Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 12
HANN var komínn lífandi aftur, og því hafði Ross 'Clar- idge í rauninni alls ekki búizt við. Herskip hafði beðið eftir honum á Atlantshafinu og dregið hann upp. Hon- um hafði verið komið á land í skyndi, þar sem lækn- arnir rifu af honum silfurlit geimfötin og byrjuðu að athúga hann hátt og lágt. Hann var veginn og mældur, viðbrögð hans og vökvajafnvægi, æðasláttur og efna- skipti og sálræn viðbrögð — allt var rannsakað gaum- gæfilega. ■— Hann var hálflamaður af hrifningu yfir því að allt var afstað- ið, og læknarnir voru ekki alls kostar ánægðir með viðbrögð hans. Svo tóku vísindamennirnir og hershöfðingjarnir við yfirheyrslum, en hann gat ekki heldur svarað öllum þeirra spurningum. Það var eins og einhver hluti hans hefði ofðið eftir þarna úti. Hann reyndi að muna, en það var eins og þetta smáfjarlægðist allt, og honum var sýnt umburðarlyndi. Það var held- ur ekki undarlegt, því að Ross Claridge hafði afrekað það, sem engum hafði tekizt áður. Loks leyfðu þeir honum að fara heim, en hann mátti engum segja, ekki einu sinni konunni sinni, hvar hann hafði verið. Ekki fyrr en opinber til- kynning hefði verið gefin út í Washington. Meðan hann klæddi sig hægt og naut þess að fara í létt og þægileg föt- in eftir þröngan geimbúninginn kom Ben MacAdams inn. Hann var 12 VIKAN einn af yngstu hershöfðingjunum og mátti frekar kallast vísindamaður en hermaður. Þeir voru gamlir vinir og höfðu unnið lengi að unjdir- búningi þessarar ferðar. Andlit hans ljómaði þegar hann sagði: „Þetta tókst, þér tókst það! En nú þegar þetta er afstaðið gerir ekkert til þótt ég segi þér, að við vorum ekki óhræddir, það var langt frá því. Við hefðum áreiðanlega frestað skotinu eins og oft áður, ef þú hefðir ekki verið ákveðinn, að nú væri rétti tíminn. Þú ert meiri vísindamaður en flestir okkar. Þér tókst það! Bíddu bara þar til þeir frétta um þetta í Moskvu!“ Ross var þreyttur. Þegar hann batt á sig bindið, sem Marian hafði látið tvíburana gefa honum í afmælisgjöf, kom aftur yfir hann þung- lyndið, sem hafði ásótt hann fyrir ferðina. Tvíburarnir litu varla upp frá sjónvarpinu til að kveðja hann. Meðan hann var venjulegur rann- sóknarflugmaður og kom heim á hverju kvöldi höfðu þeir dáð hann. Nú var einhver kúreki, sem þeysti endalaust yfir hvítt tjald, kominn í hans stað. Og hvernig hafði samband þeirra Marians farið út um þúfur? Hvað hafði breytzt? Einu sinni höfðu þau verið hamingjusöm, en nú var hún bitur og nöldrunarsöm yfir fjarveru hans frá heimilinu og leynd- inni yfir starfi hans. Marian hlaut að renna grun í hvað hann hafðist að — sem flugmannskona þekkti hún það mikið til þessara hluta. En

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.