Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 21
I
TJÖLD, SEM ERU DREGIN FYRIR.
Það fást stengur með snúruútbúnaði, þannig að
hægt sé að draga gluggatjöldin frá og fyrir með
snúru, sem falin er í fellingum tjaldanna þess á milli.
Þannig snúru er hægt að búa til heima, en það
vill oft reynast erfitt að fá hana til að gegna hlut-
verki sínu snurðulaust.
En það er heppilegt að þurfa ekki að toga í sjálft
tjaldið, ef oft þarf að draga gluggatjöldin frá og
fyrir, svo að þannig stöng er ágætt áhald.
2
RYKKIBÖND.
Margs konar bönd til að rykkja.með fást í búðum,
og stundum í mörgum litum.
3
KRÓKAR. y
Krókur merktur I, er notaður til að halda háum
faldi uppréttum. Krókur nr. 2 er fyrir stóran rykki-
fald og þarf sérstök bönd, nr. 3 er stungið beint í
böndin eða í fald tjaldsins, nr. 4 eru algengustu
krókarnir og nr. 5 eru krókar fyrir Wienarfellingar.
4
HRINGAR OG KRÓKAR.
Nr. 6 er krókur, sem hægt er að opna, ágætur fyrir
forhengi, nr. 7 er venjulegur lyklahringur, nr. 8 er
klerama á gorm, nr. 9. er stór hringur, sem klenimt
er beint á gluggatjaldið og nr. 10 eru krókar til að
liengja stengurnar á, eina eða fleiri.
Uppsetningin fer eftir því í hvers konar herbergi
gluggatjöldin eiga að hanga -—- hvort það er í stofu
og líkur eru til að sjaldan þurfi að þvo þau, eða hvort
það er forhengi fyrir fatageymslu eða tjöld í bað-
herbergi, þar sem þau óhreinkast fljótt. En undir
flestum kringumstæðum er fallegast að uppsetningin
sé sem einföldust.
1
Tréstöngin er 22 xrim þykk. Trékúlur á endum og
hæfilega stórir hringir.
2
Stöng, sem hægt er að stækka og minnka má fá
tvöfalda og þrefalda og getur hún staðið misjafnlega
langt út frá veggnum, venjulega frá 4% til 11% cm
langt. Hér er mynd af tvöfaldri stöng.
3
Stöng til að skrúfa upp í loftið með tilheyrandi
krókum. Fæst einnig með snúru til að draga fyrir og
frá með.
4
Sama stöng, en með festingu á sjálfri stönginni og
ætluð til að skrúfa beint á vegginn.
5
Fellingastöngin. Krókarnir eru utan á stönginni
og tryggir það að faldurinn standi vel upp.
6
Ruflette-stöng úr massívu messing, sem hægt er
að beygja í hendi sér, og er þess vegna hentug við
bogadregna glugga.
7
Sasch-stöng við slétt gluggatjöld. Spiralsnúran er
auðveld í notkun, en hentar aðeins litlum og léttum
tjöldum.
Á tréloft.
Skrúfað beint upp í viðinn. Skrúfu-
lengdin ca. %—1 þuml.
Á steinsteypt loft.
Séu loftin steinsteypt, á að fara
þannig að: Merkið fyrst vandlega hvar
skrúfurnar eiga að vera og borið síð-
an göt ca. 1 þuml. djúp. Það verður
að gerast með borvél eða með því að
slá hægt með steinbor — fyrst varlega
gegnum múrhúðunina og síðan fast-
ara. í hvert gat er settur plastmúr-
tappi og skrúfum skrúfað í hann.
Tapparnir mættu vera 5,2x1 þuml. og
skrúfurnar 3—3% mm x % þuml.
Á múrveggi er notuð sama aðferð
og lýst er hér að ofan.
Á mjúka og lausa veggi.
Sé notaður venjulegur múrtappi á
vegg, sem er mjög laus í sér, vill oft
fara svo að hann snýst með skrúfunni
og brátt stækkar gatið á veggnum.
Það þarf sérstaka múrtappa í þannig
vegg, sem þenjast út og krækja sér
fast í efnið í kring. Stundum eru odd-
ar út úr svoleiðis töppum.
Uppsetning með lími.
Loks er hægt að líma gluggatjalda-
stengurnar á vegginn. Búnir eru til
litlir trékubbar — það þykkir, að hægt
sé að skrúfa ca. % þuml. upp í þá.
Þessir trékubbar eru festir á vegginn
með þar til gerðu lími. Sé veggurinn
harður, má líma þá beint á, en venju-
lega er múrhúðunin fjarlægð fyrst,
svo að límið sé á föstum fleti. Fylgið
nákvæmlega notkunarreglunum, einn-
ig um hve langan tíma það tekur að
þorna, þótt ykkur virðist það langur
tími. Þegar límið er þurrt, eru skrúf-
urnar skrúfaðar í á venjulegan hátt.
Við allar þessar aðferðir er rétt að
spara ekki staðina, sem stengurnar
eru festar á. Betra er að hafa þá of
marga en fáa, því að stengurnar eru
oft þungar og það er auðveldara að
skrúfa eina aukaskrúfu en að þurfa
að gera allt upp á nýjan leik.
VIKAN 21