Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 7
■Mmfmp - ^ k: kk x : kkkkkk. illi V Það á fyrir öllum að liggja að eldast. Vanda- mál ellinnar verður vandamál allra, íyrr eða síðar. Löggjafinn hefur séð fyrir „ró- legu og amsturlausu æfikvöldi”, í góðum tilgangi, en fyrir atorkumenn er aðgerðar- leysið þungur kross. Hinn níunda janúar 1935 gengu í gildi lög frá hinu háa Al- þingi, sem fjölluðu um aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna. Var þá kveðinn upp „þungur dómur" yfir öllum þeim, sem náð höfðu 65 ára aldri og lög þessi náðu til. Ári síðar var aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna fært upp i 70 ár, þó með þeim varnagla, að mönnum var frjálst að segja af sér störfum með fullum rétti til eftirlauna, er þeir höfðu náð 65 éra aldri. Ekki ber að efa það, að fyrir löggjafanum hafi vakað ann- að en gott eitt. Engu að síður er það fullvíst, að lög þessi komu býsna harkalega við marga. Attu ýmsir bágt með að sætta sig við að þurfa að pakka saman og hafa sig á braut úr embætt- um sínum, og þannig hefur það verið æ siðan. Ef við lítum á þingskjal nr. 475 á bls. 706 í Alþingistiðindum frá árinu 1934, kynnumst við málinu frá sjónarmiði löggjaf- ans. Þar segir meðal annars í greinargerð, sem fylgdi frum- varpinu frá Alþingi: —-------Jafnframt er það staðreynd, að mönnum, sem farið er að förlast andlega, er það sjaldnast ljóst sjálfum, sérstak- lega, ef þeir eru ernir að líkamlegum burðum, og hafa slíkir menn það til að sitja í embættum sínum löngu eftir að þeir eru orðnir ófærir um að anna þeim. Verða þeir því embættis- rekstrinum og heilsu sinni til skaða. —------Það mun víst, að langfæstir þeirra manna, sem náð hafa 70 ára aldri, séu fullernir til að annast opinber störf. —----Það Þykir ekki rétt að níðast á opinberum starfsmönnum, sem komnir eru svo til ára sinna, með því að láta þá sitja lengur í starfi, heldur þykir rétt að unna þeim rólegs og amsturslauss ævikvölds. --------Er því lagt til í frumvarpinu, að leysa skuli alla opin- bera starfsmenn frá stöðu, er þeir hafa náð Þessum aldri, enda virðist það hafa stoð i 57. gr. stjórnarskrárinnar. En til þess, að ekki séu fyrir ár fram vannýttir nothæfir starfskraftar, er gert ráð fyrir, að megi láta þá menn, er til þess hafa burði, halda stöðum sínum fram til 70 ára, en þá sé öllum skilmála- laust veitt makleg hvíld. -— ---Og hér lýkur tilvitnunum í greinargerðina. Tvö höfuðsjónarmið virðast ráða setningu laganna. Annars vegar hyggst löggjafinn koma í veg fyrir, að menn með svo og svo mikið skerta starfsorku, sitji í embættum fram í rauðan dauðann, sjálfum sér og þjóðfélaginu til tjóns. Öllum má Ijóst vera, að í mörgum tilfellum er affarasælast fyrir alla aðila, að í vandasömum ábyrgðarstöðum sitji menn hlaðnir lífsorku, krafti og áræðni, þótt á hinn bóginn megi ekki vanmeta reynslu og þroska hinna eldri. 1 þessu tilfelli er eðlilegt, að hinir eldri þoki um set fyrir hinum yngri, þótt ekki sé þar með fullyrt, að meina beri hinum fyrrnefndu virka Þátttöku í þjóðlífinu. Hins vegar virðist annað höfuðsjónarmið löggjafans miða að því, að vernda einstaklinginn gegn gernýtingu á kröftum hans og þekkingu og því skal hann leystur frá störfum, þannig að hann megi njóta „rólegs og amsturslauss ævikvölds". Sá böggull fylgir reyndar skammrifi, að þeir eru fjölmargir, sem ekki kæra sig um að láta hengja á sig þess konar ævi- kvöldsorðu — og þar stendur hnifurinn í kúnni. — Það er mikið efamál, hvort það er nokkur velgjörningur við aldna at- orkuforka að svipta þá möguleikanum til þess að vinna fyrir sér, verða að liki, oft langt fyrir aldur fram. Og þá vaknar spurningin: Stendur þjóðfélagið ráðþrota gagn- vart slíkum mönnum? Eygir það enga möguleika á viðkunn- anlegra ævikvöldi þeim til handa en að bjóða þeim að leggja árar í bát, veslast upp og deyja? 1 þessu sambandi hljómar setningin í greinargerðinni fyrr- nefndu heldur hráslagalega: „--------en þá sé þeim öllum skilyrðislaust veitt makleg hvild“. Einhvern veginn gæti manni alveg eins dottið í hug, að í stað orðanna „makleg hvíld“, hefði getað staðið „makleg málagjöld" eða eitthvað þess háttar — þó er nú sennilega fullmikil tilfinningasemi og of langt gengið, að brigzla alþingismönnunum um mannvonzku. Við erum ekki hinir einu, sem eigum við þetta vandamál að glíma, síður en svo. Spurningin um það, hvernig eigi að finna hagræn verkefni við hæfi gamla fólksins, sem látið hefur af aðalstarfi sínu, er eflaust meira aðkallandi meðal milljóna- þjóðanna og vandamálið torleystara en hjá fámennri þjóð á borð við okkur Islendinga. 1 flestöllum, ef ekki öllum, há- þróuðum menningarlöndum stefnir þróunin í þá átt, að gamla fólkinu fjölgar hlutfallslega miðað við íbúatöluna. Stafar þetta einfaldlega af bættum lífsskilyrðum, lengri meðalævi og betri endingu mannsins. Þótt 65 ára gamall maður hafi verið talinn öldungur fyrir einum til tveimur mannsöldrum, er ekki víst, að hið sama gildi í dag. Því er alls ekki út í loftið að spyrja: Hefur nútímaþjóðfé- lag efni á því að kasta á glæ starfskröftum þegna sinna, sem náð hafa 65 til 70 ára aldri, og hefur þjóðfélagið yfirleitt nokk- urn siðferðilegan rétt til að setja þessum þegnum stólinn fyr- ir dyrnar? Leynist ekki einhvers staðar hinn vandfundni, gullni meðalvegur í þessum efnum, eins og öðrum? Með þessar spurningar í huga brugðum við okkur á kreik, og heimsóttum nokkra aldna heiðursmenn og spurðum þá álits á þessu máli. Fyrst hittum við að máli Pál V. G. Kolka, fyrrverandi hér- aðslækni og yfirlækni við sjúkrahúsið á Blönduósi. — Hvað á að gera fyrir gamla fólkið, sem svona er ástatt um, Páll? — Ef menn vildu gjöra svo vel og leggja upp laupana og sálast, þá væri þetta ekkert vandamál. Það er nú bara einu sinni svo, að slíkt gerir fólk sér alls ekki að góðu. Það verður einhvers staðar að vera og hafa eitthvað til að lifa á. Eitt hið fyrsta, sem vantar, eru hentugar íbúðir handa þessu fólki. Það vantar stofnun, sem þó er ekki venjulegt elliheim- ili. Ibúðarblokkir með litlum, þægilegum og ódýrum íbúðum. Framhald á næstu siðu. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.