Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 21
Kæri Brandur. NorSurpól. Ég mun hafa léð máls á því í siðasta bréfi minu, að ég vildi gjarnan minnast nokkru nán- ar á íslenzka blaðamennsku. — Það er alveg rétt, sem þú segir að orðbragð hinna pólitisku blaða hefur yfirleitt batnað til mikil’a muna hin síðustu ár, nema ef til vill eins þeirra, sem virðist eiga erfitt með að finna annað en l.iót orð til þess að túlka skoðanir sinna manna, enda 'almannarómur, að einmitt þetta blað, sé allt af geðvont. Það er engum blöðum um það að fietta, að þessi lofsverða breyting. sem orð- ið hefur, stafar af meiri kynnum meðal blaða- manna, og eins og þú segir, að nú heiur risið upp blaðamannastétt. En að ýmsu öðru ieyti hefur blaðamennska versnað og á ég þar við málfar blaðanna. Svo virðist, sem mjög margir, ótrúlega margir þeirra manna, sem skrifa í blöð hafi tapað málsmckk, eða aldrei eignazt hann. Það úir og grúir af hreinum ambögum, algjörum misskilningi á þýðingu orða, sérstak- lega þeirra, sem sjaldan eru notuð i talmáli. Þetta ergir mann oft og er i fáum orðum sagt þjóðinni til háborinnar skammar. Ég vil líka vekja sérstaka athiygli á þeirri staðreynd, að menn, sem orðnir eru stúdentar .jafnvel menn, sem stundað háfa nám við Háskólann eru sízt betri í þessu efhi. Ég hef rökstuddan grun um, að það fari mikið í vöxt að blaðamaður hendi handriti sinu i prentsmiðjuna og lesi siðan jafnvel sjálfur próförk af smíðinni. Það kom aldrei fyrir áður fyr, að nokkur grein kæmi í blaði, livort sem um var að ræða fréttagrein eða annars efnis, án þess að ritstjórinn hefði yfirfarið hana. Og allir voru ritstjórarnir mikl- ir smekkmenn á islenzkt mál. Nægir í því sam- bandi aðeins að nefna tvo menn: Hallbjörn Halldórsson og Tryggva Þórhallsson. Þessi breyting stafar að nokkru af því, að hraðinn i blaðamennskunni hefur vaxið gífurlega, og að inn í blaðamennskuna hafa komið menn, sem hugsa fyrst og fremst um fréttina, en sáralitið um málið á frásögninni. Þá minnist þú á vegina. Fyrir nokkru var frá því skýrt, að verið væri að opna leiðina um Lyngdalsheiði, að búið væri að opna veg- inn alla leið nema á litlum kafla. Ég fór þenn- an nýja veg. Þetta er alls ekki vegur, heldur einhvers konar ruðningur. Nýlega las ég skrýtlu i blaði. Erlendur maður hafði farið til Gull- foss. A heimleiðinni spurði hann, hvort íslend- ingar hefðu alveg nýlega fundið þennan fagra foss. Honum var skýrt frá liinu rétta um það. Og þá spurði hann unclrandi. „Jæja, en livers vegna hafa þeir ekki látið verða af því enn að leggja þangað veg‘?“ Þetta er sláandi dæmi um vegagerð okkar. Það eru ekki vegir, heldur einhvers konar slóðir, troðningar eða hestagötur. Það er hárrétt hjá þér, að eitthvað þarf að gera. En þó að þú sért vantrúaður á það, að hafizt verði handa um endurbætur, þá er ég ekki eins vantrúaður á það. Ég veit, að miklar endurbætur verða gerðar á vegakerfi landsins á næstu áratugum. Þetta liggur í hlutarins eðli, þörfin er svo mikil og efnahagurinn sæmilegur hjá þjóðinni. Nefnd setur nú á rökstólum og skipuleggur þessi mál. Það er talið nauðsynlegt að afla nýrra tekna til þess að geta haldið uppi stórkostlegum vega- og brúa-framkvæmdum. Heyrzt hefur að bensin verði hækkað og hækkunin (skatturinn) gangi allur til vegaframkvæmda. Ekki hef ég neina trú á ]ivi, að einstaklingar myndu standa betur i stykkinu i vegaframkvæmdum heldur en hið opinbera — og ég get alveg gert mér i hugar- lund hvernig tónninn yrði ef einstaklingur hefði vegartáhnun og vörð á miðri leið, sem tæki vegartoll af hverjum vegfarenda. Og þetta verður að nægja, kæri Brandur minn, í þetta sinn. Með kærri kveðju, Björn á Norðurpól. Þeir, sem aka vestur í Dali, eða lengra eftir þeim vegi, sjá undarlegan kofa við veginn nálægt Stóru Skógum í Miðdölum. Við fyrstu sýn minnir húsið — eða kofinn, eins og nær væri að kalla það — mann á austurlenzkan turn, eða bænahús, eða kannski hatt á mongólskum hershöfðingja. Engum gefst samt tími til að fara langt út í hugleiðingar um þau atriði, því ferðamaður- inn hrekkur illyrmingslega við um leið og hann ekur þarna framhjá, því bíllinn ekur yfir gaml- ar vatnspípur, sem lagðar hafa verið þvert yfir veginn. Hvað slík fjárhlið heita, er ekki gott að segja, sumir kalla þau rörahlið, aðrir pípuhlið og enn aðrir grindahlið. En meiningin mun sem sagt vera sú, að skepnur fari ekki þar yfir. Þarna er einmitt fjárgirðing, sem á að varna rollum að fara á milli hólfa, en ekki er þessu hliði treyst betur en svo að sérstakur varðmaður er settur við hliðið til frekara ör- yggis og vonar og vara. Og þarna í kofanum er einmitt slíkur varð- maður, sem býr þar á meðan nokkur hætta er á að rolluskjátur álpist í gegn um hliðið. Sá, sem þar býr — eða bjó í sumar — heitir Jóhannes Jakobsson, og er frá Grund í Saurbæ. Fréttamaður frá Vikunni leit við hjá Jóhann- esi, er hann (fréttamaðurinn) átti leið þarna um fyrir nokkru. Kofi þessi er upprunalega upprunninn frá Bretum, sem munu hafa notað hann til — til — til einhverra hluta. Gler í gluggum eru 3—4 tommu þykk og skotheld og veggir kofans eftir því. Hann (kofinn) hefur verið fluttur stað úr stað síðan brezka heimsveldið gafst upp á honum, og nú er hann sem sagt notaður til að hýsa varðmanninn ásamt rúmstæði, nokkr- um hillum, Kosan-gas-apparati og einum stól. En Jóhannes lætur sér þetta vel líka. Það er rólegt að vera þarna yfir sumartímann og áhyggjulítið starf, og kofinn er sæmilega hlýr og skýlir honum fyrir úrkomunni. Þeir, sem lesa Vikuna, og aka þarna fram- hjá á næstunni, eru vinsamlega beðnir um að flauta þrjú stutt, um leið og þeir gefa inn hinum megin við hliðið — með kveðju frá Vikunni. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.