Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 29
Dynachrome, Dynachrome Mun lækka verðið á litmyndum yðar! NÝJA AMERÍSKA LITFILMAN ER NÚ KOMIN Á MARKAÐINN! EINK AUMBOÐ: ÍSALDA S.F. Pósthólf 1075. — Reykjavík. Sími 24119. er öskrandi brjálæði, öskrandi gnýr í lofti og titrandi jörð, sem rifnar og brestur við átökin. Það veit mað- ur, en engin veit að óreyndu að það getur iika verið fólgið í skelfilegri þögn. Og svo varð einhver . . . ein- hver sem maður þekkti eins og sjálf- an sig, náinn fólagi og kunningi, eftir að hafa staðið við hlið manns við heræfingar og í bardögum i meir en tvö ár . . . til þess að hreyfa sig ó- gætilega. Þá kvað við lágur smellur; kúlunni var skotið á svo skömmu íæri, að hún vakti hvorki bergmál né hvin. Og þessi vinur manns var dauður .. Og hann hrópaði: „Fari það bölv- að, Alison ... þetta var morð, en ekki styrjaldarvíg . ..“ Hann starði á hana, veitti hvorki athygli þeim tárum, sem hann sjálf- ur feildi né tárum hennar. Hún snart arm hans. „Lincoln, ég hafði ekki hugmynd um ...“ En nú var honum ógerlegt að láta staðar numið. „Hann hét Mike Adams. Stór mað- ur og glæsilegur að vailarsýn. Hárið hrafnsvart, andlitið fríðara og nett- ara, en búast hefði mátt við eftir vexti hans. Rólyndur og kátur og dásamlegur félagi Við höfðum sam- flot á foringjanámskeiðinu heima. í leyfinu fór ég með honum heim til Toronto þar sem hann var trúlof- aður ... einkennilegt hve stórvaxnir menn laðast oft að smávöxnum stúlk- um. Þetta var fíngerð brúða, og hún vildi endilega að þau giftu sig áður en við héldum til Evrópu, í styrj- öldina. Sem betur fór, gerðu þau það ekki. Ein af þessum bölvuðum leyniskyttum I Falais, skilurðu . ..“ Það kom gráthreimur í rödd hans og tárin streymdu niður alskeggj- aða vangana. „Hann fór í könnunarför um þrönga götu. Þegar mér varð litið yfir brún sandpokavirkisins, sá ég hvar hann lá, steindauður." „Ég geri ráð fyrir að ég hafi orðið viti mínu fjær. Þegar ég hafði áttað mig nóg tii þess að finna aftur til óttans, var það um seinan. Þá var ég kominn úr vari, gekk eftir miðri götunni með hríðskotabyssu í hönd- um, sem ég hlýt að hafa þrifið af einhverjum í ofboðinu, og ég var vissari um það en ég hef nokkurn tíma verið um nokkurn hlut, að ég væri líka dauðadæmdur . . .“ „Eg man að rykský byrgði sólina eitt andartak, og ég hugsaði sem svo, að einhvern veginn yrði ég að komast aftur i var í sandpokavirkinu, án þess að snúa baki við leyniskyttun- um . .. það var eins og ég væri hald- inn þeirri vitfirringu, að ef ég sneri mér ekki undan, gæti ég séð til ferða byssukúlunnar og vikið mér und- an . ..“ „Nú var allt orðið svo óhugnanlega hljótt aftur, að maður átti örðugt með að trúa sínum eigin eyrum ... Ég hörfaði hægt og rólega aftur á bak, án þess að hafa augun af staðn- um, þar sem ég þóttist vita að leyni- skytturnar ættu fylgsni, og fótspor mín glumdu á steinlögðu strætinu eins og fíll myldi hnetur undir fót- um sér. Ég nam staðar og hlustaði og í sömu svifum þaut kúlan fram hjá mér. Það munaði ekki nema hársbreidd. Eg leit upp ... sá fyrir mér andlit unglings, sem enn var ekki sprottin grön, sem lá í rústun- um og beindi byssu að mér. Eg þrýsti á gikkinn ... hlýt að hafa lyft hrið- skotabyssunni í mið óafvitandi ... og þar, sem andlit hans hafði verið ... Dahl var rólegri i svipinn. Eins konar svikalogn hafði færzt yfir hann. „Eg gat ekki hreyft mig úr spor- unum,“ sagði hann. „Blóðgusan stóð úr andliti hans, en ég gat ekki hreyft mig úr sporunum . . .“ Það fór titringur um hann. Svo setti að honum ákafan grát. Þá fann hann mjúkum fingrum strokið um skegg sér. Heyrði nafn sitt nefnt hvísllágt. „Það er svo langt síðan, Lincoln. Það er svo langt sið- an.“ ÞRETTÁNDI KAFLI. Kuldinn sótti hart að eldstæðinu. Or öllum áttum, að því er Dahl fannst. Þar er úrslitaorrustan háð þessa dagana, hugsaði hann. Á milli kuld- ans og eldstæðisins. Og kuldinn vinn- ur á með hverjum degi. Hann gerði sér það ljóst, að það var eitthvað einkennilegt við þennan hugsanagang. E'itthvað óraunhæft. Hann var farinn að líta á frostið eins og fjanda í vígahug. Og arininn eins og verndara. Og það var eins og hann kæmi til liðsinnis við verndarann, þegar hann bætti vænum brennilurkum á bálið, svo alúmínið glóði í skamdegismyrkr- inu. Á stundum fannst Dahl þetta glóandi arinhylki svo þunnt og veikt fyrir, að hann kveið því jafnvel að það kynni að brenna sundur; breyt- ast skyndilega í hvita ösku. Kuldinn, hugsaði hann. Skamm- degi og kuldi, sem nú er í þann veg- inn að ná hámarki sínu. Vetur, sem hefur staðið frá í byrjun september, og stendur fram í miðjan maímánuð, kannski fram í júní. Isa leysir að minnsta kosti ekki fyrr en í júni. Það er ekkert smáræði af sólskini og hita, sem með þarf til að bræða allan þennan snjó og ís. Hann getur orðið tíu, jafnvel tólf eða þrettán fet á þykkt, vatnaísinn. Það setti að honum skjálfta við umhugsunina. Hann vissi að hann átti að forðast að hugsa um kuldann, ísinn og veturinn, því að þá gat skyndilega sett að honum slíkan hroll, að hann fékk ekki við ráðið og tenn- urnar glömruðu í munni hans, eins og í krampaflogum. Alison sá hvað honum leið. Hún hliðraði til. „Lincoln," sagði hún. „Lincoln . . . færðu þig nær eldstæð- inu.“ Hann kenndi sársauka i hvert skipti sem hann festi augu á mögru og fölu andliti henni. Prowse virtist ekki taka neinum breytingum, megr- aðist furðulítið, að því er séð varð fyrir skegginu. Greatorex gamli var enn hvítari á hár og skegg og það voru komnir einhverjir fjólubláir blettir á hörundið og gult kringum þá. Dahl sá að vísu ekki sjálfan sig, en gerði sér ljóst að hann mundi ekki bera þrengingar kuldans og hungursins betur en þau hin. Það var svo að sjá sem þær bitu minnst á Surrey, sem var þó harla einkennilegt, þar sem hann var frosti óvanur. Kannski hafði hann numið eitthvað það í brezku heimavistar- skólunum, sem gerði hann ónæman fyrir þrengingum. Ónæman fyrir um- hverfinu yfirleitt. Kuldinn skreið upp eftir bakinu á Dahl, og enn fór hrollur um hann. „Ég vildi að við hefðum rnæli," sagði Prowse upp úr eins manns hljóði. Enginn varð til þess að svara, eða sýndi nein merki þess að veita orð- um hans athygli. „Bara til að mæla frostið," sagði hann gremjulega. „Ég þori að hengja mig upp á það, að það hefur haldizt í fjörutíu stigum að minnsta kosti, alla þessa viku.“ Og enn virtist enginn taka eftir því sem hann sagði. „Þaö skyldi engum takast að draga mig út úr kofanum í kvöld,“ bætti hann við. „Ekki einu sinni með sterkustu dráttarvél. Og þar að auki væri ógerlegt að ræsa dráttarvélar- hreyfil í þessu írosti.“ Sama þögnin. Framhald i næsta blaði. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.