Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 40
ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR
TAITO fiskinet og lcaðlar eru framleidd af TAITO FISHERY CO. í Japan, sem er stærsta út-
gerðarfélag í heimi. Afkoma þeirra eins og yðar er ekki hvað sízt undir veiðarfærum komin. —
Það er því víst að framleiðsla þeirra á þessu sviði er hin fullkomnasta sem völ er á — einmitt
byggt á reynslu og eftir kröfu sjálfra fiskimannanna.
ÞEGAR SLÍKAR VÖRUR ERU í BOÐI Á SAMKEPPNISVERÐI ÆTTI
VALIÐ AÐ VERA EINFALT.
það getur verið velgjörningur við
menn með mikla og jafnvel fulla
starfsorku og starfshæfni að kippa
þeim úr sambandi, svipta þá réttin-
um til að verða að liði og leyfa þeim
síðan að visna og þorna upp. Slik
meðferð er undarleg og slæm viður-
kenning á starfi manna, ekki sízt
þeirra, sem gegnt hafa embætti við
hylli. Sú skýring á lögunum, að það
eigi að vera einhver uppbót á starf
manna að víkja þeim frá, er vægast
sagt furðuleg.
Svo ég víki að minni eigin reynslu,
þá er ég sannfærður um, að fyrir
okkur prestana er lífsreynsla og
margra ára þjónusta langdýrmætasti
skólinn. Þess vegna fannst mér ég
sjálfur miklu hæfari til minnar þjón-
ustu á seinni árum starfsferils míns
en hinum fyrri. Ég er sannfserður
um að margir starfsbræður mintr
hafa sömu sögu að segja.
Það verður að gera ráð fyrir því,
að prestar hafi þann heiðarleika til
að bera, jafnvel þótt þeir séu ekki
englar af himnum ofan komnir, að
þeir sitji ekki að brauði sínu til þess
eins að Þiggja laun, heldur til þess
að gera gagn — og til þess eru Þeir
einatt hæfari, þegar aldurinn færist
yfir.
Nei, ég er á móti þessu skilyrðis-
lausa sparki. Það eyðileggur menn
andlega og líkamlega. Á meðan sókn-
arbörnin geta ekki fundið, að prest-
inum sé farið að förlast og hann
sjálfur er við fulla heilsu, þá get ég
ekki séð neitt að því, að hann þjóni
áfram, þótt hann hafi náð einhverj-
um vissum aldri. Sjálfur væri ég enn-
þá þjónandi prestur, ef lögin hefðu
ekki bannað það. Á meðan ég hefði
verið fullviss um að heilsa og kraftar
væru fyrir hendi hefði ég haldið
áfram, en alls ekki lengur. Þetta
má þó ekki skilja svo, að ég sé að
hrósa mér af því að vera einhver
garpur, heldur á ég aðeins við, að í
þessu tilliti ætti samvizka og heiðar-
leiki hvers og eins að vera æðsti
dómarinn.
Fyrir skömmu heimsótti ég mitt
gamla brauð norður í Sauðanessókn.
Var mér tekið opnum örmum, mér
haldnar höfðinglegar veizlur, hver á
fætur annarri. Að sjálfsögðu undi ég
hið bezta hag mínum og hitnaði um
hjartaræturnar, þegar sagt var við
mig af hjartans einlægni: „Þú lítur
alveg eins út og þegar þú fórst“.
„Hvers vegna varstu að hætta?"
„Gætirðu ekki hugsað þér að koma
aftur?“
Auðvitað vissu ekki þeir sem
spurOu, hve tilgangslaust var aO
spyrja 79 ára gamlan, fyri.'verandi
embættismann slíkra spurninga. —
Það átta sig ekki allir á lögunum sem
von er!
En þetta styrkti bjargfasta trú
mína á því, að aldnir menn eru ein-
mitt færir um að standa í stöðum
sínum hvað sem öllum lagagreinum
líður.
Þegar moldin kallar
Framhald af bls. 15.
að ná því marki, sem hugsjón æsk-
unnar hóf á loft.
Nú situr hann hér — lotinn mað-
ur við Blaktandi ljós í lágum stjaka
— einmana í skugga erfiðra örlaga,
brotinn að þreki.
í fyrsta sinn situr hann hér einn
á hátíðarstund. Hún, sem hét hon-
um tryggðum á vori lífsins og bar
ávallt birtu og blessun inn í líf
hans er nú horfin af sviðinu. Hún
fluttist í hvítri kistu yfir hafið,
sem skilur ættlönd þeirra og var
lögð til hinztu hvíldar í józka jörð,
þar sem vaggan stóð. — Allt hverf-
ur aftur til uppruna síns.
Hann á minninguna eftir, milda
og bjarta eins og sólblik sumarblíðu,
það er rík auðlegð, en samt brenna
honum nú saknaðartár á vanga og
engill sorgarinnar snertir hvem
streng á hörpu hjarta hans.
Móðir hans er enn ofar moldu,
en nú er hún honum líkt og vanda-
laus manneskja. Hann missti hana
daginn sem hann tók þá ákvörð-
un að gjöra menntabrautina að
marki lífs síns. Síðan hefir sam-
band þeirra aldrei verið samt og
áður. Hún hefir aldrei viljað hjá
honum vera og ekkert viljað af
honum þiggja, en dvalizt hjá vina-
fólki sínu heima í sveit sinni og
lifað af eigin sjóði — síðustu árin
þrotin að heilsu — í skugga skertr-
ar skynsemi.
Það hefði verið léttara að sjá á
eftir henni yfir haf dauðans og vita
hana í kirkjugarðinum við hlið ást-
vinar síns.
Það er honum þung þjáning að
vita hana þannig og geta ekkert
fyrir hana gjört — geta aðeins á-
sakað sig fyrir að hafa sjálfur skap-
að stærstu kvöldskuggana í lífi
hennar — aðeins með þvj að vera
viljasterkur og trúr æskuhugsjón
sinni. En svona var lífið, það svarf
örlagahlekkina með svo margþættu
móti.
Allt var af honum tekið. Nú átti
hann ekkert eftir nema bækur sín-
ar, sumar hverjar rykfallna doð-
ranta, sem hann tók aldrei fram.
Jú, lærdóm sinn átti hann og hylli
nemenda sinna og samborgara. En
hvers virði var lífið, þegar hljóm-
grunnur þess var löngum falskur
strengur?
Hann hafði fundið það fyrir
löngu, að í raun og veru hafði hann
átt svo trausta rót í moldinni, að
þann dag, sem hann sleit hana,
bætti hann með vissum hætti að
vera til. Því sat hann nú hér í
miðri iðu mikils staðar og grét ör-
lög sín á meðan geislar guðs ástar
sigruðu heiminn á helgri nóttu.
—0—
Haustdagur fagur — en frost-
svalur. Röðulglóðin er slokknuð og
rökkurslæður sveipast um sveit-
ina. Hópur manna fylkir sér við
gröf í litlum kirkjugarði langt fram
til fjalla — gröf, sem geymir
líkamsleifar eins hins fremsta
40 VIKAN