Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 2
f fullri ulvóru
VINSÆLASTA HEIMAPERMANENTIÐ
HÉR Á LANDI
frá Richard Hudnut með
hinum frábæra Clean Curl festi
Framkallið eðlilega fegurð hárs yðar með Richard Hudnut heima-
permanenti. Clean Curl festir, gerir hárliðunina ánægjulegri, auð-
veldari og fljótvirkari vegna þess að Clean Curl festirinn hreinsar
hár yðar um leið og hann gefur liðuninni endingu. Clean Curl gerir
hár yðar lifandi, eðlilegt og ilmandi. — Stúlkur, sem nota Style-
permanent vekja athygli fyrir hársnyrtingu sína.
Bleikar umbúðir fyrir mikla liðun. Bláar umbúðir fyrir
mjúka, látlausa liðun. — Islenzkar notkunarreglur með
hverjum pakka. — Stór pakki. — Lítill pakki.
Framkallið
eðlilega fegurð hárs
yðar með
FRÁ RICHARD HUDNUT
Einkaumboð: Heildverzlun Péturs Péturssonar,
Hafnarstræti 4. — Símar: 11219 og 19062.
Andskotans
veðurlag
Það er annars alvarlegt, þetta
með veðrið.
Mér finnst alveg nauðsynlegt að
láta gera eitthvað í því.
Veðurspursmálið hérna á íslandi
er hið alvarlegasta, að frágengnum
umræðum um gjaldeyristekjur þjóð-
arinnar, heilsuhæli í Hveragerði og
hundahald í Reykjavík.
Það er nefnilega komið á daginn,
að það eru hreint allir óánægðir með
veðrið, og það í rauninni hvernig
sem það kann að vera.
í hvert einasta sinn, sem tveir
karlar — eða tvær konur — koma
saman, þá byrja samræðurnar
svona: „Jæja, það er ekki að spyrja
að veðrinu. Sama helvítis rigningin
og undanfarið.“
Það þarf ekki að koma nema ein
léleg og lítilfjörleg smáskúr til þess
að íbúarnir umhverfist af vandlæt-
ingu yfir þessum ósköpum, að
maður nú ekki tali um blessaða
bændurna, þegar heyskapurinn
stendur yfir. En það er nú önnur
saga og kannski skiljanlegri. Nú,
ef hann er þurr, þá er það rykið
á vegunum, sem ætlar hreint alla
að drepa, eða að menn kvarta yfir
kuldanum. Ef hann snjóar, þá er
ekki að sökum að spyrja að allir
umhverfast af vandlætingu yfir
færðinni og déskotans Vegagerð-
inni, sem aldrei getur hundskazt
til að hreinsa snjóinn af vegunum.
Frost drepur hreint alla hluti og
jafnvel Hitaevituna líka, svo að
ekki er það betra. Og jafnvel þegar
sól skín í heiði og sólarylurinn ylj-
ar manni inn að beini, þá eru allir
kvartandi yfir þurrki. Þá hafa þeir
áhyggjur vegna gróðursins, ryksins
á vegunum, rigningarnar í gær eða
þeirri, sem þeir spá á morgun eða
hinn daginn. „Maður getur hreint
aldrei verið öruggur um veðrið í
þessu bölvaða veðrabæli!“
Ef hann er að sunnan, þá er hann
miklu betri að norðan, og öfugt. Það
er alltaf eitthvað að.
Jæja, það hefur kannski sína
kosti, að maður getur hugsað sér
eitthvað betra en það, sem maður
hefur, því þá er alltaf hægt að
hlakka til þess að veðrið batni, —
og kannski er það líka aðalorsökin
fyrir því óskapa veðri, sem alltaf
er hér á þessum ræfils-hólma. En
ég verð að segja það, að manni þyk-
ir óneitanlega gaman að því í þau
örfáu skipti — satt að segja man ég
ekki eftir því að það hafi komið
fyrir nýlega — þegar einhver er
virkilega ánægður með veðrið, og
hefur ekki yfir neinu að kvarta á
því sviði.
Ég þekki mann, sem býr í
Reykjavík og vinnur innivinnu all-
an daginn. Hann fer í bíl í vinnuna
og í sama bílnum heim aftur. Mér
er ekki kunnugt um að hann fari
út fyrir hússins dyr, nema til að
pissa — þegar krakkamir eru að
lesa blöð á klósettinu. Þessi virðu-
legi borgari nennir varla að hlusta
á fréttir í útvarpinu. En þegar veð-
urfréttir eru lesnar upp! Já, aldrei
skal hann missa af þeim. Og þegar
Framhald á bls. 32.