Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 16
María Jónsdóttir frá Keflavík sagði að sjónvarpið kæmi í góðar
þarfir, því krakkarnir væru alveg óð að fá sjónvarp á heimilið,
og hefðu verið það í langan tíma. Staðurinn er heldur ekki
sem verstur fyrir sjónvarpstæki, — rétt hjá sjónvarpsstöðinnl
sjálfri.
SJÓNVARPIÐ
FÓR TIL
KEFLAVÍKUR
Þann 14. sept. s.l. var dregið í verðlaunagetraun um fjallanöfn Vikunnar
hjá fulltrúa borgarfógeta. Eins og menn muna, voru verðlaunin 6 að tölu,
öll hin glæsilegustu, enda var mikil þátttaka í keppninni, og um 2000 réttar
ráðningar bárust fyrir tilskilinn tíma.
1. verðlaun, sem er glæsilegt PHILCO sjónvarpstæki frá 0. Johnson &
Kaaber, hlaut frú María Jónsdóttir, Miðtúni 5, Keflavík.
2. verðlaun, ferðalag til Evrópu með Eimskipafélaginu og ferðaskrifstof-
unni Sunna, hlaut frú Svala Einarsdóttir, Skálholtsstíg 2, Reykjavík.
3. verðlaun, Husqvarna saumavél, (Automatic) frá Gunnari Ásgeirssyni,
hlaut Jón Ágústsson, Lyngheiði 16, Selfossi.
4. verðlaun, hattur, hanzkar og regnhlíf hjá verzlun P&Ó, hlaut frú Sig-
rún Brynjúlfsdóttir, Skólagerði 16, Kópavogi.
5. verðlaun, Skartgripir frá „Skart“ h.f., hlaut Guðrún Magnúsdóttir Vall-
holti 7, Akranesi, og 6. verðlaun, „Kvöld í Klúbbnum" hlaut Bergþóra
Þorbergsdóttir, Brekkustíg 1, Sandgerði.
Eins og siá má af ofanrituðu, fóru verðlaunin sitt í hverja áttina, og
engin tvö til sama staðar á landinu, en vinnendur áttu heima í Reykjavík,
Kópavogi, Keflavík, Sandgerði, Akranesi og Selfossi, sem sýnir betur en
margt annað, útbreiðslu Vikunnar um landl^^^
Vikan óskar hinum heppnu til hamingju og vonar að verðlaunin komi
sér vel fyrir alla.
VERÐL KUNAHAFAR
í FJALLAGETRAUNINNI
Svala Einarsdóttir, sem hiaut ferðalag til meginlandsins og Englands. Hún
sagðist svo sannarlega ætla að nota sér þetta einstaka tækifæri til að
fara í „lúxusflakk”.
Jón Ágústsson tekur við Husqvarna saumavélinni hjá Gunnari Ásgeirssyni.
Hann býr á Selfossi ásamt eiginkonu sinni, sem hlakkaði mikið til að fá
vélina. Þau áttu fyrir einfalda saumavél, sem Jón var búinn að setja
mótor við, en að sjálfsögðu kemst hún ekki með tærnar þar sem Husqvarna
hefur hælana, enda var hann búinn að selja hana þegar hann sótti vinninginn.
Þið getið bara gert ykkur
í hugarlund, hvort gull-
hringur fari ekki vel á
hendi Guðrúnar. Ilún er
frá Akranesi og lilaut
skartgripina.
13 vii; AN