Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 24
FRAMHALDSSAGAN II. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL Dahl starði á hana. Vildi fyrir all- an mun komast hjá að verða að trúa öðru eins. Maturinn var Þeim svo dýrmætur, að hann varð ekki metinn til fjár. Þau voru öll jafn þurfandi fyrir hann, og urðu því að skipta jafnt með sér, því sem um var að ræða hverju sinni. Maturinn var þeirra eina vörn gegn yfirvofandi hungrinu ... öllu heldur hungur- dauðanum, sem sat um þau eins og gráðugur hræfugl. Það var með öllu óhugsanlegt að nokkur þeirra félaga gæti gerzt sekur um slíkan glæp, vitandi það á hve litlu gat oltið um líf eða dauða þeirra allra. „Þú ert viss um þetta?" varð hon- um að orði. „Það getur ekki komið til greina, að þú hafir notað steng- urnar I eitthvað án þess að muna eftir því?“ Hún hristi höfuðið. „Ég vildi óska ...“ byrjaði hún, en hikaði svo við. „Nei, Því miður, Þá ..." Hann minntist þess allt í einu hve hikandi hún hafði verið við að gera hann að trúnaðarmanni sinum. Og hann sagði umsvifalaust: „Og vitan- lega hefurðu engan grun um hver sá seki getur verið?" „Ég veit að minnsta kosti, að það ert ekki Þú, Lincoln," svaraði hún af einlægni. „Hvernig geturðu veriö viss um þaö?“ Það brá fyrir brosi um varir henni. Svo hristi hún höfuðið svo hart, að þykku eirrauðu flétturnar tóku kipp á öxl henni. „Ég þekki þig of vel til Þess," svar- aði hún. „Þú segir það," svaraði hann, en gat þó ekki varizt brosi. GREATOREX gamli kom xnn í þessum svifum og bar exi um öxl. „Nú Þykir mér ilmurinn ekki ama- legur, dóttir góð,“ sagði hann og varp þungt öndinni. „Aldrei á minni lífs- fæddri ævi hef ég verið svona þreytt- ur ...“ „Þú ættir að slá slöku við viðar- höggið í bili,“ sagði Dahl. „Það mundi enginn taka til Þess.“ Eins og svo oft áður, hafði Dahl í huga hve hjartabilaður gamli mað- urinn var. En hvort heldur Það var fyrir þrákelkni karls eða stolt, eða hvor tveggja, mátti aldrei minnast á það einu orði. Og um leið gat Dahl ekki varizt þeirri spurningu, hvort það gæti komið til mála, að það væri Gratorex gamli, sem gerzt hafði sek- ur um matarstuldinn. „Vitleysa," rumdi í karli. „Ég hef ekki nema gott af dálítilli áreynslu. Heiðarleg vinna gerir engum illt. Og þar að auki er það óskoraður réttur sérhvers manns, að mega finna til þreytu öðru hverju." „Þú ert húsbóndinn og ræður," svaraði Dahl, en varð Þó ónotalega við. Prowse kom inn. Hann hafði verið að gæta að snörunum og var allur snjóugur. Það var eins og hann yrði magrari með hverjum degi sem leið. Vitanlega var það eins með þau öll, en Prowse mátti minnst missa. Vang- ar hans, sem höfðu þó verið nokkurn veginn sléttir, voru innfallnir og sognir og gleraugun virtust honum alltof stór. „Ekki nokkur skapaður hlutur," sagði hann án þess nokkur hefði spurt hann. „Ekki svo mikið sem lúsugur íkorni. Getið þið sagt mér hvers vegna óheppnirt eltir mig öll- um stundum?" Hann hnusaði, og allt í einu birti yfir honum. Hann virtist ætla að hafa orð á ilminum, eins og þeir Dahl og Greatorex höfðu gert á undan hon- um, en um leið kom hann auga á Alison, og það var eins og honum brygði. „Hamingjan sanna," sagði hann. „Hvers vegna hefur enginn sagt mér það, að við hefðum unga stúlku okkar á meðal?" Alison roðnaði. „Ha, hvað áttu við?" spurði Greatorex gamli og leit á Prowse, en þegar hann fékk ekkert svar, leit hann þangað sem Alison stóð, og þó tók það hana nokkur andartök að átta sig. „Alison . ..“ sagði hann loks, stoltur og ánægður. „Hann hefur elzt ákaflega, karl- inn,“ hugsaði Dahl með sér. Það var satt, Greatorex hafði farið mjög aft- ur. Skeggið og hárið var orðið silfur- grátt, augnabrúnirnar kafloðnar og úfnar. „Ykkur kemur að sjálfsögðu ekki tu hugar hvaða dagur er í dag?“ tók Dahl til máls. Hann vildi teygja tim- ann, veita Alison tækifæri til að minnast á matarstuldinn. Vistirnar voru á hennar yfirráðasvæði. Getur það átt sér stað, að Prowse sé hinn seki? spurði hann sjálfan sig. Og um leið þóttist hann næstum því viss um, að Prowse hlyti að vera sökudólgur- inn . . . næstum því viss . . . „Dagur?" spurði Prowse. „Nei, fjandinn hafi það. Ég er ekki einu sinni viss um hvaða ár er ...“ Hann hafði ekki augun af Alison og það brá fyrir áleitinni græðgi í augnaráðinu. „Þetta eru allra þokalegustu fætur, náðuga ungfrú,“ mælti hann og'glotti. Og þótt Dahl gæti ekki annað en verið honum sammála um það, gat hann ekki varizt andúð á orðum hans. En Alison var þess umkomin að bera sjálf af sér lagið. „Við erum búin að vera hérna svo lengi," mælti hún þyrrkingslega, „að ég geri hálft í hvoru ráð fyrir, að þér fari að lítast sæmilega á hvaða ófreskju sem er, Carl, bara ef hún er í pilsi . .. hvort heldur það er ég, eða gömul indiána- kerling ...“ Prowse starði steinhissa á hana. Svo rak hann upp hlátur. „Hvert þó J þreifandi, drengir," sagði hann. „Það er ekki nóg að hún hafi óskeikult minni, heldur hefur hún líka munn- inn fyrir neðan nefið ..." Hann renndi áleitnum augunum upp eftir fótleggjum hennar. Grea- torex gamli átti bersýnilega í ein- hverjum vandræðum. „Þú varst bú- in að biðja mig að minnast ekki á þetta við neinn, Alison ...“ „Já, Hugh ..." Henni var allt í einu óskiljanlega brugðið. Hafði kaf- roðnað og virtist öll í uppnámi. Dahl, sem fann að þarna var um að ræða eitthvað það, sem skilningi hans var ofvaxið, gekk á milli, þann- ig að Prowse gæti ekki eins glápt & hana. Greatorex gamli virtist enn í vafa. Svo greip hann' til þess ráðs að leiða talið að hættuminni hlutum. „Jæja, hvaða dagur er i dag?“ spurði hann. „Á einhver afmæli? Kannski þú, dótt- ir góð?“ „Það eru jól," mælti Dahl og ieit athugandi á Prowse. Surrey kom inn í þessu og bar ein- hvern málmhólk í höndum sér. Hann hefur verið úti í ílakinu, hugsaði Dahl. Verið að vinna þar, þrátt fyrir frostið. „Hvað er nú þetta?" spurði Gera- torex. Það var tekið að dimma úti fyrir. Surrey lokaði dyrunum vandlega og setti málmhólkinn gætilega á gólfið. Tók síðan af sér vettlingana og neri saman höndum. Prowse gekk skref til hliðar og Dahl færði sig lika og skyggði vilj- andi á útsýnina. „Það eru jól,“ endurtók Dahl ann- ars hugar. Greatorex yppti loðnum brúnum. „Hamingjan góða ... Já, það eru komin jól .. .“ Surrey hafði snakað sér úr hlífðar- fötunum og hengdi þau á snaga. „Jú, reyndar eru komin jól,“ sagði hann. „Vissuð þið það ekki?" „Það eru ekki nema nokkrar min- útur síðan að mér var sagt það,“ varð Dahl að orði. Greatorex gamli taldi á fingrum sér: „Október, nóvember, desember ... hvað, við erum búin að vera hérna í meir en þrjá mánuði," sagði hann og virtist furðu lostinn. „Mætti segja mér að það væru þrjú ár,“ sagði Prowse þurrlega. Surrey brosti og ræskti sig, rétt eins og hann væri að búa sig undir að halda ræðu. „Ég er hérna með svolitla jólagjöf handa þér, Alison," tilkynnti hann hátíðlega. Dahl varð litið af Prowse á Surrey. „Einmitt það," svaraði Alison lágt. Surrey rétti henni málmhólkinn. „Þetta er svo sem ekki neitt dýr- mæti," varð honum að orði. „En það er handunnið að öllu leyti." Málmhólkurinn var lokaður að neð- an og göt á hliðunum. Alison skoð- aði hann í krók og kring og virtist ekki skilja neitt í neinu. „Þetta er eiginlega bæði lampi og smáofn," sagði Surrey. „Mér fannst svo skuggsýnt hér inni ... að visu er þetta vist hvorki mikill Ijósgjafi né hitagjafi, en ..." „Þú verður að kenna mér að með- höndla gripinn," sagði Alison fagn- andi, og það var ekki laust við að þessi ákefð hennar vekti nokkra af- brýðisemi með Dahl, því að þar hlaut Surrey laun sín fyrir gjöfina. „Þetta er næsta einfalt," sagði Surrey. „Þú sérð sandinn hérna á botninum. Hann kemur í staðinn fyr- ir kveik. Þú hellir steinolíu i hann og berð svo eldspýtu að ...“ „Benzíni?" leiðrétti Dahl. Fann að það var að vísu ekki rétt, þar sem skoða mátti leiðréttinguna sem gagn- rýni á gjöfinni. „Benzín, alveg rétt," sagði Surrey og tók honum ekki neitt illa upp leiðréttinguna. „Þú hellir ögn af benzini 1 sandinn, og berð svo eld- spýtu að ...“ Hann kveikti sjálfur á eldspýtu og bar að sandinum á botninum og sam- stundis brá upp björtum loga, og þó fremur bláleitum en Ijósum ... „Þarna sérðu,“ sagði hann sigri hrósandi. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.