Vikan - 22.11.1962, Side 17
fangnar af honum, að þær gátu fengið sig til
að giftast honum, enda frömdu tvær þeirra
sjálfsmorð eftir stutt hjónaband. Að hann pabbi
sé spennandi? Mér finnst hann ekkert meira
spennandi en uppþornaður bókhaldari í
Omaha ...
Fonda hefur fram að þessu verið kvæntur
fjórum sinnum. Síðasta konan hans var ítölsk
greifafrú, fögur eins og demantur. Tvö þessara
hjónabanda enduðu með skilnaði, en hin tvö
með því að eiginkonurnar frömdu sjálfsmorð.
— Önnur þessara sjálfsmorðingja var móðir
mín, segir Jane. Og hún ætlar að hefna móður
sinnar og annarra eiginkvenna föður síns, með
því að rýra frægð hans. — Hingað til, segir
þessi 23 ára ljóshærða og laglega stúlka, —
hafa allar konur tilbeðið hann á hnjánum. Ég
ætla að vera sú fyrsta, sem kem pabba sjálfum
á kné.
GAMLA MYNDIN.
Þessir heiðursmenn léku í Samkomu-
húsi Vestmannaeyja veturinn 1951-52.
Aftari röð frá vinstri: Höskuldur
Þórhallsson, trompet (fæst ekki leng-
ur við hljóðfæraleik), Árni Elfar,
trombón (nú píanóleikari og hljóm-
sveitarstjóri á Röðli), Sigurður Þór-
arinsson, trommur (eini Vestmannaey-
ingurinn í hljómsveitinni og leikur enn
á trommur í eyjum). - Fremri röð f. v.:
Höskuldur Stefánsson, píanó (hefur
um árabil stjórnað HS-sextettinum í
Neskaupstað, en hljómsveitin starfar
ekki lengur), Guðmundur Norðdahl,
klarinet (Guðmundur hefur leikið með
mörgum hljómsveitum síðan, en síðustu
áirn hefur hann stjórnað lúðrasveitum
og kórum á Suðurnesjum og fengizt
við tónlistarkennslu) og Karl Lillien-
dahl, gítar (leikur nú í NEO-tríóinu).
Mörgum þykir Jane vera heldur djörf að
taka svona mikið upp í sig. Fram að þessu
hefur Jane Fonda verið ungfrú Ekkert, í mesta
lagi aðeins dóttir frægs leikara. Fæstir hafa
meira að segja vitað, hvað hún hét.
— En það verður nú snarlega breyting á því,
segir Jane. — Og þá verður aðeins talað um
mig en pabbi ekki nefndur nema í mesta lagi
sem faðir frægrar stjörnu. Þá skríða konurnar
ekki lengur fyrir honum. Það verður mín
hefnd!
Það er víst ekkert, sem gæti komið Henry
ver. Spurningin er bara það, hvort hæfileikar
dótturinnar eru nógu miklir til þess að hún
geti komið hefnd sinni í framkvæmd.
Um hæfileika hennar er það helzt að segja
á þessu stigi málsins, að hún er útskrifuð frá
frægasta leikháskóla Bandaríkjanna, „Actors
Studio“, en meðal nemenda þaðan má nefna
Elia Kazan, Marlon Brando og James Dean.
Sagt er, að inntökuprófið í þennan skóla sé
erfiðara en sjálft brottfararprófið.
Henry lætur sig engu varða gaspur dótt-
urinnar. Hann á svo mikið af peningum, að
það þarf svolítið til þess að setja hann á kné.
Þótt hann hafi á árum áður verið íssali, leik-
fimikennari, blaðamaður og útstillingamaður, á
hann nú svo mikla fjármuni, að hann getur
uppfyllt duttlunga hverrar konu.
— Hann pabbi? Hann kæmist ekki einu sinni
inn í „Actors Studio ...“
Og Fonda bara hlær!
Ýmsir afkáralegir hljómsveitarbúningar hafa skotið upp kollinum síðustu árin, eða frá þeim
tíma er rokkmúsíkin varð vinsæl, en sennilega slá þessir fjórmenningar öll met, þeir kalla
sig Sputnicks og eru eins og myndin sýnir, klæddir geimfarabúningum, og þá mætti náttúr-
lega ætla að þeir væru Ameríkumenn, en svo er ekki, þetta eru „frændur“ okkar af Norður-
löndum, Svíar. Og þeir hafa meira til brunns að bera en bara búningana, þetta er einhver
kunnasta smáhljómsveit á Norðurlöndum, og fyrsta sænska hljómsveitin í mörg ár, sem fer
í hljómleikaferðalag til Bretlands.
Sextán ára trommudís
Hún heitir Tina Ambrose þessi sextán
ára stúlka og leikur á trommur. Því birt-
ist mynd af henni hér, en það er viðburð-
ur ef stúlkur á íslandi leika á annað en
píanó. Fáeinar á fiðlu, enn færri — ef
nokkur á hljóðfæri sem notuð eru í dans-
hljómsveitum. Hvað segið þið stúlkur,
því ekki að læra á saxófón, bassa, tromm-
ur eða vibrafón? Kvennahljómsveit
mundi hafa nóg að starfa.
yikán 17