur fyrir hálfellefu, og sjö mínútur fyrir kom hann á torgið. Bílstjórinn var lítill, feitlaginn og fýlulegur strákur, sem snattaði með brauð og kökur fyrir Alþýðubrauð- gerðina, áður en hann komst til þess vegsauka að keyra strætó. Hann opnaði fyrir fólkinu sem beið, en það var margt, og svo sem þriðjungur þess komst inn í vagn- inn, áður en vísirinn á torgklukk- unni datt á brottfararmínútuna. En þá um leið sló vagnstjórinn í og skildi alla hina farþegana eftir. Eg spyr: Er þetta hægt? Göngumóður. — — — Þú verður að spyrja einhvern Salómon um þetta. Ef þetta væri EKKI hægt, hefði vagninn orðið of seinn á næstu biðstöð, og þá hefði Pósturinn fengið kvörtunarbréf nokkuð annars eðlis, um sama vagn, sömu ferð, spyrjandi: Er þetta hægt? Eiga menn að bíða eftir strætisvagninum, bara af því að fólk er svona lengi að dratt- ast inn í hann? — Ég veit svei mér ekki. Arnold ... Kæri Póstur. Umfram allt fleiri teikningar eftir þennan Arnold — hann er stórkostlegur. Hverrar þjóðar er hann? Baddi. ---------Arnold er sænskur. Handóður? ... Déskotans vitleysa er þetta! Nóbelsskáldið (ekki okkar, heldur sjálfs sín, því að það á sig sjálft, en ekki við) er ekki imgt skáld og alls ekki til umræðu hér. Enda þola ungu skáldin engan samanburð við það — jafnvel þótt það sé alls ekki svo mikið sem af er látið. Þegar Nóbelsskáldið var ungt, bar það hendur sínar vel og snyrtilega á myndum, enda hafa tök þess á bók- menntum verið afburða snyrtileg (ekki genial). Ef við hér eftir sjá- um hendur þess krosslagðar á myndum, verður það af því, að skáldinu eru þær orðnar mislagðar. Þarf enginn að hundsa það fyrir slíkt, aðeins veita því athygli. Hins vegar vil ég benda ungu skáldun- um á, að ef þau tækju sig til og stunduðu íþróttir; hlaup, stökk, sund og knattspyrnu, í mörg ár, þá mundu hendur þeirra þjálfast í fögrum stellingum og tök þeirra verða önnur í bókmenntum, en raun ber vitni um. Kjánalegar kaffihúsa- setur í borg eru algjörlega utan- veltu við lífið. Og hið eina atóm- skáld (upplausnar-unnandi) sem eitthvað hefur kveðið að, hér á landi —ég á hér við Stein Steinarr, varðveitti samband við náttúru landsins og líf fólksins — varð mjög gott skáld og hefði getað orð- ið enn meira skáld, með meiri af- rekum og útivinnu. Því að hendur hans, sem þó aldrei sáust á mynd- um voru aldrei í kjánalegum stell- ingum. Hugurinn kemur fram í höndunum. Og hananú! Akureyri, 11. okt. 1962. Sí-og-æ-meir Athugull. Ég sé nú varla handa minna skil ... „Dýrasta krem í heimi“ jmiörvarj efnaskiptingu húðarinnar Hvað eftir annað hafa efnafræðingar ORLANE í París gert almenningi kleift að njóta góðs af nýjustu uppgötvun- um á sviði lifefnafræðinnar. Hvað eiftir annað hafa ágætir sérfræðingar skapað nýja möguleika til fegrunar. Síðasti undraárangurinn er BIO-CATALYS. HVAÐ ER BIO-CATALYS? BIO-CATALYS verður bezt lýst sem jafnvirkri blöndun efna, sem næra og hreinsa hörundið, stilla öndun þess og halda því hóflega röku. Auk þessi inniheldur BIO-CATAL- YS fjölmörg önnur virk efni. HYAÐ GERIR BIO-CATALYS? BIO-CATALYS viðheldur starfsemi hörundsfrumanna og örfar liana, eyðir skaðleg- um efnum úr hörundinu, held- ur raka og næringu í jafn- vægi. BIO-CATALYS hreins- ar og endurnærir hörundið, veitir því nýja heilbrigði, nýjan frískleika, nýja fegurð. O OCULUS TÍBRÁ RLANE PARÍS STELLA REGNBOGINN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.