Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 10
KYNSLÓB VONBRIGBANNA „Viðnámslaust og án takmarkana, heillast hún af þeirri freistingu, sem lofar nautn og munaði“. GREIN um SÁLKREPPUR og SÁLGREININGU eftir Dr. MATTHÍAS JÓNASSON. ÆSKA MILLI VITA. „Æsku nútímans skortir ímyndunarafl og leiðandi hugsjónir“. Dómar á þessa leið eru í mörgum löndum kveðnir upp um þá kynslóð, sem er á skeiðinu milli bernsku og fullþroska. Hegðun unglinga á þessu skeiði er nú með flestum menningar- þjóðum talin til hinna erfiðustu félagslegu vandamála, hún hefir orðið umræðuefni þjóð- þinga og alþjóðlegra sérfræðingaþinga, um hana hafa verið ritaðar bækur í hundraðatali, en á skelfingu blandnar og þykkjuþungar greinar í blöðum og tímaritum hennar vegna fær enginn tölu komið. Heima á fslandi hefir aðeins skotið upp veikum anga þessa fyrirbæris, þó að mörgum þyki nóg um hann. Úr sálgreiningarkenningunni hafa nokkur meginhugtök slæðzt inn í daglegt mál manna og orðið að slagorðum, t. d. „bælin?“. Aftur á móti er annað mikilvægt hugtak sálgreiningarinnar minna þekkt, „göfgun“, sem felur í sér sálræna andstæðu bælingar, því að göfgun hefur upp á æðra svið það, sem siðavitund einstaklingsins hefði annars þótt nauðsynlegt að bæla. Þannig göfgar barnið ástríðufulla og heimtufreka ást sína til móðurinnar upp í um- önnun og fórnarlund, skefjalausa ágirnd sína upp í ráðdeild og virðingu fyrir eignarrétti annarra. Bælt er það eitt, sem göfgunarviðleitnjnni tekst ekki að hefja upp á viðurkennt sið- gæðislegt þroskastig. Meðvituð og ómeðvituð göfgunarviðleitni á sterkan þátt í andlegum þroska manna, og allt uppeldisstarf miðar að því að beina viðleitni ungmennisins inn á þá braut. Nú virðast áhyggjur manna út af æsku eftirstríðsáranna einmitt snúast um það, að þessi sannmannlega viðleitni til göfgunar hvata og tilfinninga sé að þverra. Æskunni er borið á brýn, að hún láti stjórnast af andartaksástríðu, og hana skorti viðnámsþrótt gegn hópsefjun og hjarðhvöt eins og dýrið. Margir ganga svo langt að tala um beina andlega og siðferðilega úrkynjun og leiða að þeirri skpðun margvísleg rök. í naumu rúmi þessa greinarkorns verður tilvitnunum varla við komið. Ég tek samt fáeinar línur upp úr riti, sem nokkrir sálfræð- ingar frá sálfræðideild Hamborgarháskóla gáfu út, en þeirri stofnun var falin rannsókn þessa fyrirbæris í Vestur-Þýzkalandi. „Æskunni finnst .. . hún vera hafin yfir hugtökin sök og synd. Þess vegna virðist hún líka lifa án innri átaka og án lotningar fyrir samvizku sinni. Allt aðrar hvatir ráða daglegri hegðun hennar. Viðnámslaust og án takmörkunar heillast hún af þeirri freistingu, sem lofar nautn og munaði.“ (Bondy: Jugendliche stören die Ordnung, bls. 20). Hér er á fáum orðum dregið saman almennt álit, þar sem æskunni er brugðið um skort á þeirri sjálfsgöfgunarviðleitni, sem formælendur sálgreiningarinnar telja nauðsynlega hverjum manni til sálrænnar heilbrigði og andlegs þroska. Þá væri siðgæði og menningu sýnilega stcfnt í opinn háska, ef þessi sjálfsögunartilhneiging dvínaði í brjósti æskunnar. Framhald á bls.. 41. Afsakið skakkt númer! Þegar síminn hélt innreið sína til íslands, urðu álíka miklar um- ræður og þvarg um hann, og síðar varð um sjónvarpið, sem veslings útlagarnir á Keflavíkurflugvelli hafa sér til afþreyingar, milli þess : sem þeir berjast á móti samtökum hernámsandstæðinga, en aðeins fáa grunaði, hve nauðsynlegt þetta tæki átti eftir að verða, og hve handarvana og hjálparlausir ís- iendingar væru nú, ef þeir hefðu ekki síma. Nú er enginn Reykvik- im;ur maður með mönnum, nema hs.nn hafi síma, jafnvel þctt hann hiin 'i ekki nema einu sinni í viku og þá í 01 til þess að vita hvað klukkan er, og enginn hringi í hann nerna ef viðkomandi heíur fengið rangt númer. Já, rangt númer! Það var orðið. í haust hefur blessaði sjálfvirki síminn vsrið svo ruglaður, að hann hefur hvorki vitað í þennan heim né annsn. Um daginn ætlaði ég að hringja í kunningja minn suður á Seltjarnarnesi, og eftir að hafa hringt nokkrum sinnum án þess að hringingin heyrðist á hinum end- anum, var mér allt í einu kúplað inn í samtal milli tveggja bíssnis- manna, sem voru að ræða mjög þýðingarmikíl fjárhags-leyndarmál. En látum nú vera, meðan blessað- ur síminn tekur sig ekki til við að láta mann hafa röng númer. Ég ætlaði að hringja í lögregluna í Kópavogi og fékk Kol & Salt. Ég ætlaði að hringja í Fæðingardeild- ina og fékk Kirkjugarða Reykja- víkur. Ég ætlaði að hringja á Borg- arbíl og fékk Stjórnarráðið. Til allrar hamingju svaraði skemmti- leg stúlka þar, svo það kom ekki að sök. þótt ég fenci rangt númer. Svo ætlaði ég að tala við Veður- stofuna, en fékk samband við bráð- skemmtilega og líklega bara lag- leca unga stúlku úti í Kópavogi. Því miður sleit landsíminn, áður en ég fékk að vit.a hvað hún hét og hvar í Kónavoginum hún átti heima. Ég auglýsti eftir henni í Vísi. en hún les vist ekki Vfsi. Svo æt.laði ég oinu sinni nð hrinrria ' Mánudags- blaðið en fékk soroovðin'mrstöðina. Þá var mælirinn fullur. Ég hringdi niður á sfma <o" fékk rétt númer!) og spurði hvernig stæði á bessum ruglingi. Við höfum ekki um þetta heyrt fvrr, sögðu þeir á símanum. Þetta hlvtur að vera einhver vit- levsa. Þú bara telur ekki rétt núm- er á tólið. Þetta þótti mér nú heldur hart, að halda að ég færi fingravillt á sjálfum mér svona oft. En upp úr þessu fór ég að vanda mig mjög vel og tauta fyrir munni mér 1, 2, 6, og svo framvegis, meðan ég stakk puttunum samvizkusamlega í götin á símaskífunni og sneri henni hægt og vandlega. Þá fór þetta að ganga tiltölulega vel. Ég fékk venjulega Kol & Salt eða Sorpeyðingarstöð- ina í fyrstu tilraun og svo rétt númer. Ég var nú að því kominn að sættast við símaræfilinn. En svo fór þetta allt að sækja í sama farið. Rannsóknarlögreglan svaraði, þegar ég hringdi eftir Framhald á bls., 33. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.